Alþingismenn eru að reyna að taka sig á

  Á síðustu árum hafa alþingismenn reynt að taka sig á.  Þeir hafa reynt að draga úr áfengisneyslu á vinnustað.  Það ber að virða.  En þetta er erfitt.  Freistingar kalla á hverju húshorni.  Alþingi er umkringt vínveitingahúsum.  Það er eðlilegt.  Þar blómstra viðskiptin mest og best.  Þetta er keðjuverkun.  

  Betur hefur gengið í baráttunni við sniffið.  Við bankahrunið 2008 varð einnig hrun á því.  Þar var um keðjuverkun að ræða.  Framboð dróst saman.  Banksterarnir í stuðningsmanna- og vinahópnum hættu að bjóða hægri vinstri.  Einnig hafði uppstokkun í þingliði vorið 2009 töluvert að segja.  En þetta er snúið.  Venjuleg manneskja getur eiginlega ekki verið allsgáð í Alþingishúsinu.  

 


mbl.is „Svona áburður er óþolandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framsóknarmenn fussa og frussa, fullir sem ófullir, sé ekki mun á þeim.

Stefán (IP-tala skráð) 17.12.2015 kl. 15:27

2 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  það er skrítin framkoma.

Jens Guð, 18.12.2015 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband