Fólk er allskonar

  Á allra síðustu árum hefur nútímamaðurinn uppgötvað að mannlífið er fjölbreyttara en almennt var talið á síðustu öld.  Og næstu öld þar á undan.  Fyrsti íslenski homminn steig fram í blaðaviðtali um miðjan áttunda áratug síðustu aldar.  Það fór allt á hvolf.  Samfélagið fékk áfall.

  Ég veit ekki hvenær eða hvað löngu síðar kom í ljós að það væru líka til íslenskar lesbíur.  Á síðustu árum hafa bæst í flóruna kynskiptingar (eða kynleiðréttingar),  klæðskiptingar og allskonar.  Líka fólk sem skilgreinir sig BDSM.  Svo og "swingers" og hitt og þetta.  Fólk skemmtir sér á ýmsan hátt.

  Í fljótu bragði má ætla að það sé varla saga til næsta bæjar þó að einhver sé transgender.  Því síður að einhver kippi sér upp við það.  Þó er kannski ennþá - þegar á reynir - erfitt að setja sig í spor viðkomandi og aðstandenda.  Samt.  Fólk er allskonar.  Það er eins og það er.  Diskómúsík er hinsvegar vond (fyrir minn sérvitra smekk vel að merkja).

 


mbl.is „Fjölskyldan verður aldrei söm“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Róró  og  róbót….

Hjálparhönd hugljúfra snóta,

mér hlotnaðist áður að njóta,

ó þvílík kvöl, drottinn minn,

nú kúrir steinrunninn,

hvorugkyns rótbót til fóta! frown 

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/09/30/tharfi_ad_ottast_robotana/

Þjóðólfur gamli (IP-tala skráð) 30.9.2015 kl. 22:01

2 identicon

Sagan segir okkur að íslenskir hommar tóku ekki síður þátt í ástandinu á stríðsárunum en konur og sjálfsagt hefur hópkynlíf verið eitthvað stundað í ástandinu líka. Svo veit maður ekki hvernig ástandið hefur verið á köldum vetrarnóttum í baðstofum í gamla daga, þar sem hópar fólks sváfu ( eða sváfu ekki) þétt saman. Framhjáhöld hafa vafalítið alltaf viðgengist, en nú halda konur framhjá með konum og karlar halda framhjá með körlum og allt í kross. frjálslyndið er mikið í þessum málum á Vesturlöndum, en Færeyingar eru kanski manna fordómafyllstir ennþá og eitthvað er um að múslimar fremji þessi svokölluðu heiðursmorð á Vesturlöndum, þá aðallaega feður að kála dætrum sínum.

Stefán (IP-tala skráð) 1.10.2015 kl. 08:41

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég held að ég sé bara einskonar!!

Sigurður I B Guðmundsson, 1.10.2015 kl. 13:56

4 Smámynd: Jens Guð

Þórólfur,  takk fyrir skemmtilega limru.

Jens Guð, 1.10.2015 kl. 19:06

5 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þetta er dálítið allavega.

Jens Guð, 1.10.2015 kl. 19:09

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég líka.

Jens Guð, 1.10.2015 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.