Hvar er best og verst fyrir stelpur að alast upp?

nigería

 

 

 

 

 

 

 

 

  Ég hef komist í skýrslu yfir bestu og verstu lönd fyrir stelpur að alast upp í.  Tekið er inn í útreikninginn allt frá líkum á að deyja við barnsburð til möguleika á skólagöngu og allt þar á milli.  Líka landsframleiðslu á mann og hlutfall kvenna í launavinnu í samanburði við karla.  Og svo framvegis.  Þetta eru vandaðir útreikningar.

  Niðurstaðan kemur ekki eins og þruma í heiðskíru veðri.

  Verstu löndin eru þessi (ekki góðar fréttir fyrir Afríku):

1  Nígería

2  Sómalía

3  Malí

4  Mið-Afríku lýðveldið

5  Jemen 

6  Kongó

7  Afganistan

8  Fílabeinsströndin

9  Chad

10 Kamerún

  Langbestu löndin eru þessi (góðar fréttir fyrir Norðurlöndin):

1  Noregur

2  Svíþjóð

3  Danmörk

4  Ísland

5  Finnland

6  Holland

7  Ástralía

8  Nýja-Sjáland

9  Sviss

10 Belgía


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig ætli sé að alast upp í Tortóla ? Skilst að Simmi Trump sé jafnvel á förum þangað með lífverðina, Dala-Ásmund og Kaupfélags-Gunnar.   

Stefán (IP-tala skráð) 18.3.2016 kl. 13:06

2 identicon

Ég held að það skipti engu máli hvar Lygmundur er staddur í heiminum ef að súkkulaðikökur fást þar.

Grrr (IP-tala skráð) 18.3.2016 kl. 15:04

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll Jens. Takk fyrir vel útskýrðar upplýsingarnar.

Margir vilja verja réttlætið óflokkaða, víða um heim.

Því miður hefur Páfapúkanum tekist að komast upp með skelfilegt áróðursleikrit, sem innifelur árásir á fólk sem ekki vissi af svikunum fyrr en of seint. Hótanir opinberlega lögfræðingavarða svikakerfisins halda öllum ólíkum í hótandi heljargreipum!

Verði þeim að góðu, sem ætla að næra svikaplanið áfram, með árásum á svikið, liggjandi og valdalaust ungt fólk, sem ekki hefur varnarmöguleika í dómskerfinu á Íslandi.

Ég hef aldrei talað vísvitandi fyrir óréttlæti. Og ég vona að ég verði aldri svo sjúk að ég láti hafa mig út í slíkt svikanet.

Sumu getur maður einfaldlega ekki bjargað, meðan dómskerfi Íslands er óverjandi á siðferðisgrunni réttarríkis!

Öfund, hefnd og hatur fær, og hefur alla tíð fengið, fjölmiðlanna brautagengi á Íslandi. Allir tapa á slíkum brautargengistroðnum svikagötum.

Læknasvikarar heimilis/sérfræðilæknanna, "greiningar-bullarar", svikula heilbrigðiskerfisins á Íslandi, ættu að biðja fyrir sér núna. Því fólk sem skortir réttar greiningar og hjálp var/er notað á kerfisins skipulagðan hátt, sem blórabögglar á öllum stigum Íslands-samfélags-kerfisins! 

Takk fyrir mig, Jens minn.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.3.2016 kl. 19:51

4 identicon

Athyglisvert hvernig þessar skýrslur geta afnumið/aftengt fjölskyldubönd þessara stúlkna við mæður, feður og bræðra sinna.

Látið ótalið aðstæður feðra, mæðra og bræðra eftir lands/heims/hluta og þá loksins í samanburði.

En, ógeðið ég að benda á slíka hluti.

Viðbjóðurinn verður án efa ekki fyrirgefinn.

L. (IP-tala skráð) 19.3.2016 kl. 02:55

5 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  það hlýtur að vera gott að alast upp í skattaskjóli.

Jens Guð, 19.3.2016 kl. 17:17

6 Smámynd: Jens Guð

Grrr,  súkkulaðitertur eru aldrei lengi á sama stað og Simmi.  Þær hverfa.

Jens Guð, 19.3.2016 kl. 17:18

7 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður,  enn og aftur bestu þakkir fyrir áhugaverðar vangaveltur.  

Jens Guð, 19.3.2016 kl. 17:19

8 Smámynd: Jens Guð

L.,  það er um að gera að benda á svona hluti.  

Jens Guð, 19.3.2016 kl. 17:20

9 identicon

Og mér fannst rétt að benda á að þessar stúlkur eiga bræður, feður og mæður.

Heildarmyndin skiptir meira máli en rörsýnin.

Öll fæðumst við sem dætur eða synir einhvers, einhverntíman og alltaf.

Ef á að leysa vandamál til frambúðar má lausnin aldrei leiða til þess að lausnin leiði til áframhaldandi misréttar.

L. (IP-tala skráð) 20.3.2016 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband