Æ, æ!

  Meðfylgjandi ljósmynd hefur verið á fleygiferð á samfélagsmiðlum út um allan heim upp á síðkastið.  Svo virðist vera sem uppruni hennar sé á huldu.  Konan er sögð vera í Austur-Evrópu.  Það er ónákvæm staðsetning.  Vandamál hennar er sagt vera það að hún hafi ætlað að setja hárfroðu í hár sitt.  Fyrir klaufaskap setti hún hinsvegar frauðplastsfroðu í hárið.  Þannig froða er notuð til einangrunar í húsum.  Hún smýgur inn um rifur, þenst síðan mikið út og verður á skammri stund grjóthörð eins og steypa.  Það sést á svip konunnar að hún er ósátt við útkomuna.  Hún er ekki að fagna sigri íslenska landsliðsins í boltaleik.   

 

vondur hárdagur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hún er þó vel einángruð fyrir veturinn!!

Sigurður I B Guðmundsson, 1.10.2015 kl. 20:00

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku kerlinginn hahahaha

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.10.2015 kl. 21:30

3 identicon

Mer synist hun vera með grein ur runna frauðaðan fastan til að skerpa a greiðslunni

agust hrobjartur (IP-tala skráð) 2.10.2015 kl. 02:38

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svei mér þá ef þetta er ekki sú grjótharða Lára Berg hans Steins Steinsen sem við Hallmundur vorum að gantast með!

Jón Valur Jensson, 2.10.2015 kl. 02:50

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svipurinn á henni er óborganlegur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2015 kl. 10:21

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  fátt er svo með öllu illt að ei boði gott.

Jens Guð, 6.10.2015 kl. 23:06

7 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  það er ekki hægt annað en vorkenna henni,  blessaðri.

Jens Guð, 6.10.2015 kl. 23:06

8 Smámynd: Jens Guð

Ágúst,  það er til skrauts.

Jens Guð, 6.10.2015 kl. 23:07

9 Smámynd: Jens Guð

Jón Valur,  takk fyrir ábendingu um skemmtilegar vísur.  

Jens Guð, 6.10.2015 kl. 23:08

10 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil (#5),  ég tek undir það.

Jens Guð, 6.10.2015 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.