Eru óheiðarlegir glæpamenn á meðal vor?

  Á mínum uppvaxtarárum í Skagafirði fyrir hálfri öld og rúmlega það stóðu menn við orð sín.  Peningar og fleira var lánað.  Það þurfti ekki að útbúa neina pappíra þar um.  Orð stóðu.  Metnaður fólks lá í því að vera orðheldið.

  Nú er öldin önnur er Sveinbjörn stökk á stöng.  Viðskiptafélagar saka hvern annan um óheilindi.  Það er nýlunda.  Róbert Wessman gefur lítið fyrir viðskiptasiðferði Björgúlfs Thors. Vænir hann um að standa ekki skil á megni af sínum skuldum. Kennir honum um að hafa valdið bankahruni með tilheyrandi tjóni fyrir land og þjóð.  Það næstum því jaðrar við að hann vísi til hryðjuverkalaga sem Bretar settu á Íslendinga.

  Róbert ráðleggur Björgúlfi að skammast sín.  Það er til heldur mikils mælst.

  Björgúlfur sakar Róbert um að vera ljósfælinn hrægamm.  Það er dáldið gróft.  Silfurskottur eru ljósfælnar.  Og fleiri dýr.  Það er ekkert til að skammast sín fyrir.  Ljósið er ekki allra.

  Bjórgúlfur segist hafa verið nauðbeygður til að sparka Róberti út í hafsauga eftir að hann setti allt á hausinn sem hægt var að setja á hausinn.  Er það þó afrek út af fyrir sig. Hann hafi stungið undan digrum sjóðum sem hann nú geymi á földum stað og sæki í þegar í harðbakka slær.  Ég giska á Tortólaeyjar.  Veit samt ekkert hvar best er að geyma stolið góss þessa dagana.

  Fleiri eru sakaðir um afglöp og hugsanlega fáfræði.  Til að mynda Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður og meint "óþverraviðskipti hans",  svo og lífeyrissjóðir.  Þeir eru sagðir meta siðferði sitt á 5 - 10 milljónir króna.  Það er spottprís í stóra samhenginu.  Útsöluverð á siðferði.  

  Af hverju er allt í einu orðið svona erfitt að vera heiðarlegur?  Eitt sinn urðu menn af aurum apar.  Núna,  eða, þannig...

   

   


mbl.is „Björgólfur ætti að skammast sín“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Diddi Siggi

Mér finst líka að ÞJÓFURINN sem stelur vélahlutum á bæ í Ísafjarðardjúpi ætti að skammast sín kanski gerir hann það þegar ég birti mynd af honum úr öryggismyndavél á netinu og facebook, eða er ekki rétt að birta svona mynd þar sem hún mun lifa nánast að eilífu?

Diddi Siggi, 31.10.2015 kl. 23:23

2 identicon

Sá sem setur niður eina kartöflu að vori og uppsker fimm um haustið er bisnissmaður.  Sá sem fjárfestir í afleiðusamningi með framtíðaruppskeru kartöflubóndans sem undirliggjandi viðmið er braskari.  Hann ræktar ekkert og bætir engu við uppskeruna, bara hirðir ágóðann.  Ekki þjófur, en í besta falli afæta á vinnandi fólki.

Þeir sem fá ævilaun vinnandi fólks á einni viku með kaupum og sölu á pappírum eru afætur á vinnandi fólki, bæta engu við framleiðsluna.

Auðmannaleikurinn gengur út á að safna fjármunum.  Sá vinnur sem á mest þegar hann drepst - verði þeim að góðu.

Bjarni (IP-tala skráð) 31.10.2015 kl. 23:41

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bjarni ég gæti ekki orðað þetta betur.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2015 kl. 11:31

4 Smámynd: Jens Guð

Diddi,  þetta með vélahluti í Ísafjarðardjúpi er mér með öllu ókunnugt.  En gaman væri að sjá myndir.

Jens Guð, 1.11.2015 kl. 16:15

5 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  þú ferð á kostum í þessum lýsingum!

Jens Guð, 1.11.2015 kl. 16:15

6 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  ég tek undir með þér.

Jens Guð, 1.11.2015 kl. 16:16

7 identicon

Róbert Wessman er toppmaður sem mark er takandi á, en ég gef ekki túkall fyrir nokkuð sem frá Björgólfi Thor kemur, enda féll það epli ekki langt frá eikinni. 

Stefán (IP-tala skráð) 2.11.2015 kl. 08:16

8 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég gef ekki heldur túkall fyrir Björgúlf.  

Jens Guð, 2.11.2015 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.