Rottukjöt í matinn

rottur

 

 

 

 

 

 

 

  Þrátt fyrir allskonar niðurgreiðslur,  styrki,  ívilnanir,  fyrirgreiðslur,  klíkuskap og annað kunnuglegt freistast margir matvælaframleiðendur til þess að svindla á viðskiptavinum.  Líklegt er að þú eða einhver sem þú þekkir hafi borðað rottukjöt án þess að vita það. Talið sig vera að japla á kjúklingakjöti.  

  Þetta hendir þegar snætt er í Bandaríkjum Norður-Ameríku.  Það staðfestir matvælaeftirlitið vestra.  Milljónir kílóa af rottukjöti er selt sem beinlaust kjúklingakjöt,  hvort heldur sem er á veitingastöðum eða í matvöruverslunum.  

  Að sögn kunnugra er rottukjöt lakara en kjúklingakjöt.  Með réttum kryddum má fela muninn.  Að minnsta kosti upp að því marki að villa um fyrir grunlausum.   

rottukjöt 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jens og aðrir áhugamenn um rottukjöt. Áður en allt fer í háaloft langar mig að nefna að það er þó nokkur munur á klóakrottum og kornöldum rottum. Á Indlandi er þjóðflokkur sem nefnist Irular og býr gjarnan í útjaðri stórborga. Þeir lifa á því sem landið gefur og eru sérfræðingar í snákaveiðum og rottuveiðum. Rottur éta stóran hluta af kornuppskeru á Indlandi og víða í Asíu. Margir bændur gera samning við Irula um afnot af landi eða greiðslu gegn rottuveiðum. Irularnir hamfletta rotturnar og grilla þær. Það þykir góður matur.

Skarfurinn.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 1.3.2016 kl. 10:42

2 identicon

Framsóknarflokkurinn myndi sjálfsagt styrkja rottukjötsframleiðslu með háum fjárhæðum úr vösum skattgreiðenda, ef ...

Stefán (IP-tala skráð) 1.3.2016 kl. 11:44

3 Smámynd: Jens Guð

Sigurður,  takk fyrir fróðleiksmolann.

Jens Guð, 2.3.2016 kl. 08:00

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  það er næsta víst.

Jens Guð, 2.3.2016 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.