Gríðarlega spennandi tækifæri

ylverið í straumsvík

 

  Í Hafnarfirði ríkir mikil gleði og tilhlökkun vegna yfirvofandi endanlegrar lokunar Álversins í Straumsvík.  Þarna opnast ótal möguleikar fyrir spennandi verkefni.  Kiddi kanína - oft kenndur við Hljómalind - og félagar hans í Menningar- og listafjelagi Hafnarfjarðar eru komnir á flug.  

  Meðal hugmynda sem fleygt hefur verið fram er að breyta svæðinu í Ylverið í Straumsvík,  The Green Lagoon.  Þar yrði í Edengörðum ræktað grænmeti af öllu tagi.  Einnig fræ,  ávextir,  baunir,  hnetur og svo framvegis.  Þar á milli verður glæsihótel með heitum inni- og útisundlaugum, til viðbótar heimsins bestu aðstöðu til sjósunds. Nóg af ódýru niðurgreiddu rafmagni.

  Í Straumsvík er góð hafnaraðstaða.  Þarna verður heitasti áfangastaður skemmtiferðaskipa hvaðanæva úr heiminum.  Staðsetningin er frábær þarna í útjaðri höfuðborgarinnar;  Bláa lónið og flugstöðina í Sandgerði nánast í göngufæri.  Áhugaverð og sérstæð náttúra í hlaðvarpanum.  Álfar í hverjum hól og vel klætt huldufólk sem leikur við hvurn sinn fingur. 


mbl.is „Ákaflega sérstakt“ ef álverið lokar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli Kiddi kanína og félagar bjóði Rannveigu Rist vinnu við tiltektir, fag sem hún virðist vera sérfræðingur í, eða ekki ?

Stefán (IP-tala skráð) 25.11.2015 kl. 11:46

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ál-far var það ekki, þó mér sýndist það fyrst. Álfar voru það heillin.

Sæmundur Bjarnason, 25.11.2015 kl. 11:56

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þarna er um marga skemmtilega kosti að ræða.  Sæmundur þetta verður sannarlega Ál-far sem verður eytt :)

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2015 kl. 13:52

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Bráðskemmtilegt hjá listamanninum

Halldór Jónsson, 25.11.2015 kl. 21:07

5 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég þekki ekki til tiltektarhæfileika Rannveigar.  

Jens Guð, 26.11.2015 kl. 08:09

6 Smámynd: Jens Guð

Sæmundur,  þetta er skemmtilegur orðaleikur í þessu samhengi.

Jens Guð, 26.11.2015 kl. 08:10

7 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  svo sannarlega.

Jens Guð, 26.11.2015 kl. 08:10

8 Smámynd: Jens Guð

Halldór,  ég tek undir það.

Jens Guð, 26.11.2015 kl. 08:13

9 identicon

Breyta þessu í maríjuana-verksmiðju.. til útflutnings á meðan það er bannað að nota hér heima :)

DoctorE (IP-tala skráð) 27.11.2015 kl. 10:36

10 Smámynd: Jens Guð

DoctorE,  frábær tillaga.  Verkefnið gæti meira að segja fengið nýsköpunarstyrk,  sbr. gróðurhúsið í Svarfaðardal.

Jens Guð, 27.11.2015 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband