Einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa spurt að þessu í ræðustól Alþingis. Von er að þeir spyrji. Spurningin verður alltaf áleitin í kjölfar úthlutunar Listamannalauna. Það er gott að henni sé velt upp sem oftast. Það veitir aðhald.
Fyrir mörgum árum leiddi skoðun í ljós að yfir 70% af ferðamannaiðnaði í Jamaíka má rekja til reggea-söngvarans Bobs Marleys. Forvitnilegt væri að kanna hvað hátt hlutfall af brattri aukningu á ferðamönnum til Íslands megi rekja til heimsfrægðar Bjarkar, Sigur Rósar, Of Monsters And Men, Emilíönu Torríni, Jóhanns Jóhannssonar, Hilmars Arnar Hilmarssonar, Mezzoforte, Ólafs Arnalds og fleiri.
Nú hefur dæmið verið skoðað og reiknað út í litlu hafnarborginni Liverpool í Englandi. Niðurstaðan er sú að fjögurra manna rokkhljómsveit, Bítlarnir, standi á bak við 2335 stöðugildi í Liverpool. Bein störf. Ekki afleidd. Íbúafjöldi Liverpool er um 450 þúsund. Þetta jafngildir því að 1728 störf á Íslandi séu vegna heimsfrægra íslenskra tónlistarmanna.
Árlegar beinar tekjur Liverpool af Bítlunum eru 82 milljónir punda x 141 = hálfur 12. milljarður ísl.kr.
Það merkilega er að Bítlarnir störfuðu aðeins til ársins 1969. Í sex ár. Frá 1963. Þar af voru þeir í Liverpool aðeins í blábyrjun. En hljómsveitin er ennþá að dæla háum upphæðum inn í hagkerfi litlu hafnarborgarinnar í Englandi. Hvers vegna gátu Bítlarnir ekki fengið sér venjulega vinnu eins og annað fólk?
Þeir hefðu getað keypt 26 milljarða króna hlut í Borgun á 2,2 milljarða. Þeir hefðu getað keypt af Landsbankanum á einn milljarð land sem Landsbankinn keypti nokkrum dögum áður á 2 milljarða.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ljóð, Menning og listir, Viðskipti og fjármál | Breytt 1.12.2016 kl. 17:24 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 1028
- Frá upphafi: 4111553
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Hvaða þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa spurt að þessu í ræðustól Alþingis? Von er að ég spyrji, flestir listamenn eru nefnilega í venjulegri vinnu eins og annað fólk. Og þeir sem eru á listamannalaunum eru ekki endilega þeir sem eru atvinnulausir.
Því miður er engin réttlæting fyrir listamannalaunum sem stenst skoðun og engin rök sem halda vatni. Við eigum afreksfólk á ýmsum sviðum sem ekki eru á framfæri ríkisins. Fólk sem flytur hingað fleiri ferðamenn en komu vegna Bjarkar og forstjóra fyrirtækja sem hafa skapað okkur meiri tekjur en listsköpun síðustu 1000 ára. Íþróttamenn á heimsmælikvarða, jafnvel heimsmeistara og höfunda hugbúnaðar sem er notaður af fleiri en hlusta á Íslenska tónlist. Enginn á ríkisspenanum. Hvað gerir listamenn svo auma að þeir þurfi sérstakt aumingjaframlag úr ríkissjóði?
Gústi (IP-tala skráð) 9.2.2016 kl. 20:32
Svar: þegar menn fara að lifa á listinni hafa menn ekki tíma fyrir vinnu eins og venjulegt fólk, vegna þess að þá er listin orðin aðal tekjulind þeirra, eða: vinnan þeirra.
Það væri helvíti töff að geta unnið við að vera listamaður. Ég væri alveg til í það.
Já...
Aldrei voru Bítlarnir á listamannalaunum. Nei, þeir voru víst rukkaðir um 95% skatt. Ríkisstarfsmenn voru á launum hjá þeim, svo að segja.
Ásgrímur Hartmannsson, 9.2.2016 kl. 20:34
Listamenn þjóðarinnar gera mikið gagn og vekja jákvæða athygli á okkur erlendis. Eitthvað annað en skaðræðisfólkið í bönkunum sem er sífellt að valda óbætanlegum sköðum og vandræðum. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er menningarsinnaður og vill viðhalda listamannalaunum til að viðhalda okkar merkilegu menningu. Þess má líka geta að engir þjóðfélagshópar hafa lagt eins mikið á sig með launalausum uppákomum til aðstoðar bágsöddum í þjóðfélaginu og listamenn, ekki hvað síst tónlistarmenn. Lengi lifi listin !
Stefán (IP-tala skráð) 10.2.2016 kl. 08:19
Stefán, ég held að þú sért að gera lítið úr vinna ansi margra einstaklinga hér á landi með þessum fullyrðingum, t.d. björgunarsveitirnar og mörg önnur félög sem hjálpa öðrum öllu meira en listamenn gera nokkurtíman, fyrir listamann að koma "launalaust" fram á uppákomum er ekki eins launalaust og þú kýst að halda, fyrir listamann er þetta góð leið til að vera sýnilegur, ef eitthvað þá mætti kalla það ókeypis auglýsingu fyrir sagðann listamann.
Halldór (IP-tala skráð) 10.2.2016 kl. 09:58
Gústi, þú hefðir átt að sleppa íþróttamönnum úr upptalningu þinni, þeir fá hæstu styrkina. Listamenn gera miklu meira fyrir þig en þig grunar. Horfðu bara í kringum þig þar sem þú ert staddur og ímyndaðu þér hvernig umhverfið væri ef ekki væru til listamenn.
Sigurjón Jónsson, 10.2.2016 kl. 10:57
Halldór, ekki ætlaði ég að skauta viljandi framhjá björgunarsveitum og þeirra frábæra framlagi til þjóðfélagsins. Verst hvað fer mikill tími hjá þeim í kærulausa ferðamenn.
Stefán (IP-tala skráð) 10.2.2016 kl. 11:10
Það er ekkert til sem varið getur síngirni þeirra rithöfunda sem hafa sölsað undir sig öll ráð í RSÍ og þar með í úthlutunarnefnd sem hyglir þeim sjálfum ár eftir ár eftir ár af skattfé annarra og heilan áratug á fullum eða nánast fullum launum á kostnað annarra rithöfunda. Spillingin er þar viðvarandi, og ekki bæta þau úr fyrir sér með því að anza engu.
Nánar sitthvað hér í nýjum pistli:
Helgi lætur ekki deigan síga í baráttu við klumsa tröllin, m.m.
Jón Valur Jensson, 10.2.2016 kl. 14:58
Svo er einmitt þessi vinkill á málið Jón Valur, að sumir virðast verða áskrifendur að listamannalaunum og þurfa lítið fyrir því að hafa að fá þau, t.d. Andri Snær Magnason. Enn aðrir gera tilkall en eru greinilega ekki metnir merkilegir rithöfundar, samanber t.d. Mikale Torfason, sem vælir manna hæst.
Stefán (IP-tala skráð) 11.2.2016 kl. 08:07
Gústi, einn þeirra er frá Ólafsvík. Ég man ekki nafnið. Hann er kvótakall. Varð frægur fyrir að greiða sér út ríflegan arð úr hallarekstri. Hann hafði sér til afsökunar að hann hefði ekki haft hugmynd um að hann væri þar með að brjóta lög. Gjaldkeri hann vissi það ekki heldur. Né endurskoðandi, ættingjar og vinir. Því síður aðrir Ólafsvíkingar.
Annar til er - að ég held - frá Vestmannaeyjum. Á vinsælustu ljósmyndinni af honum skartar hann allskonar glingri á öxlum og brjósti, líkt því að hann sé að fara í barnaafmæli.
Jens Guð, 11.2.2016 kl. 09:43
Ásgrímur, skapandi greinar skila svo gríðarlega miklu til þjóðarbúsins að þær standa að verulegu leyti undir launum ríkisstarfsmanna. Bítlarnir fengu á sínum tíma MBE orðu fyrir hversu gríðarlegum gjaldeyri þeir öfluðu Bretlandi.
Jens Guð, 11.2.2016 kl. 09:49
Stefán (#3), vel mælt!
Jens Guð, 11.2.2016 kl. 09:50
Halldór, það er rétt hjá þér að í sumum tilfellum - jafnvel mörgum tilfellum - nýta tónlistarmenn uppákomur tengdar fjársöfnun sem góða auglýsingu fyrir nýja plötu. En bara gott að allir njóti góðs af.
Jens Guð, 11.2.2016 kl. 19:35
Sigurjón, mikið rétt hjá þér. Fá fyrirbæri samfélags okkar er jafn vel styrkt í bak og fyrir og íþróttagengið.
Jens Guð, 11.2.2016 kl. 19:47
Jón Valur, takk fyrir innleggið. Það er gott aðm hafa þinn flöt á málinu með í umræðunni.
Jens Guð, 11.2.2016 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.