Þorir þú að kaupa bíl af þessum manni?

páfabíll

  Þannig er oft spurt þegar heiðarleiki og trúverðugheit einhvers eru til umræðu.  Nú er spurt svona að gefnu tilefni.  Fíat páfans er til sölu þessa dagana.  Um er að ræða smábílinn Fiat 500L.  Hann er skráður á götu 2015 og nánast ekkert keyrður;  bara í rólegheita vikurúnt um New York,  Fíladelfíu og Washington DC.  Hvorki hefur verið reykspólað á bílnum né brunað á ofsaakstri yfir hraðahindranir.

  Fullyrt er að páfi hafi gengið vel um bílinn.  Hvorki reykt inni í honum né djammað að ráði.   

  Númerið er SCV 1.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Kemur fram hvort hann er fram eða afturhjóladrifinn?

Halldór Egill Guðnason, 29.1.2016 kl. 18:25

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Fylgir syndarlausn með???

Sigurður I B Guðmundsson, 29.1.2016 kl. 22:02

3 identicon

Ég mundi umsvifalaust kaupa af kallinum ef þetta væri Suzuki Jimny með reykelsislykt.

Skarfurinn.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 30.1.2016 kl. 07:19

4 Smámynd: Jens Guð

Halldór Egill,  hann er framhjóladrifinn.  

Jens Guð, 30.1.2016 kl. 13:52

5 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  nei.  En það er hægt að kaupa fyrir lítinn pening syndalausn hjá Snorra Ásmundssyni myndlistamanni.   

Jens Guð, 30.1.2016 kl. 13:54

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind,  það má græja þetta með reykelsislyktina.  Erfiðara er að breyta Fiatnum í Suzuki.

Jens Guð, 30.1.2016 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband