Lífstíll skiptir öllu máli

  Svissneskir karlar lifa lengur en aðrir karlar.  Íslendingar eru í hópi langlífustu þjóða.  Mataræði skiptir máli í mögulega langri ævi.  Óhollur matur,  sykur og hvítt hveiti skerða lífsgæði og ævilengd.  Eiturlyfjaneysla og keðjureykingar líka.  Einnig lífstíll að öðru leyti,  svo sem hreyfingarleysi og flótti frá sólarljósi.  

  Þetta er mismunandi á milli þjóða.  Í Bandaríkjum Norður-Ameríku er lífshættulegt að verða á vegi lögreglu.  Samskipti við hana kosta hátt á annað þúsund manns lífið á ári.  Góður fjöldi til viðbótar á um sárt að binda eftir að hafa orðið á vegi lögreglunnar.  Menn auka lífsgæði sín og lífslíkur með því að forðast lögregluna,  hermenn og þess háttar.  


mbl.is Þúsund látist af völdum lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver ætli meðalaldurinn sé í Sýrlandi og nálægum múslimalöndum ?

Stefán (IP-tala skráð) 18.11.2015 kl. 08:05

2 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég veit það ekki.  Líklega hefur ævilengd fólks á þessu svæði lækkað á síðustu árum.  

Jens Guð, 18.11.2015 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband