Sláandi flott götulistaverk

  Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman.  Hann þarf einnig að næra sálina.  Til þess höfum við listamenn.  Fólk með sköpunargáfu.  Til að mynda myndlistamenn.  Þar á meðal götulistamenn.  Þeir sjá efnivið í listaverk þar sem aðrir sjá aðeins gráan hversdagsleika,  hrörleg og ómerkileg hús,  sprungna veggi eða tré í órækt.  

  Sjón er sögu ríkari.  Hér eru nokkur dæmi.  Ekkert hefur verið átt við þessar ljósmyndir í fótósjopp.  Smellið á myndirnar til að njóta listaverkanna betur.

götulist agötulist bgötulist cgötulist dgötulist e   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Snilldarmyndir - Hver annarri betri. - Frábært hjá þér, Jens, að koma með þetta.

Már Elíson, 12.3.2016 kl. 14:12

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ótrúlega skemmtilegar myndir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2016 kl. 16:30

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Virkilega flottar myndir og vel gerðar. Það má, eða mátti allavegana, sjá stórgóðar veggjamyndir úti á Granda, sem gefa þessum lítið eftir. Svarthvítar andlitsmyndir á flennistórum veggjum sem eru, eða gæti verið voru, glæsileg. Með þéttingu byggðar sést náttúrulega enginn veggur lngur, sem hægt er að mála á. Þetta er allt að verða að gler og steypuframhliðum, sem enginn nennir að horfa á. Þeir sem horfa verður flökurt yfir andleysinu. Mætti ég þá frekar byðja um gott graff!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 13.3.2016 kl. 01:29

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Byðja"........maður er nú ekki í lagi;-)

Halldór Egill Guðnason, 13.3.2016 kl. 01:31

5 Smámynd: Jens Guð

Már,  takk fyrir það.

Jens Guð, 13.3.2016 kl. 20:55

6 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  svo sannarlega.

Jens Guð, 13.3.2016 kl. 20:55

7 Smámynd: Jens Guð

Halldór, ég hef séð rosalega flotta mynd á gafli húss sem hýsir í dag Reykjavíkurapótek og 10-11.  Gott ef það var ekki áður kallað Héðinshús.  

Jens Guð, 13.3.2016 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband