Íslensk tónlist í Alicante

  Á árum áður var fátt skemmtilegra í utanlandsferð en kíkja í plötubúð.  Alltaf fundust þar spennandi plötur.  Einhverjar sem hvergi höfðu náð inn á vinsældalista og fengust ekki í íslenskum plötubúðum.  Eða þá að í útlendu plötubúðunum voru íslenskar plötur sem fáir vissu um að væru þar.  Til að mynda rakst ég á plötuna Saga rokksins með Ham í plötubúð í Prag í Tékklandi í lok síðustu aldar.  

  Nú er öldin önnur.  Í dag eru sjaldgæfar plötur keyptar á netinu.  Útlenskar plötubúðir eru fátæklegar.  Þar fást eiginlega einungis plötur sem náð hafa toppsætum á vinsældalistum í bland við plötur stærstu nafna poppsögunnar.  Það er í aðra röndina niðurdrepandi að heimsækja þessar búðir.  Í hina röndina er forvitnilegt að vita hvaða íslenskar plötur fást í þeim.

  Í Alicante fann ég tvær plötubúðir.  Báðar staðsettar inni í raftækjaverslun í sitthvorri verslunarmiðstöðinni.  Dálítið eins og að vera í Elko.  Báðar búðirnar voru með sömu íslensku plöturnar:  Fjölda titla með Björk og nokkra með Sigur Rós.  Einnig Grey Tickles, Black Pressure með John Grant,  svo og Circe með Hilmari Erni Hilmarssyni, allsherjargoða Ásatrúarfélagsins,  Georgi og Kjartani Hólm og Orra Páli.  

hilmar örn

.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband