17.2.2016 | 11:01
Hvað er þetta með Fellaskóla?
Þegar talað er um einelti í skólum berst umræðan ætíð fljótlega að Fellaskóla. Þannig hefur það verið til einhverra ára. Sögurnar þaðan eru margar og ljótar. Svör stjórnenda skólans eru eitthvað á þá leið að málin séu í ferli. Það virðist þýða að öllu sé stungið undir stól og ekkert gert.
Vegna skólaskyldu ber skólastjórnendum að tryggja velferð nemenda. Skólinn á að vera börnum öruggt skjól. Staður sem þeim líður vel á. Í góðum skóla hlakka krakkar til hvers skóladags. Geta varla beðið eftir því á morgnana að komast í skólann.
Þessu er öfugt farið með mörg börn í Fellaskóla.
Hvar er barnaverndarnefnd? Ofbeldi er glæpur. Ekki síður þegar fórnarlamb er barn heldur en fullorðið.
Tólf ára ýtt út á Hverfisgötu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Mannréttindi, Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:24 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
- Furðulegur hundur: Sigurður I B (#7), ég hlakka til. jensgud 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Meira á morgun!!!!! sigurdurig 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 34
- Sl. sólarhring: 258
- Sl. viku: 1409
- Frá upphafi: 4118936
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 1082
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Hef nú ekki orðið var við það sérstaklega að það sé mikið einelti í Fellaskóla, geturðu nefnt einhver dæmi þessu til stuðnings...??
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 17.2.2016 kl. 12:05
Google hjálpar til við að svara þeirri spurningu, Helgi. Þetta er útum allt. Vinnustöðum, Alþingi (sem er meira eins og vistheimili frekar en vinnustaður), o.s.frv.
einar áttavillti (IP-tala skráð) 17.2.2016 kl. 12:30
Helgi Jónson er annað hvort blindur eða lesblindur eða ekkert fylgst með fréttum
síðast liðið ár. Enginn annar skóli hefur verið eins mikið í umræðunni um einelti
og einmitt þessi skóli og ansi ljótar sögur sem þaðan koma, stjórnendum þar
til háborinnar skammar.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 17.2.2016 kl. 12:33
Kæri Helgi Jónsson, fáðu þér ný lesgleraugu og nýtt heyrnartæki.
Stefán (IP-tala skráð) 17.2.2016 kl. 13:26
Já og svo er líka einelti á mbl blogginu, Helgi fáðu þér heyrnatæki og lesgleraugu og ertu blindur og heyrnalaus. Svo læra börnin sem fyrir þeim er haft.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 17.2.2016 kl. 16:19
Helgi, foreldrar eru ítrekað að segja frá í fjölmiðlum einelti sem börn þeirra búa við eða hafa sætt í Fellaskóla. Sömuleiðis fórnarlömbin sjálf. Ég veit ekki hvernig þetta hefur farið framhjá þér.
Hér er ein frásögn:
http://www.dv.is/frettir/2015/10/8/12-ara-sonur-bryndisar-vildi-deyja/
Hér er önnur:
http://www.dv.is/frettir/2016/1/6/tharf-ad-utskyra-einelti-fyrir-barnaverndarstofu-vill-frekar-deyja-en-ad-maeta-i-skolann/
Ég gæti póstað hér fjölda annarra tilvísana.
Jens Guð, 17.2.2016 kl. 17:21
SKelfilega ljót mál, og versta er ef kennarar og skólastjóri kjósa að gera ekkert í málinu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.2.2016 kl. 20:27
Helgi Jónsson hefði betur látið það ógert að rita komment á þessa færslu.
Þegar honum er svo bent á hversu langt úti á túni hann er/var,
þá eru viðbrögðin að bera fyrir sig einelti.
Ekki kommentera um eitthvað sem þú hefur greinilega EKKERT
kynnt þér, þá færðu ekki svona athugasemdir.
Svo einfalt er það og hefur ekkert að gera með einelti.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 18.2.2016 kl. 06:51
Einar áttavillti, nákvæmlega það sem ég hefði viljað sagt hafa.
Jens Guð, 18.2.2016 kl. 10:56
Sigurður K Hjaltested: Ég ætla að segja þér smá sögu. Fyrir nokkrum árum stundaði ég að fara í Breiðholtslaugina á hverjum degi og voru það aðallega heitu pottarnir sem heilluðu. Yfirleitt var þetta sama fólkið sem kom í pottinn á sama tíma sem ég og voru þetta allir aldurshópar, ungir sem gamlir. Ég naut þess að stunda pottana og spjalla við fólk, en eitt var það þó sem varpaði skugga á þessa gleði, því á sama tíma kom þarna í pottinn eldri maður sem virtist hafa þá einkennilegu þörf að predika yfir öllum pottinum sín hugarefni, sem yfirleitt gengu útá einn allsherjar pirring út í allt og alla, það voru allir vitleysingar og fífl nema hann. Eins og gefur að skilja þá voru sumir viðkvæmari fyrir þessu en aðrir og létu sig fljótt hverfa, en ég lét mig þó hafa það og reyndi að umbera kallin. Mér var þó stundum nóg um eins og tildæmis þegar að hópur af fólki með down syndromm kom í pottinn, þá stóð kallin upp og öskraði yfir pottinn: hver hleypti þessu andskotans drasli í pottinn..!!, þá var mér öllum lokið, dauðskammaðist mín og fór. Ég er sammála því að orðið einelti er kannski ofnotað og ekki veit ég hvort að kallin var að beita alla einelti þarna í pottinum en eitt veit ég, við fullorðna fólkið gátum kannski leitt kallin hjá okkur, en það gátu unglingarnir og börnin ekki, þau horfðu furðulostin á hann og vissu ekki hvorn fótinn þau áttu að stíga. Ég hugsaði oft til þess hvað þessi börn hugsuðu þegar þau sáu kallin í þessum ham, því eins og ég sagði hér að framanverðu:því svo læra börnin sem fyrir þeim er haft. Ég frétti svo seinna að íþrótta og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hafi ákveðið að meina kallinum aðgang að öllum baðstöðum borgarinnar.
Annars undrast ég þessi viðbrögð frá ykkur, það eina sem ég gerði var að spyrja síðuhöfund um það hvort að hann gæti nefnt mér dæmi um einelti í Fellaskóla, ég hef ekki verið það upptekin af því hvað væri að gerast í Fellaskóla þannig að ég er kannski ekki vel upplýstur um það, en það var ekki að sökum að spyrja, þá komu nettröllin og og spyrja hvort að ég sé blindur og heyrnalaus og eigi að láta vera að koma með athugasemdir, ótrúleg viðbrögð. Svo má náttúrulega spyrja hvort að eineltið er eitthvað meira í Fellaskóla en öðrum skólum, en hvað veit ég.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 18.2.2016 kl. 12:08
Jens. Hvers vegna er bara verið að tala um Fellaskóla?
Hvað með Öldutúnsskóla í Hafnarfirði, sem hefur sannarlega of mörg barnasjálfsmorð skólayfirvalda-svikinna nemenda skólans á samviskunni? Síðustu ár, og jafnvel áratuga?
Það er eitthvað stórhættulega bogið við opinbera grunnskólakerfið á Íslandi, svo ekki sé meira sagt. Barnaverndaryfirvöld ætti að leggja niður strax í núverandi mynd, því yfirmenn þeirrar stofnunar hafa aldrei verið látnir svara fyrir svik síðustu áratuga! Og því síður verið látin axla þá ábyrgð sem sú glæpastofnun átti að sinna, en sveik.
Og nú er verið að flytja inn útlend varnarlaus börn í fangið á svikakerfi Barnaverndarnefndar og níðingsverkanna verjenda þeirrar stofnunar!
Barnasala/níð og þræla/mannsal í boði reglustúku-bræðra Íslandsmafíunnar?
Barnaverndar-reglu-stúkubræður og grunnskólayfirvöld vinna saman við heimsveldis-hringborð spillingarinnar siðlausu og ólögverjandi. Og það er á ábyrgð skólayfirvalda og baktjalda-stúkureglu-valdníðingsbræðra á Íslandi og víðar?
Fellaskóli hvað?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.2.2016 kl. 18:23
Sigurður K (#3), ég hygg að það sé rétt hjá þér að Fellaskóli toppi í umræðu og fréttum af einelti.
Jens Guð, 18.2.2016 kl. 20:24
Ásthildur Cesil, vandamálið virðist snúa að vangetu og eða aðgerðarleysi skólastjórnenda.
Jens Guð, 18.2.2016 kl. 20:27
Anna Sigríður, takk fyrir þitt innlegg.
Jens Guð, 18.2.2016 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.