Íslendingar gera vel við sig

  Margir Íslendingar hafa það gott.  Þeir eru á pari við frægustu erlendar poppstjörnur og tekjuhæstu Hollywood-leikara.  Tímakaup upp á 57 þúsund kall þykir vera temmilegt.  Það er hlegið að aulunum sem ná ekki 1000 kr. á mínútu.  Ennþá hærra er hlegið að vesalingunum sem ná ekki að greiða sér árlegan arð upp á milljarð.  Tveir milljarðar eru nær lagi - til að teljast maður með mönnum.

  Ennþá er einhver feimni í gangi gagnvart einkaþotunum sem héldu vöku fyrir Reykvíkingum allan sólarhringinn fyrir bankahrunið 2008.  Já, og þyrlum sem menn skutluðust á til að fá sér pylsu í Baulunni eða skutust á frá Vestmannaeyjum til að tapa milljörðum króna í misheppnuðum fjárfestingum í Reykjavík.  Ekkert mál.  

  12 milljón króna jeppar seljast um þessar mundir eins og heitar lummur. Í dag er togast á um hvern Saga Class flugmiða.  Embættismenn ríkis og borgar togast á við almenning um þessa miða.

  Þetta sama fólk hefur áhyggjur af því að kostnaður við móttöku á flóttamönnum frá Sýrlandi komi niður á íslenskum öryrkjum og ellilífeyrisþegum.  Áhyggjurnar eru skiljanlegar.  Það er útilokað að taka á móti flóttafólki öðru vísi en níðast vel og rækilega á öryrkjum og ellilífeyrisþegum.  

  Góðu fréttirnar eru þær að það er til nóg af peningum. Ríkiskirkjan fær 4 milljarða eða meir.  Veitir ekki af.  Kostnaður vegna Nató-aðildar er aðeins nokkur hundruð milljónir. Aðallega vegna loftferðaeftirlits yfir Keflavík.  Án þess myndu íslenskir öryrkjar og ellilífeyrisþegar ekkert vita hverjir fljúga um íslensku loftin blá.

  Utanríkisráðuneytið kostar marga marga milljarða.  Víða um heim eru rekin íslensk sendiráð.  Þeirra eina hlutverk er að halda kokteilboð fyrir íslenska embættismenn.  Ekkert til sparað. Sífellt er verið að stofna ný embætti hjá hinu opinbera,  nýjar nefndir (sumar kallaðar ráð.  Það réttlætir betur kostnaðinn).  Aðstoðarmönnum ráðherra fjölgar með ógnarhraða.  Það besta er að allir sem að jötunni komast fá risaflott eftirlaun það sem eftir er.   

  

  


mbl.is Slegist um flugsæti á Saga Class
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Líklega hefur þeim sem urðu fyrir orðinu "samúðarhræsni" orðið svo mikið um, sennilegast vegna sannleiksbroddsins, að þeir áttuðu sig ekki á að þetta virkaði í báðar áttir.

   Það örlar á "samúðarhræsni" gagnvart íslenskum ellibelgjum og öryrkjum hjá ýmsum sem ekki hafa verið þekktir að mikilli verklegri samúð með þessum hópum fram undir þetta.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 20.9.2015 kl. 11:10

2 identicon

„Hvergi er neinu til sparað.“ Jens?! Heldurðu að Svana hafi kennt þér þetta svona?

Tobbi (IP-tala skráð) 21.9.2015 kl. 08:52

3 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  góður punktur!

Jens Guð, 21.9.2015 kl. 10:27

4 Smámynd: Jens Guð

 Tobbi, takk fyrir ábendinguna.

Jens Guð, 21.9.2015 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.