Hvert skal halda 2016?

  Breska dagblaðið Daily Mail hefur tekið saman lista yfir heitustu staðina til að heimsækja 2016.  Heitustu í merkingunni girnilegustu,  ætla ég.  Listinn spannar tíu staði.  Hver um sig er kynntur með fögrum orðum.  Sannfærandi rök eru færð fyrir veru þeirra á listanum.   Það er ekki gert upp á milli áfangastaða í uppröðun í sæti.   

  Að sjálfsögðu trónir Ísland á listanum.  Fyrirsögnin er Iceland´s Warm Front (Íslands heita framhlið).  Landinu er lýst sem afar framandi undri.  Þar megi finna staði sem gefi þá upplifun að maður sé staddur á tunglinu.   Höfuðborgin,  Reykjavík,  sé umkringd töfrandi fossum,  jöklum,  eldfjöllum og norðurljósum.  

  Mælt er með því að ferðamenn tjaldi úti í íslenskri náttúru.  Þeir skuli þó einnig gefa sér góðan tíma til að ræða við innfædda.  Viðhorf Íslendinga til lífsins og tilverunnar séu "ja,  öðruvísi" (well,  different).  

  Vísað er á tilboðsferð til Íslands með Easy Jet.  Flug og vikudvöl á 3ja stjörnu Bed & Breakfast kosti rösklega 77 þúsund kall (412 pund).  Það er assgoti girnilegur pakki.  Geta Wow og Icelandair ekki boðið betur?

  Daily Mail klikkar á að nefna goshverina,  álfabyggðir og Bláa lónið.  Alveg á sama hátt og í annars ágætu myndbandi,  Inspired by Iceland,  vantar sárlega álfa og norðurljós.   

  Hinir staðirnir sem Daily Mail mæla með eru:  Noregur,  Þýskaland,  Bali,  Sri Lanka,  Ibiza,  Perú,  Verona,  Mozambik og Bequia.  Enginn jafn spennandi og Ísland.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Það eru mjög vinsælir þættir á ITV 1 í Bretlandi sem heita Good Morning Britain og Lorraine. Saumklúbbur með 8 eða 10 konum unnu ferð til Íslands frá þessum þáttum. Svo hefur verið fyllst með þeim á Íslandi og er mikið grín og gleði þar ríkjandi. En eitt er þó mjög áberandi. Þær segja mikið: Super cold alveg sama hvar þær eru!!

Sigurður I B Guðmundsson, 11.1.2016 kl. 20:24

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  breskar konur eru kuldaskræfur.

Jens Guð, 13.1.2016 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband