9.3.2016 | 09:33
Útlendir ferðamenn á Íslandi éta ekki hvað sem er
Í ár koma hátt í tvær milljónir erlendra ferðamanna til Íslands. Þeir eru ekki í leit að alþjóðlegum skyndibitastöðum á borð við McDonalds, Burger King, Subway, KFC, Dominos eða Taco Bell. Þessa staði finna þeir heima hjá sér. Ör fjölgun túrista á Íslandi skilar sér ekki í kaupum á ruslfæði samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Þvert á móti. Það þrengir að þessum stöðum. Gott dæmi um það er að Subway á Ísafirði gaf upp öndina á dögunum. Einmitt í kjölfar túristasprengju á Vestfjörðum.
Útlendir ferðamenn á Íslandi vilja smakka eitthvað nýtt og öðruvísi. Þeir prófa kæstan hákarl, hangikjöt, svið, lifrarpylsu og ýmsa spennandi sjávarrétti. Nú er lag fyrir veitingastaði að bjóða upp á íslenskan heimilismat: Kjötsúpu, plokkfisk og sveitabjúgu. Svo að ekki sé minnst á grillað lambakjöt, kótelettur (án rasps!) og lambalæri með brúnni sósu, Ora grænum og rauðkáli. Íslenska lambakjötið er best í heimi (á eftir færeyska skerpikjötinu). Við eigum að fóðra túrista á því. Svo vel og rækilega að þeir verði háðir því. Það styrkir útflutning á kjötinu.
Á spjalli mínu við erlenda ferðamenn hef ég uppgötvað undrun þeirra yfir því að Íslendingar borði heita sósu með flestum mat. Þeir eiga öðru að venjast.
Ferðafólki boðið lambakjöt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Viðskipti og fjármál | Breytt 10.1.2017 kl. 18:01 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 1
- Sl. sólarhring: 91
- Sl. viku: 1426
- Frá upphafi: 4118993
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1092
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Einmitt ég gerði bollur í gær með soðnum kartöflum og brúnni sósu, austísk stelpa sem er hér aupair vildi óð og uppvæg fá uppskriftina, og nú vill hún að ég eldi eitthvað sérstakt íslenskt í kvöld, ég skal kaupa hvað sem þig vantar sagði hún. En það er ekki gott að fá íslenskt hráefni í Austurríki, svo ætli ég verði ekki að gera eitthvað eins og að steikja gúllash með sósu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2016 kl. 14:25
Mig langar til að biðja þig, Jens minn, að vera ekkert að nefna skerpikjöt í sömu andrá og besta lambakjöt í heimi.
Tobbi (IP-tala skráð) 9.3.2016 kl. 18:55
Einmitt, þess vegna er sorglegt að sjá fríhöfnina í dag
skarta öllu því útlenska rusli sem þú sérð í öllum
fríhöfnum erlendis. Ekkert sér Íslenskt.
Áður en Isavia, (fékk borgað undir borðin)
var fríhöfnin með sérstöðu varðandi Íslenska
framleiðslu. Í dag gætirðu verið hvar sem er
í heiminum, vegna þess að fríhöfnin er orðin
svo "Alþjóðleg" að þú getur ekki greint á milli
hvort þú sért í Amsterdam, Kaupmannahöfn eða
einhverri annarri fríhöfn í Evrópu.
Fyrsta sem útlendingar upplifa hér á Íslandi,
er fríhöfn sem er nákvæmlega eins og þeir lögðu
af stað frá.
Frábært. Og allt í nafni hagræðingar(spillingar)
og betri nýtingar á plássi í flugstöðinni.
Trúir einhver svona bulli..??
Það er gott að vera opinber embættismaður á Íslandi...
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 10.3.2016 kl. 00:47
Algjörlega sammála Sigurður, Keflavíkurvöllur er ekki svipur hjá sjón. Ég kaupi alltaf lýsi þegar ég fer erlendis og nú síðast var lysið þrátt, kjötið var sennilega rollulæri löng og mjó, og þessi eina íslenska búð þarna öll i niðurníðslu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2016 kl. 07:53
Ásthildur Cesil (#1), íslenska sósumnenningin er til fyrirmyndar.
Jens Guð, 10.3.2016 kl. 09:38
Tobbi, ég hef gert beinan samanburð á skerpikjöti af íslenskum gemlingi og færeyskum. Sá síðarnefndi er bragðbetri.
Jens Guð, 10.3.2016 kl. 09:41
Sigurður K., ég hef ekki hugsað út í þetta. Nú ætla ég að líta í kringum mig og gera samanburð á ferð til Amsterdam eftir nokkra daga.
Jens Guð, 10.3.2016 kl. 09:44
Vel má vera að færeyskt skerpiket sé bragðbetra skagfirsku skerpiketi. Það breytir ekki því að skerpiket er óæti, sé það borið saman við nýtt skagfirskt ket, vestan Vatna þó. Úr Hjaltadal fæst lítið annað en horket sem kannski er betra að þurrka og éta sem harðket.
Tobbi (IP-tala skráð) 10.3.2016 kl. 12:54
Ásthildur Cesil (#4), lýsingin hjá þér er ófögur. Verra er að við vinnslu á lýsi í dag glatast D-vítamínið. Það vítamín er ástæðan fyrir því að lýsi er hollt. Þess vegna er D-vítamíni bætt út í lýsið við átöppun. Gallinn er sá að líkaminn tekur nánast ekki upp viðbætta D-vítamínið.
Jens Guð, 10.3.2016 kl. 19:54
Tobbi, skerpikjöt er sælgæti sem flest gott fólk ánetjast við ítrekuð náin kynni. Kjötið á þó sameiginlegt með íslensku hangikjöti að nokkur bragðmunur er frá einum hjalla til annars og einu þorpi til annars.
Ég rengi ekki lýsingu þína á lambakjöti í Hjaltadal í dag. Ég hef ekki forsendur til þess. Um hálfur fimmti áratugur er síðan ég þekkti þarna til. Þá fór allt kjöt úr Hjaltadal í úrvalsflokk. Þetta veit ég frá fyrstu hendi. Ég vann á Sláturhúsi Skagfirðinga (neðra hús) við að elta dýralækni og stimpla á skrokka gæðaflokka samkvæmt hans nákvæma og yfirvegaða mati.
Núna næstum því hálfri öld síðar get ég kjaftað frá því að ég "leiðrétti" einstakar flokkanir dýralæknisins. Ekki oft. Mjög sjaldan. Bara þegar um var að ræða lömb frá nánum ættingjum og eitthvað svoleiðis.
Jens Guð, 10.3.2016 kl. 20:21
Skerpikjöt er óæti sem enginn skynsamur maður, nema Hjaltdælingar og Færeyingar, leggja sér til munns óneyddir. Ég hef neyðst til að láta þetta inn fyrir mínar varir til að sármóðga ekki móðurfólk frúarinnar, sem er hálfur Færeyingur.
Ég tel hæpið að kynna íslenskt lambakjöt eða reyna að koma því í kjaftinn á útlendingum með því að byrja á því að herða það og ýlda með því að gera úr því skerpikjöt. Eina bótin er reyndar að til að gera óeitrað skerpikjöt þarf skrokk af glithoruðu þannig að Vestanvatnakjöt kemur ekki til greina og er því borið á borð nýtt og ferskt og hæfilega hangið. Hins vegar er það næstum árlegt brauð að færeyskir fárveikjast og fara jafnvel yfir móðuna miklu vegna neyslu skerpikjöts. Má um þetta til dæmis lesa þetta: http://www.matis.is/media/matis/utgafa/19-10-Lokaskyrsla-Loftthurrkad-lambakjot.pdf
Tobbi (IP-tala skráð) 11.3.2016 kl. 17:57
Tobbi, það er alveg rétt hjá þér að skerpikjöt er að sumu leyti varhugavert. Þrátt fyrir gott bragð. Þetta er úldið kjöt löðrandi í bakteríum og gerlum. Allt upp í sex veikburða gamalmenni hafa flýtt för í kirkjugarð á einu ári með því að laumast í skerpikjöt án varúðarráðstafana. Algengara er þó að bara sé um tvo til þrjá einstaklinga að ræða. Sumir fatta ekki að nauðsynlegt er að skola skerpikjötinu niður með "skotum". Heppilegast er Lívsins vatn. Það er 40% að styrkleika og slátrar snöfurlega öllum bakteríum og gerlum. Þrjú staup á móti hverjum skerpikjötsbita eru heppilegur skammtur.
Jens Guð, 13.3.2016 kl. 20:54
Þarna kom það! Vitaskuld nota menn skerpikjötið til að afeitra lífsvatnið, enda skal illt með illu út reka! Nú skil ég þetta og mun hakka í mig skerpikjöt í ammæli spúsu minnar sem sótt verður af fjölmörgum Færingum ef Guð lofar.
Tobbi (IP-tala skráð) 14.3.2016 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.