23.9.2015 | 22:27
Alið á útlendingahatri
Ég átti erindi í verslun. Aldrei þessu vant. Mig langaði skyndilega í maltöl. Samt ekki Egils maltöl. Ég setti viðskiptabann á Ölgerð Egils Skallagrímssonar þegar forstjóri hennar réðist með hroka og frekju að Föroya Bjór í fyrra. Krafðist þess af ósvífni og yfirgangsfrekju að Föroya bjór hætti að selja Föroya Bjór Gull.
Sem betur fer snérust vopn í höndum Ölgerðarinnar. Almenningur reis upp til varnar Föroya Bjór Gulli. Það leiddi til þess að verslanir ÁTVR urðu að þjóna eftirspurn með því að taka Föryoa Bjór Gull í sölu í flestum Vínbúðum. Sem ekki var áður en Ölgerðin tók frekjukast.
Nema hvað. Kominn inn í verslun mætti ég ungum manni og syni hans. Strákurinn sennilega um fimm ára. Þeir voru á leið út. Skyndilega tekur faðirinn viðbragð, stoppar og segir: "Það er miðvikudagur. Ég ætla að kaupa Lottó."
Stráksi tók vel í það með orðunum: "Jess! Helvítis Finnar. Þeir ætla að reyna að stela af okkur Lottóinu!"
Ég hrökk við. Í hausnum á mér bergmáluðu útvarpsauglýsingar frá Lottóinu. Þær ganga þessa dagana út á rembing í garð nágrannaþjóða okkar. Þær eru sakaðar um hitt og þetta svívirðilegt varðandi Lottó. Óhörðnuð íslensk börn heyra daginn út og inn alið á útlendingahatri í auglýsingum frá Lottói.
Svei! Þetta er pólitísk ranghugsun.
Einn vann 110 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Lífstíll, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 24.9.2015 kl. 11:38 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 10
- Sl. sólarhring: 78
- Sl. viku: 1435
- Frá upphafi: 4119002
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 1100
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Setja Finna í viðskiptabann, hvar er Borgarstjórinn þegar að virkilega þarf á honum að halda?
Kanski að hann sé upptekinn við að mála einhverja götu í regnbogalitunum.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 23.9.2015 kl. 22:36
Egilsöl er íslenskt og betra.-- Oft velt því fyrir mér hvort auglýsingastofur séu allsráðandi í uppsetningu auglýsinga þeirra fyrtækja sem ráða þær til þess. -- En þegar ég sá þessa auglýsingu fyrst fannst mér hún bráð fyndin.Datt í hug eitthvert samráð landanna að gera þetta svona, jafnframt að undirstrika að Víkingalottoið væri samnorrænt.En engu að síður er þetta sniðug auglýsing og alls ekkert gróf.
Helga Kristjánsdóttir, 24.9.2015 kl. 00:18
Nú er maður sammála Hjaltdælingnum. Alveg ótrúlega óforskammað af Íslenskri getspá að nota þessa taktik. Manni skilst að það hafi verið response þeirra við þeirri skoðun margra, að það væri óþarfi að kaupa miða í Víkingalotto, því það skilaði svo hlutfallslega miklu minni tekjum inn í íslenskan þjóðarbúskap en innlenda lottoið. Veit ekki hvort það er yfirleitt rétt, en þessi nálgun er óviðeigandi og blettur á norrænni samvinnu.
Aino Vito (IP-tala skráð) 24.9.2015 kl. 09:12
Víking brugg framleiðir verulega gott maltöl. Mér finnst það reyndar betraa en Egils maltöl.
Þá er Víking einnig með blöndu af maltöli og appelsíni sem er veruklega gott.
Ég tek undir með þér kæri Jens að það á ekki að líða framkomu eins og Egils sýndi af sér í umræddu máli. Sama á viðum Íslensk Ameríska varðandi mismunun á veerði til Bónuss versus aðrar búðir sem verða að kaupa Ora vörur á hærra verði í heildsölu en smásöluverð er á vörunni í Bónus.
Sniðganga svona fyrirtæki þar til þeir mismunaa ekki svona herfilega.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.9.2015 kl. 10:50
Alveg sammála þér með þessar auglýsingar þær ala á fordómum. Það er skömm að þessum auglýsingum. Bragð er að þá barnið finnur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2015 kl. 11:21
Þessar auglýsingar eru þó skárri en tipp auglýsingarnar frá sama fyrirtæki. Við tippum. Og vinurinn notaði "þriðju höndina" við allskonar athafnir. Þvílíkar sóða auglýsingar sem eru sem betur fer hættar núna.
Sigurður I B Guðmundsson, 24.9.2015 kl. 19:58
Jóhann, hann er upptekinn við að snúa sig út úr viðskiptabannsklúðrinu.
Jens Guð, 24.9.2015 kl. 21:09
Helga, færeyska Gullið er betra. Reyndar er Egils Gullið alveg ágætt. En maður kaupir ekki vöru frá fyrirtæki sem sýnir Færeyingum annan eins rembing, dónaskap, yfirgang og hroka.
Ég lærði auglýsingafræði á áttunda áratu8gnum og vann á auglýsingastofum í 156 ár eða svo. Ég ætla að ennþá séu í gildi siðareglur sem banna að auglýsing fari niðrandi orðum um aðra.
Jens Guð, 24.9.2015 kl. 21:18
Aino, takk fyrir stuðninginn.
Jens Guð, 24.9.2015 kl. 21:18
Predikarinn, ég tek undir hvert þitt orð.
Jens Guð, 24.9.2015 kl. 21:19
Ásthildur Cesil, svo sannarlega!
Jens Guð, 24.9.2015 kl. 21:20
Sigurður I B, þær auglýsingar hafa farið framhjá mér. Kannski eru þær aðeins birtar inni í íþróttapökkum (sem ég forðast eins og heitan eld).
Jens Guð, 24.9.2015 kl. 21:21
Væri ekki réttast að henda í skoðanakönnun "treystir þú Finnum?"
Grrr (IP-tala skráð) 25.9.2015 kl. 16:35
Þegar Víkingalottóið byrjaði fékk ég send alls konar auglýsingaplaköt frá vinafólki í Svíþjóð. Allar gengu út á helvítis Íslendingana.
Jón (IP-tala skráð) 25.9.2015 kl. 20:10
Hverjir eiga ölgerðina? Eru það nokkuð útlendingar? En þetta fyrirtæki fer flesta daga alvarlega á svig við lög um auglýsingar á áfengum drykkjum. Því versla ég ekki við þá lengur
Kristbjörn Árnason, 26.9.2015 kl. 08:46
Grrr, ekki treysti ég Finni Ingólfs.
Jens Guð, 26.9.2015 kl. 19:24
Jón, ljótt er að heyra. Þetta eru ekki vinir í raun.
Jens Guð, 26.9.2015 kl. 19:25
Kristbjörn, ég veit ekki hverjir eiga Ölgerðina. Ég veit bara að forstjórinn hefur sýnt Færeyingum fádæma hroka, yfirgang og frekju.
Jens Guð, 26.9.2015 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.