Upptaka á verðmætum flóttamanna og hælisleitenda

  10. desember var lagt fram á danska þinginu frumvarp.  Það snýst um heimild til að skoða og skilgreina eignir flóttamanna og hælisleitenda.  Jafnframat um að gera megi verðmæti þeirra upptæk.  Rökin eru þau að verðmætin verði metin sem greiðsla upp í kostnað danska samfélagasins við að hýsa þetta fólk.  Það er að segja þangað til það er farið að vinna fyrir sér í Danmörku og leggja skerf til samfélagsins.  Rannsóknir unnar í nágrannalöndum sýna að á örfáum árum eru innflytjendur farnir að leggja meira til samfélagsins en þeir þiggja.  

  En eitthvað þarf til að brúa bilið þangað til.  Um það snýst frumvarpið.  Spurning er hvað langt á að ganga.  Sumir túlka þetta sem upptöku á öllum verðmætum.  Aðrir túlka það sem upptöku á skartgripum, demöntum og þess háttar.  Ekki upptöku á peningaseðlum,  fatnaði og bókum.  Enn aðrir velta fyrir sér upptöku á gullfyllingum í tönnum.  Sýnist þar sitt hverjum.

   Eftirskrift þessu óviðkomandi:  Vegna umræðu um vímuefnameyslu íslenskra alþingismanna - sem fer jafnan úr skorðum í desember:  Í húsakynnum danska þingsins er bar.  Þar er stöðug traffík.  Þingmenn standa í halarófu.  Þeir kaupa margfaldan skammt þegar röð kemur að þeim.  Til að þurfa ekki aftur í röðina fyrr en eftir klukkutíma.  Danskir þingmenn eru almennt "ligeglad".  Íslendingur spurði hvort að þingmenn sem sniðgangi barinn séu litnir hornauga.  Svarið:  "Það hefur ekki reynt á það."

 


mbl.is Vilja leggja hald á verðmæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Syrian Girl: 8 Reasons Why The NWO Hates Syria!

http://beforeitsnews.com/new-world-order/2015/12/syrian-girl-8-reasons-why-the-nwo-hates-syria-5626.html

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 18.12.2015 kl. 20:52

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Séríslensk hófleg neysla á löglegum vökva? Hvað hefur ruglast í "réttlætinu" kerfissvíkjandi?

Löglega seldur vökvinn, eða svikinn og löglega vökvaður talsmaður löggjafa-þingsins?

Þetta er víst orðið frekar vandræðalegt, svo ekki sé meira sagt?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.12.2015 kl. 21:25

3 identicon

Upplýsing frá Svíðjóð herma að liðlega helmingur innflytjenda

sé í launaðri vinnu. Laun þeirra eru um 40% undir meðaltalslaunum.

Það teku að meðaltali 7 ár fyrir innflytjanda að komast í vinnu.

Vinnumarkaðurinn hér í Svíþjóð er allt öðruvísi en á Íslandi.

Að auki sækjast þeir eftir að fá fjölskyldu sína til sín ,gjarnan

einnig eldri foreldra sem allt sest síðan á bótakerfið.

Ég sé ekki að þetta fólk skili miklum ábata til samfélagsinns.

Ástæðan fyrir þessar örlátu innflytjendastefnu er að koma upp nútíma þrælahaldi og þar með halda niðriri launum í landinu.

Páll Kaj Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.12.2015 kl. 22:43

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég hef reynt að benda á þessa þrælastefnu Evrópu í mörg ár, og fengið að heyra að ég væri þröngsýnn einangrunarsinni, sem ekki skilji nútímalegt "siðmenntað" stjórnleysi.

Það er rétt að ég skil ekki verkferlana hjá heimsyfirvöldunum.

En það hefur þótt réttlætanlegt að hæðast endalaust að þeim sem hafa af einlæglega upplýstum heiðaleika reynt að benda á staðreyndir.

En fjölmiðlar hafa þá verið sendir út á öskrandi fjölmiðladeildirnar með hatursspjótin á lofti, til að þagga niður í þeim sem raunverulega vilja vel með sínum orðum. Öllum hefur verið att gegn öllum af fjölmiðlum, til að skapa sundrungu og ófrið?

Öllum fjölmiðlum hefur verið sigað a alla!!!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.12.2015 kl. 22:57

5 identicon

Hvernig fannst þér jólamaturinn í Húsasmijunni Jens? Sá þig koma með sælubos á vör þaðan og vel mettur?

Geiri (IP-tala skráð) 19.12.2015 kl. 14:52

6 Smámynd: Jens Guð

Helgi,  takk fyrir ábendinguna.

Jens Guð, 19.12.2015 kl. 21:07

7 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður (#2),  þetta er áhugaverð pæling.  

Jens Guð, 19.12.2015 kl. 21:08

8 Smámynd: Jens Guð

Páll Kaj,  takk yfir upplýsingarnar.

Jens Guð, 19.12.2015 kl. 21:09

9 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður (#4),  þú kemur alltaf með áhugaverða fleti á málinu.

Jens Guð, 19.12.2015 kl. 21:10

10 Smámynd: Jens Guð

Geiri,  þennan dag var jólahlaðborðið á 990 kall.  Vel þess virði.

Jens Guð, 19.12.2015 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.