Varúð! Ekki kaupa falsaða flugmiða!

  Það er ósköp einfalt og auðvelt að kaupa á netinu flugmiða til útlanda með Wow eða Icelandair.  Og líka til baka ef að sá gállinn er á manni.  Hitt er verra: Þegar farið er út fyrir þægindarammann.  Miði keyptur á netinu af útlendu flugfélagi.  Ekki er alltaf allt sem sýnist.  Í útlöndum felur vont fólk sig innanum gott fólk.  Það beitir brögðum til að féfletta saklausa flugfarþega.  

 14 manna hópur Færeyinga lenti í svikahröppum.  Hópurinn var á leið til Rúmeníu.  Hafði keypt flugmiða á netinu.  Fyrst var flogið frá Færeyjum til Kaupmannahafnar.  Við innritun í tengiflug frá Kaupmannahöfn kom babb í bátinn.  Bókað og þegar borgað flug til Rúmeníu kom ekki fram í tölvubúnaði á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn.  

  Færeyski hópurinn var með kvittanir fyrir kaupum á flugmiðunum.  Þetta virtist allt vera samkvæmt bókinni.  Nema að kaupin á flugmiðunum skiluðu sér ekki inn í innritunarkerfið á Kastrup.  

  Sérfræðingar á tölvusviði Kastrup voru kvaddur til.  Í ljós kom að Færeyingarnir höfðu lent í klóm á glæpamönnum.  Sennilega rúmenskum.  Færeyingarnir höfðu keypt og borgað flugmiða frá netsíðu sem var horfin.  

  Verðið hjá platsíðunni var aðeins þriðjungur af verði alvöru ferðaskrifstofu,  rösklega 35 þúsund kall á kjaft.  Það eru góð kaup.  En ekki farsæl þegar upp er staðið.  Nú voru góð ráð dýr.  Það var ekki um annað að ræða en kaupa nýjan miða á 120 þúsund kall. 

  Góðu fréttirnar eru að af þessu má læra:  Ekki kaupa utanlandsferð af öðrum en vel þekktum flugfélögum og ferðaskrifstofum. Fólk er alltaf að læra.  Það er leikur að læra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru margir plataðir upp úr skónum, t.d. virðist sem Sverrir litli Agnars hafi verið illa plataður, sé nánast glataður og standi einn úti á túni 

Stefán (IP-tala skráð) 16.10.2015 kl. 15:05

2 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þetta var sérkennileg hallarbylting sem á sennilega eftir að draga dilk á eftir sér.  

Jens Guð, 19.10.2015 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.