14.12.2015 | 10:52
Þarf að endurskoða reglur MMA?
Áflog í MMA (mixed martial arts) eru góð skemmtun. Þar tuskast hraustir menn. Sjálfviljugir. Þeir eru valdir saman sem jafningjar. Eða því sem næst. Fyrir bragðið getur glíman orðið verulega spennandi. Það getur munað dagsforminu einu hvor nær yfirhönd í atinu áður en upp er staðið.
Eitt er pínulítið truflandi við MMA. Það er þessi árátta margra að berja keppinautinn í höfuðið. Aftur og aftur. Jafnvel yfir 140 sinnum í einum bardaga. Þó að ég hafi unnið í Sláturhúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar þá þykir mér óþægilegt að horfa á blóðugt andlit. Ekki síst þegar haldið er áfram að lemja í það í heilar þrjár lotur. Það er spurning hvort að ástæða sé til að endurskoða reglur í MMA. Einkum í þá átt að draga úr höfuðhöggum. Gott skref væri að leyfa keppendum að bera íslenska prjónahúfu til að verja heilasvæðið.
Öll þekkjum við einstaklinga sem stunduðu barsmíðar með hnúum og hnefum í götubardögum á unglingsárum. Eða öllu heldur kýldu og spörkuðu á skemmtistöðum. Á dansleikjum og hljómleikum. Þeir sem sóttu stífast í atið búa í dag við áberandi CTE heilabilun.
Einkennin eru hvimleið: Árásagjörn hegðun, stuttur kveikjuþráður, hvatvísi, dómgreindarskortur, rangar ákvarðanir, rugl, minnisgloppur, kvíði og þunglyndi.
Heilabilun afleiðing höfuðhögga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Lífstíll, Spil og leikir | Breytt 4.11.2016 kl. 17:13 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 1
- Sl. sólarhring: 91
- Sl. viku: 1426
- Frá upphafi: 4118993
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1092
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Þetta er kannski hómófóbía í mér, en mér finnst frekar óþægilegt að sjá sveitta, blóðuga karlmenn í faðmlögum. En hvað veit ég? Margir fíla þetta og Bubbi segir að þessi íþrótt sé öruggari en hestamennska.
Wilhelm Emilsson, 14.12.2015 kl. 11:25
Það er kannski líka orðið tímabært að endurskoða jólin. Fólk tekur að jafnaði hraustlega til matar síns á þessum árstíma. Ekki hvað síst feitt fólk. Þetta veldur óþarfa álagi á heilbrigðiskerfið sem má ekki við miklu. Það mætti t.d. endurskoða opnunartíma verslana eða hefta aðgengi fólks að feitmeti.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.12.2015 kl. 13:31
Bubba er ansi margt til lista lagt og hann er framúrskarandi góður skemmtikraftur,en hann er ekki læknir.
Sigurdur V. Gudjonsson (IP-tala skráð) 14.12.2015 kl. 13:41
Svo þarf að banna kaldhæðni, Elín. Hún er stórhættuleg :)
Rétt er það, Sigurður.
Wilhelm Emilsson, 14.12.2015 kl. 13:54
Mér finnst kaldhæðnislegt að heilbrigðisstéttin hafi áhyggjur af þeim sem stunda íþróttir. Þetta er stórhættuleg stétt :)
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/04/06/sprautufiklarnir_skipta_hundrudum/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.12.2015 kl. 14:36
Bubbi var alræmdur slagsmálahundur á árunum um og upp úr 1980. Ég sá hann t.d. slást upp á sviði við félaga sína í Utangarðsmönnum og jafnvel við gesti úti í sal. Hann kann svo sannarlega að slá og bíta frá sér kappinn kokhrausti.
Stefán (IP-tala skráð) 14.12.2015 kl. 15:40
Hafði þessi spekingur í höfuðhöggum engar áhyggjur þagar það var Gunni sem lamdi mann síðast í klessu? Eða er hún bara að uppgvöta þetta núna þegar Gunni tapar? Gef ekki mikið fyrir manneskju með svona viðhorf. Annars er þetta bara karlmannsíþrótt og menn ráða hvort þeir fara í þetta eða ekki. þetta getur verið ættulegt en við þurfum engan " sérfræðing" til að fræða okkur um það. þessar kellingar geta bara horft á keilu og látið okkur hin í friði.
ólafur (IP-tala skráð) 14.12.2015 kl. 15:56
Sæll Wilhelm,
Bandarískur fótbolti er með hættulegustu íþróttagreinum hér í Bandaríkjunum. Önnur íþrótt sem er stórhættuleg en flestir leiða algjörlega hjá sér eru klappstýrur (cheerleading) Í báðum þessum íþróttagreinum verða mörg mjög slæm slys. Undanfarin ár hefur verið mikil umfjöllun í Kanada um íshokkí í skólum.
Það er eitt þegar fullorðið fólk tekur þátt í hættulegum íþróttum, það er allt annar handleggur þegar 10 ára krakkar eru slegnir út í fótbolta eða íshokkí, stundum trekk í trekk. Hvað fullorða fólkið varðar er sennilega minna um heilaskemmdir en ella, því það er ekki mikið að skemma...
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 14.12.2015 kl. 16:28
Wilhelm (#1), allflestir strákar hafa í aldir tuskast á svipaðan hátt við jafnaldra sína 1000 sinnum - án þess að nokkrum detti í hug samkynhneigð. Strákar reyna sig. Það er forritað í genin.
Ég var alinn upp innan um hesta í Skagafirði. Allt morandi í hestum. Ég þekki mörg dæmi þess að menn hafi slasast illilega í viðureign við hesta. Í sumum tilfellum átt um bágt að stríða til æviloka. Ég man eftir einu dauðsfalli.
Jens Guð, 14.12.2015 kl. 18:38
Elín (#2), það má endurskoða margt við sólrisuhátíðina miklu, jólin. Alveg frá dögum heiðni gerðu menn vel við sig í mat og drykk á meðan þeir fögnuðu hátíð ljóss og friðar. En það er þörf á að henda bullinu um jólaköttinn. Kaþólikkar tróðu honum inn í jólahald fyrir örfáum öldum. Aðeins af illgirni til að hræða börn.
Jens Guð, 14.12.2015 kl. 18:50
Sigurður, ég hygg að það sé rétt hjá þér; að Bubbi sé ekki læknir.
Jens Guð, 14.12.2015 kl. 18:51
Það er margt hættulegt í þessum heimi. Og margskonar slys sem geta hent í leik og starfi. En ef mér er heimilt að drepa mótherjann þá er það ekki íþrótt.
Jós.T. (IP-tala skráð) 15.12.2015 kl. 01:21
Takk kærlega fyrir svarið, Jens.
Wilhelm Emilsson, 15.12.2015 kl. 02:32
Bubbi er víst læknir.
Hann er bara ekkert að flagga því.
Grrr (IP-tala skráð) 15.12.2015 kl. 08:22
Stefán, vonandi meiddi sig enginn.
Jens Guð, 15.12.2015 kl. 09:15
Ólafur, þetta er góð uppástunga með keiluna.
Jens Guð, 15.12.2015 kl. 09:16
Jós.T., ég mæli gegn því að þú drepir mótherjann.
Jens Guð, 15.12.2015 kl. 09:22
Grrr, takk fyrir fróðleiksmolann.
Jens Guð, 15.12.2015 kl. 09:22
Ég held að Frussi utanríkisráðherra vilji pönkast á Björk.
Stefán (IP-tala skráð) 15.12.2015 kl. 13:51
Persónulega er ég ekki mikið fyrir íþróttir almennt, jafnvel þó þær gangi út á blóðsúthellingar og höfuðhögg.
Hitt er svo annað að það mætti vera meira úrval af þeim til umfjöllunar. Eina ástæðan fyrir að við heyrum nokkuð af þessum MMA gaurum er að einn þeirra er ´slndingur - sem aftur vekur hjá mér grun um að sportið falli í gleymzku um leið og hann hættir.
Og hvað þá? Golf?
Ásgrímur Hartmannsson, 15.12.2015 kl. 21:51
Stefán (#19), Jón Gunnarsson líka.
Jens Guð, 16.12.2015 kl. 09:12
Ásgrímur, það er áreiðanega rétt hjá þér að Íslendingar myndu varla vita af MMA ef ekki væri fyrir árangur Gunnars.
Jens Guð, 16.12.2015 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.