Karlinn sem reddar hlutunum

  Þúsund þjala smiðurinn er ómissandi í hverju þorpi;  þessi sem reddar hlutunum snöfurlega.  Enginn hlutur er svo bilaður að reddarinn kippi honum ekki í lag á mínútunnni.  Hann þarf ekki annað en skima í kringum sig eitt augnablik til að koma auga á nothæfan varahlut.

  Heimafyrir bera flestir hlutir þess merki að reddarinn hafi farið um þá höndum.  Þegar pulla í sófasettinu ónýtist kemur eldhússtóll að góðum notum.

kallinn sem reddar sófasettinu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   Veggklukkan fellur í gólfið og brotnar.  Þá er minnsta málið að teygja sig í vélritunarblað og tússpenna.  Klukkan er sem ný. 

kallinn sem reddar veggklukku

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Slökkvitækið í sameigninni tæmist.  Vatnsflaska gerir sama gagn.

kallinn sem reddar slökkvitæki

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Hliðarspegillinn á fína jeppanum brotnar.  Þá er gott að eiga handspegil og límband.

kallinn sem reddar hliðarspegli

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Reddarinn klikkar ekki og frábært að fá hann aftur!

Sigurður I B Guðmundsson, 18.11.2015 kl. 19:32

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  reddarinn fer aldrei langt frá okkur.  Hann dúkkar upp aftur og aftur.  Enda sér hvergi fyrir enda á hugmyndaflugi hans og útsjónarsemi.

Jens Guð, 19.11.2015 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.