Lætur rannsaka hvort að hann sé blökkumaður

  Frá því að Tom Jones skreið upp úr kolanámu í Wales á sjöunda áratugnum og tók lagið hefur hann legið undir grun um að vera blökkumaður.  Hann hefur eðlilega ekkert verið ósáttur við það. Samt án þess að finna því stað í ættarskrá sinni.  

  Sterk söngrödd hans hefur ætíð þótt vera mjög svört.  Hann hefur jafnframt sótt í blökkumannatónlist allt frá sálarpoppi til blús.  Hann upplifir sig eins og heimagang í söngvum blökkumanna á borð við Prince og Leadbelly.  Hörundslitur hans er dökkur á breskan mælikvarða.  Hárið krullað.  Andlitsfallið líkt Doddssyni.

  Eftir að hafa náð miklum vinsældum í Bretlandi og Evrópu náði Tom inn á bandaríska markaðinn. Í þarlendum fjölmiðlum var iðulega gengið út frá því sem vísu að hann væri blökkumaður.  

  Nú hefur hann sjálfur afráðið að komast að sannleikanum um uppruna sinn.  Hann hefur farið fram á DNA rannsókn til að fá þetta á hreint.  Blökkumenn hafa verið fágætir gestir í Wales. Vitað er að þeir fáu sem áttu leið um nutu kvenhylli.  Það var engu að siður í leynum.  

  Tom býður spenntur eftir niðurstöðu DNA rannsóknar.  Vonast - frekar en hitt - eftir því að hún staðfesti að hann sé blökkumaður.  

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að Tom Jones sé frekar svona dökkur eftir kolanámurnar. Sumir hafa líka haldið því fram að Gylfi Ægisson sé ættaður frá Asíu út af því hvað hann er mjóróma og skrækur, en það finnst mér nú vera óvirðing við það elskulega fólk sem kemur frá Asíu og gleður okkur með góðum mat og almenniegheitum.   

Stefán (IP-tala skráð) 3.11.2015 kl. 08:12

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kanski hefur "surtur" laumað sér inn í feðralínuna hjá Jones, eins og hjá Doddsyni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.11.2015 kl. 12:34

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Af hverju spurði hann ekki mömmu sína kiss

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2015 kl. 18:53

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  góður!

Jens Guð, 3.11.2015 kl. 21:12

5 Smámynd: Jens Guð

Axel Jóhann,  það er einn möguleikinn.

Jens Guð, 3.11.2015 kl. 21:12

6 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  mamma hans ku hafa fengið spurningar vegna þess að hún er að hluta til dökk á hörund.  Að mér skilst með dökka flekki um líkamann.  Spurningum hefur því verið beint að ömmunni sem er ekki lengur til frásagnar.  

Jens Guð, 3.11.2015 kl. 21:16

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hann er miklu frekar rómverskur eða grískur í útliti. Rómverjar ríkjum á svæðinu í tæp 400 ár, frá árinu 43 til 410.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2015 kl. 22:08

8 Smámynd: Jens Guð

Gunnar Th.,, takk fyrir þennan fróðleiksmola.

Jens Guð, 4.11.2015 kl. 07:55

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Amma gamla úti á lífiun hahaha.  Annars getur svona erfst eftir nokkra ættliði eins og kom upp í BNA þegar kona fæddi svart barn  og þegar farið var að rannsaka málið kom í ljós að sjá ættliðum fyrr hafði blökkumaður "þræll" komið við sögu fjölskyldunnar.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2015 kl. 10:57

10 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  það er víst tilfellið að tiltekin gen forfeðra geta óvænt skotið upp kolli eftir marga ættliði.  Ekki aðeins varðandi húðlit.  Líka hárlit og tiltekna eiginleika.  Mig minnir að ég hafi áður rifjað upp þegar nokkrir jafnaldrar mínir og skólabræður tóku sig til og endurhlóðu svokallaða biskupslaug á Reykjum í Hjaltadal.  Fljótlega kom í ljós að einn þeirra hlóð eins og fagmaður.  Verkið lék í höndum hans.  Svo léttilega að hinir stóðu verkefnalausir hjá til að vera ekki fyrir.

  Án þess að hleðslusnillingurinn hefði hugmynd um þá kom í ljós að langafi hans hafði verið atvinnuhleðslumaður.       

Jens Guð, 5.11.2015 kl. 17:51

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábært.  Þetta erfist allt meira og minna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2015 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.