Kynferðisofbeldi í heimavistarskóla

  Ég var í heimavist í Steinstaðaskóla og á Laugarvatni.  Það var rosalega gaman.  Mikið fjör.  Allt að því stanslaust partý.  Þarna eignaðist ég marga góða og kæra lífstíðarvini.  Því miður veit ég til þess að sum skólasystkini upplifðu vonda vist í þessum skólum.

  Víkur þá sögu að heimavistarskólanum á Núpi í Dýrafirði. Jón Gnarr segir í nýrri bók frá hópnauðgun og kynferðislegu níði kennara á nemanda.  Hann nafngreinir ekki kennarann.  Fyrir bragðið er því haldið fram að allir 8 kennarar skólans liggi undir grun.  Það er skrýtið.  Án þess að ég þekki til málsins þá tiltekur Jón að gerandinn hafi verið nýr og ungur kennari á staðnum,  búsettur á Núpi og hlustað á pönk.  

  Getur verið að allir 8 kennarar staðarins hafi verið ungir nýir kennarar á þessum tímapunkti?  Og allir hlustað á pönk?  Einn af kennurum var skólastjórinn.  Varla var hann skilgreindur sem nýr og ungur kennari.  Þrír af 8 kennurum bjuggu ekki á staðnum.  Einhverjir til viðbótar voru eldri en svo að þeir væru að hlusta á pönkrokk.  Til viðbótar hafa einhverjir kennarar upplýst að nemandi hafi aldrei komið inn fyrir þeirra dyr.

  Hringurinn þrengist.  Það passar ekki að 8 kennarar liggi allir undir grun.  Líkast til varla fleiri en 2 eða 3.  Það er vont fyrir þá saklausu.  Jafnvel verra en að vera í hópi 8 grunaðra.

     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hringurinn þrengist ekki um neinn nema Jón sjálfan.  Drengurinn sem um ræðir hafði ekkert um kennarann að segja - a.m.k. ekki við Jón.  Drengurinn var seinþroska - að mati Jóns en sjálfur var hann félagslega sterkur - að eigin sögn.  Eftir stendur að Jón fékk ekki að hlusta á plötur með drengnum og kennaranum og þarf á einhvern undanlegan hátt að gera þá grunsamlega fyrir vikið.  Ekki er það nú glæsilegt.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.10.2015 kl. 09:29

2 identicon

Það ber að taka öllu með fyrirvara sem kemur frá Jóni Gnarr - Kanski er bókin bara eitt allsherjar ... DJÓK !

Stefán (IP-tala skráð) 21.10.2015 kl. 10:37

3 identicon

Er virkilega enn einhver sem finnst Jón Gunnar Kristinsson vera merkilegur pappír?

Eða það sem frá honum kemur jafngilt Guðspjöllunum?

Tobbi (IP-tala skráð) 21.10.2015 kl. 14:57

4 Smámynd: Jens Guð

Elín,  hringurinn þrengist á þann hátt að flestir af 8 kennurum liggja ekki undir grun þegar betur er að gáð. 

Jens Guð, 21.10.2015 kl. 19:33

5 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  vissulega er hann grínari.  Góður í því.  

Jens Guð, 21.10.2015 kl. 19:34

6 Smámynd: Jens Guð

Tobbi,  já.  

Jens Guð, 21.10.2015 kl. 19:34

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er þessi nýja bók gefin til þeirra sem nenna að lesa hana, get ekki ímyndað mér að nokkur sála eyði fjármunum sínum í að kaupa bók sem Jón Gunnar Kristinsson hefur skrifað.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 22.10.2015 kl. 01:35

8 identicon

Ég myndi nú heldur velja aðrar nýjar bækur til að lesa, t.d. Ljóðasafn Gyrðis Elíassonar, nýja skáldsögu frá Ágústi Borgþóri Sverrissyni og nýja bók frá Jóni Kalmanni.

Stefán (IP-tala skráð) 22.10.2015 kl. 12:41

9 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  fyrri bækur Jons hafa selst vel og fengið góða dóma.  Ekki síst í Bandaríkjunum.  

Jens Guð, 22.10.2015 kl. 18:45

10 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  gott er að framboðið sé gott á þessum árstíma.  

Jens Guð, 22.10.2015 kl. 18:46

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hef ekki séð bækur Jóns Gunnars Kristinssonar í bókabúðum hér í Houston eða a lista best seldu bóka á lista New York Times.

Yfirleit er það nú að ef að bók fær góða dóma þá er hún auðséð í öllum bókabúðum og kemst á best seldu bækur listan hjá New York Times og þar með getur hver og einn dæmt um góðu dómana um bækur Jóns Gunnars Kristinssonar í USA, eða.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 24.10.2015 kl. 03:15

12 Smámynd: Jens Guð

Jóhann, þú ert í betri aðstöðu en ég til að vitna um stöðu bóka Jóns í Bandaríkjunum. Ég veit að þeim er að góðu getið á amazon.com og í einhverjum dagblöðum.  Kannski ekki bara bandarískum heldur enn fremur einnig breskum og þýskum.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/05/31/bok_jons_gnarr_a_toppnum_i_thyskalandi/

Jens Guð, 24.10.2015 kl. 20:16

13 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Gæti verið Jens, en ég hef ekki orðið var við þessar bækur hér.

Vona að þú njótir það sem er eftir af helginni.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 24.10.2015 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.