Ömurleg þjónusta

  Ég var staddur í Borgarfirði.  Skyndilega langaði mig í svalandi kaldan heilsudrykk ásamt hvítlauksristuðum humri.  Helst einhvern hjartastyrkjandi og B6-vítamínríkan drykk.  Það kom ekki margt til greina.  Eini möguleikinn var að skottast í ÁTVR - þá einu verslun sem má lögum samkvæmt selja bjór, löglegan heilsudrykk.

  Eftir nokkra leit fann ég einokunarverslunina.  Klukkan var rösklega 2 á laugardegi.  Ég kom að lokuðum dyrum.  Ríkisbúðin er lokuð eftir klukkan 2 á laugardögum.  Allt í kring voru galopnar einkareknar verslanir með iðandi mannlífi.  Þar á meðal fjölda útlendra viðskiptavina.

  Næsta einokunarverslun ríkisins í norðurátt frá Borgarnesi er á Blönduósi.  Það er ekki nema 2ja - 3ja klukkutíma akstur þangað.  Þangað leitaði klárinn þegar í stað.  En dyr einokunarverslunarinnar á Blönduósi voru einnig harðlæstar.

  Ekki nóg með það;  ríkisbúðin er lokuð allan sunnudaginn.  Hún er lokuð samfellt í 44 klukkutíma hverja helgi.  Þetta er lengri tími en vinnuvika heiðarlegs fólks.  Þetta er ömurleg þjónusta.  

   

         


mbl.is Bjór hollur fyrir hjartað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Snafs fyrir feita máltíð og léttvín með mat léttir umhverfið og lagar málfærin, en af því að þú nefndir sértaklega bjór, að þá er hann alveg einstaklega góður fyrir þvagrásir fullorðinna.   

Hrólfur Þ Hraundal, 17.10.2015 kl. 12:49

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Svo maður tali nú ekki um söngolíuna sem gerir raddböndin að eðal hljóðfæri.

Jósef Smári Ásmundsson, 17.10.2015 kl. 13:03

3 identicon

https://deadhomersociety.files.wordpress.com/2011/05/duffless5.png

Tobe Or Nottobe (IP-tala skráð) 17.10.2015 kl. 13:39

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Miðað við hinar brjóstgóðu þýsku meyjar á þútúbunni þinni, hefði verið meira vit fyrir þig að finna næsta apótek og kaupa e-vítamín. Hann er líka vafasamur heilsudrykkurinn sem þú talar svo fallega um. Á of lágu verði getur hann valdið bólginni lifur og illa grilluðum krabba í brisi. Drykkur þessi og tóbak veldur þvi að Danir slíta vart barnsskónum áður en þeim er fylgt til grafar. En þjónustan á Íslandi er léleg. Ég er sammála því.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.10.2015 kl. 07:23

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Á Íslandi er gert ráð fyrir því að fyllerí sé ekki skyndihugdetta heldur eitthvað sem menn skipuleggja og íhugi gaumgæfulega með góðum fyrirvara. Þetta þarf sérstaklega að hafa í huga úti á landi, ekki síst um helgar, enda kæra menn sig þar ekki um útúrdrukkna, háfaðasama aðkomumenn sem kunna fótum sínum ekki forráð og eru öllum til ama.

Emil Hannes Valgeirsson, 18.10.2015 kl. 16:26

6 identicon

Ætli það sé út af þessu þjónustuleysi sem Sverrir litli Agnars er að flytja til Kuvait ?

Stefán (IP-tala skráð) 19.10.2015 kl. 08:10

7 Smámynd: Jens Guð

Hrólfur  þetta er alveg rétt hjá þér.

Jens Guð, 19.10.2015 kl. 10:13

8 Smámynd: Jens Guð

Jósef Smári,  heldur betur!

Jens Guð, 19.10.2015 kl. 10:14

9 Smámynd: Jens Guð

Tobo,  þetta er málið.

Jens Guð, 19.10.2015 kl. 10:15

10 Smámynd: Jens Guð

Vilhjálmur Örn,  Danir drekka mikið af bjór og borða sætabrauð með marsipani.  Samt er tíðni hjartaáfalla í Danmörku lægri en í Bretlandi og Bandaríkjunum.

  Þjóðverjar eru líka mjög duglegir við að þamba bjór og snæða fituríkar pylsur mæjóneskartöflusalat.  Í Þýskalandi er mun minna um hjartaáföll en í Bretlandi og Bandaríkjunum.

  Frakkar drekka hvítvín og rauðvín með öllum mat og borða bílfarma af sætabrauði.  En uppskera færri hjartaáföll en Bretar og Bandaríkjamenn.  

  Ítalir sötra rauðvín í miklum mæli,  slafra í sig pizzum og hvítu hveiti í formi spaghettí, lasagna og pasta.  Þar eru hlutfallslega færri hjartaáföll en í Bretlandi og Bandaríkjunum.

  Lærdómurinn af þessu er:  Ekki tala ensku.

Jens Guð, 19.10.2015 kl. 10:29

11 Smámynd: Jens Guð

Emil Hannes,  fyllibyttur redda sér alltaf áfengi.  Verra er með allt hitt fólkið.  Dannað fjölskyldufólk sem fær óvænt langt að komna gesti síðdegis á laugardegi.  Þá er fátt um fína drætti.

Jens Guð, 19.10.2015 kl. 10:32

12 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  Sverrir er áreiðanlega í hópi þeirra múslima sem drekka ekki áfengi.  

Jens Guð, 19.10.2015 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband