Íslenskir launţegar eru ofdekrađir

  "Tölur ljúga ekki," sagđi vinnufélagi minn í álverinu í Straumsvík ţegar taliđ barst ađ helför gyđinga á tímum nasista í Ţýskalandi.  Hann var nasisti og veifađi pappírum sem sýndu ađ gyđingum fćkkađi lítiđ sem ekkert á árum seinni heimsstyrjaldarinnar.  

  Ţetta var á fyrri hluta áttunda áratugarins.  Löngu fyrir daga tölvu,  internets og wikipedíu.  

  Í dag er auđvelt ađ fletta upp á netsíđum og kanna áreiđanleika ýmissa fullyrđinga.  Gleypa ţćr hráar eđa kafa dýpra í dćmiđ.  Allt eftir ţví hverju menn vilja trúa.

  Á netsíđu fjármálaráđuneytisins er upplýst ađ laun á Íslandi séu ţau hćstu í heimi.  Sem dćmi er tekiđ ađ lćknar á Íslandi séu međ hálfa ađra milljón í mánađarlaun.  Á sama tíma lepji lćknar í nágrannalöndum dauđa úr skel. Međ herkjum nái ţeir ađ nurla saman launum sem í besta falli eru ţriđjungi lćgri.  Annađ eftir ţví. Íslenskt heilbrigđiskerfi ku vera ţađ besta í heimi.  Til samanburđar er heilbrigđiskerfiđ í Albaníu ţađ versta í samanlagđri Evrópu og Asíu.  Mörgum ljósárum á undan eđa eftir ţví íslenska (eftir ţví hvort átt er viđ sjúklinga eđa fjárfesta).

  Gott ef satt er.  Ég veit ekkert um ţetta.  Hinsvegar ţekki ég marga Íslendinga sem nýveriđ hafa flutt frá Íslandi til hinna Norđurlanda.  Ţeir halda ţví fram ađ ţeir eigi í fyrsta skipti á ćvinni afgang í seđlaveskinu um mánađarmót.  Ţeir kaupi sér húsnćđi og lán lćkki viđ hverja afborgun.  Ţeir kaupa sér bíla og hafa ţađ óvćnt gott fjárhagslega.  Tölur ljúga ekki.  En einhver lýgur.

 


mbl.is Hćstu launin á Íslandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ er mikill landflótti frá Íslandi núna, einfaldlega vegna ţess ađ grasiđ er grćnna hinumegin. Hins vegar hífir yfirstéttin á Íslandi međallaun verulega upp, t.d. alţingismenn, ráđherrar og starfsólk Fjármálaráđuneytis. Slíkt fólk lifir í vellystingum á kostnađ ellilífeyrisţega, öryrkja og leigjenda sem eru hornrekur í samfálaginu.

Stefán (IP-tala skráđ) 14.12.2015 kl. 08:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.