Íslensk tónlist í Alicante

  Á árum áđur var fátt skemmtilegra í utanlandsferđ en kíkja í plötubúđ.  Alltaf fundust ţar spennandi plötur.  Einhverjar sem hvergi höfđu náđ inn á vinsćldalista og fengust ekki í íslenskum plötubúđum.  Eđa ţá ađ í útlendu plötubúđunum voru íslenskar plötur sem fáir vissu um ađ vćru ţar.  Til ađ mynda rakst ég á plötuna Saga rokksins međ Ham í plötubúđ í Prag í Tékklandi í lok síđustu aldar.  

  Nú er öldin önnur.  Í dag eru sjaldgćfar plötur keyptar á netinu.  Útlenskar plötubúđir eru fátćklegar.  Ţar fást eiginlega einungis plötur sem náđ hafa toppsćtum á vinsćldalistum í bland viđ plötur stćrstu nafna poppsögunnar.  Ţađ er í ađra röndina niđurdrepandi ađ heimsćkja ţessar búđir.  Í hina röndina er forvitnilegt ađ vita hvađa íslenskar plötur fást í ţeim.

  Í Alicante fann ég tvćr plötubúđir.  Báđar stađsettar inni í raftćkjaverslun í sitthvorri verslunarmiđstöđinni.  Dálítiđ eins og ađ vera í Elko.  Báđar búđirnar voru međ sömu íslensku plöturnar:  Fjölda titla međ Björk og nokkra međ Sigur Rós.  Einnig Grey Tickles, Black Pressure međ John Grant,  svo og Circe međ Hilmari Erni Hilmarssyni, allsherjargođa Ásatrúarfélagsins,  Georgi og Kjartani Hólm og Orra Páli.  

hilmar örn

.   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband