15.9.2015 | 22:41
Tónlistarmenn sem misstu af heimsfrægð á ögurstundu
Það geta ekki allir orðið ofurríkar poppstjörnur. Af 1000 sem reyna er kannski einn sem nær árangri. Sumir streða alla ævi án árangurs. Heimildarmynd um kanadísku hljómsveitina Anvil kemur því vel til skila að eitt er að vera á þröskuldi heimsfrægðar. Annað að komast á þröskuldinn en ná ekki yfir hann.
Heimsfrægð og auðævi skila ekki alltaf hamingju og langlífi. 27 ára klúbburinn er svartur skuggi yfir rokksögunni. Allt þetta hæfileikamikla fólk sem framtíðin blasti við en yfirgaf jarðvist 27 ára: Jimi Hendrix, Janis Joplin, Jim Morrison, Brian Jones, Robert Johnson, Amy Winehouse, Kurt Cobain og svo margir aðrir. Gram Parson var aðeins 26 ára.
Svo eru það hinir sem voru á barmi þess að verða súperstjörnur en misstu af á lokaspretti.
Einn heitir Tony Chapman. Hann var trommari The Rolling Stones. Hann kom með bassaleikarann Bill Wyman inn í hljómsveitina. Honum þótti hljómsveitin ekki halda nægilegri tryggð við blúsinn. Rollingarnir voru of mikið rokk og ról fyrir hans smekk. Charlie Watts tók við trommukjuðunum og hefur síðan verið einn af frægustu og tekjuhæstu trommurum rokksögunnar.
Fyrsti trommari Bítlanna var Pete Best. Hann var í Bítlunum 1960 til 1962. Hann þótti snoppufríður og naut mestrar kvenhylli Bítla. Illar tungur segja að það hafi átt einhvern þátt í því að aðrir Bítlar vildu sparka honum úr hljómsveitinni. Minna illar tungur segja að hann hafi ekki þótt nógu góður trommari. Einnig að hann hafi ekki blandað geði við hina Bítlana Þeir hinir dópuðu og voru hálf geggjaðir. Hann var þögull og hélt sig til hliðar. Svo eignuðust Bítlarnir bráðskemmtilegan drykkjufélaga, Ringó Starr. Hann var að auki dúndur góður trommari. Hann var í töluvert frægari hljómsveit, Rory & The Hurricanes. En lét sig hafa það að ganga til liðs við drykkjufélaga sína í Bítlunum.
Pete Best sat eftir með sárt enni. Lagðist í langvarandi þunglyndi. Reyndi sjálfsvíg ítrekað og allskonar vesen. En tók gleði sína þegar breska útvarpsfélagið BBC gaf út plötur með upptökum með Bítlunum í árdaga hljómsveitarinnar. þá fékk Pete 600 milljónir ísl kr. í eingreiðslu. Hefur verið nokkuð sprækur síðan. Hann hefur alla tíð gert út hljómsveit. En töluvert vantar upp á að hún sé samkeppnisfær við Bítlana.
Tveir af stofnendum The Clash urðu af lestinni. Annar er gítarleikarinn Keith Levene. Hinn trommarinn Terry Chimes. Keith er frábær gítarleikari og gerði það síðar gott með hljómsveit Johnnys Rottens (Sex Pistols), PIL. Vandamálið er að flestum þykir Keith vera afskaplega leiðinlegur.
Fyrsti trommari The Clash, Terry Chimes, vann sér það til óhelgi að vera hallur undir breska Íhaldsflokkinn, Tory. Á umslagi fyrstu plötu The Clash er hann skráður undir nafninu Tory Crimes (Íhaldsglæpur). Hann var rekinn úr hljómsveitinni áður en sú plata var fullunnin. Síðar spilaði hann með Black Sabbath, Billy Idol og löngu siðar í íhlaupum með The Clash.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Útvarp | Breytt 7.9.2016 kl. 11:35 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
- Furðulegur hundur: Sigurður I B (#7), ég hlakka til. jensgud 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 79
- Sl. sólarhring: 94
- Sl. viku: 1454
- Frá upphafi: 4118981
Annað
- Innlit í dag: 64
- Innlit sl. viku: 1118
- Gestir í dag: 61
- IP-tölur í dag: 61
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Hljómsveitin Rolling Stones var hljómsveit Brian Jones í upphafi og hann var blúsisti fram í fingurgóma og nefndi hljómsveitina eftir Muddy Waters lagi. Brian Jones var gjörsamlega fyrirmunað að geta samið tónlist og texta. Það gátu hinsvegar rokkararnir Keith og Mick sem fljótlega tóku við allri stjórn í Rolling Stones. Á meðan hljómsveitin var í mótun komu ýmsir við sögu, t,d, Dick Taylor, sem svo stofnaði hljómsveitina stórgóðu Pretti Things og trommararnir Mick Avory, síðar í hinum frábæru The Kinks í rúm tuttugu ár og svo Tony Chapman sem þú nefnir þarna Jens, en hann var síðar með Peter Framton í hljómsvitinnin Herd. Brian Jones upphafsmaður Rolling Stones var svo rekinn úr hljómsveitinni skömmu fyrir dauða sinn, en hann hafði þá verið nánast óvirkur í bandinu í tvö ár vegna gífurlegrar eyturlyfjaneyslu. Gítarsnillingurinn Mick Taylor var í Rolling Stones í nokkur ár og virðist hafa skaðast andlega til frambúðar á veru sinni þar, er bæði þunglyndis og offitusjúklingur. Þannig að það var ekki starf fyrir hvern sen er að vera meðlimur í Rolling Stones og alveg spurning hverjir hefðu lifað það.
Stefán (IP-tala skráð) 16.9.2015 kl. 09:02
Það má ekki gleyma því að Anvil hafði engin góð lög og ég get ekki ímyndað mér að einhver eigi séns í frægðina án þess að hafa eitt tvö góð lög. Ekki að það tryggi frægð en án þeirra get ég ekki séð að það sé möguleiki.
Mofi, 16.9.2015 kl. 12:20
Margir tónlistamenn þekktir sem hafa dáiðungir. Má nefna Sid Vicious úr Sex Pistols var held ég 21 og var þá búinn að lenda í þvílíka ruglinu og Ian Curtis söngvari Joy Division sem var 23.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.9.2015 kl. 21:40
Stefán, takk fyrir fróðleiksmolana.
Jens Guð, 16.9.2015 kl. 22:59
Mofi, það er rétt að góð lög hjálpa á framabraut. Það er líka rétt að lög Anvil eru ekki upp á marga fiska. Samt hef ég alveg gaman af að hlusta á þau. En þau kalla ekki á síspilun.
Jens Guð, 16.9.2015 kl. 23:02
Ómar Bjarki, rokksagan er hlaði örlögum efnilegra tónlistarmanna sem féllu frá ótrúlega langt fyrir aldru fram. Eins og dæmin sem þú nefnir.
Jens Guð, 16.9.2015 kl. 23:04
"Most people are remembered after the death, that's why i keep hangin on" Jerry Lee Lewis.
Siggi Lee Lewis, 17.9.2015 kl. 21:42
Kallinn kann að koma orðum að hlutunum.
Jens Guð, 18.9.2015 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.