Vilji þjóðarinnar

  Frá því löngu fyrir síðustu alþingiskosningar hafa háværar raddir hrópað eftir því að Sigurður Ingi Jóhannsson verði leiðtogi þjóðarinnar.  Á þessar raddir var lengi vel aldrei hlustað af þeim sem fóru með æðstu völd.  Röddunum fjölgaði og létu hærra í sér heyra.  Að lokum söfnuðust 22.427 manns saman niður á Austurvelli í gær og hrópuðu í kór eftir leiðtoga lífs síns:  "Við viljum Sigurð Inga Jóhannsson dýralækni!  Við viljum Sigurð Inga Jóhannsson dýralækni!"  Nú hefur þeim orðið að ósk sinni.  Ráðandi öfl létu undan þrýstingnum. Sigurður Ingi er orðinn kóngur.

  Samkvæmt skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins nýtur hann trausts alveg 3% þjóðarinnar (og Fiskistofu).  Það skiptir máli.    

sigurduringi_4_0  


mbl.is Sigurður Ingi taki við af Sigmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Enda ber hann alveg sérstaklega fallegt og virðulegt nafn!!

Sigurður I B Guðmundsson, 5.4.2016 kl. 17:27

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Loksins, loksins, fyndin íslensk fyndni! Guðmundssynir standa framarlega eins og oft áður!

Wilhelm Emilsson, 5.4.2016 kl. 18:46

3 identicon

Nú hafa þingmenn/ráðherrar verið ásakaðir um siðferðisbrest og verð ég þá spyrja hvort þeir sem þykja þetta sérstakt gamanmál, séu ekki haldnir en meiri siðferðisbrests?

Ég ætla mér að endurflytja hér athugasemd sem hefur ekki fengist samþykkt hjá bloggara morgunblaðsins.

Kannski og meira en líklega að hún fái fólk til að hlægja ef það er nógu langt í burtu til að skilja alvöru málsins?

Það liggur ljóst fyrir að Sigmundur hafði ekkert samráð við sinn eiginn þingflokk og hvað þá samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn áður en hann gekk á fund forseta. Fundi sem var flýtt vegna óskar Sigmundar.

 

Viljum viðhafa slíka einræðistilburði í lýðræðisríki? Að stjórnarslit séu einkamál forsætisráðherra?

 

Fékk Sigmundur prívat og persónulega umboð til stjórnarmyndunar? 

 

Hér er aum leikflétta á ferðinni

 

Að reyna  draga forsetaembættið inn í atburðarrás fáránleikans, til þess eins veikja eina embættið sem hefur möguleika til að hemja áratuga spillt alþingi.

 

Eða viljum við virkilega beita öllum þeim brögðum sem teljast víst andlýðræðisleg?

 

Er það siðvæðing?

 

Ef svo er, eigum við þá að svipta alla þá sem kusu núverandi stjórnarflokka kosningarétti sínum?

 

Munum að það þótti fréttnæmt utan skersins þegar að íslendingar kusu hrunflokkana yfir sig en og aftur!

 

Enda kom það ekki á óvart, miðað við þá aumustu kosninga baráttu sem ég hef orðið vitni að.

 

Þar sem ríkisstjórn " skjaldborgar heimilanna " galt afhroð, þrátt fyrir mæringu AGS.

 

Eina sem ég segi, látum ekki múgæsingu og valdaplottara stjórna og kljúfa okkur sem þjóð.

 

Það verður engin siðvæðing í alþjóðavæðingunni, það þarf ekki að kafa djúpt til að sjá það.

 

Leikreglur um frjálsan flutning fjármagns sérhannað fyrir þá sem eiga fjármagn, mun halda áfram að draga úr lífskjörum hins almenna borgara á íslandi. 

 

Frjáls og óheftur flutningur vinnuafls til landsins mun áfram grafa undan örmyntinni krónunni og skilja þjóðina eftir í djúpum sárum.

 

Fyrir örþjóð að ganga í Bandaríki Evrópu til þess að eyða spillingaröflum á íslandi verður aðeins til þess að staðfesta spillingar sáttmála EES samningsins og staðfesting á eldskírn alþjóðavæðingar, afls sundrungar. "

Þúsund þorskhausar á færibandinu þokast nær.

L. (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 22:33

4 identicon

Leikreglur alþjóðavæðingar hafa ekki slegið á þann möguleika að til þriðju heimstyrjaldar verði að veruleika.

Síður en svo, því alþjóðavæðingin ýtir hreinlega undir slíka þróun.

Sundrungin hefur aldrei verið meiri en frá seinni heimstyrjöld.

Tími til að við hugsum sjálfstætt og skynsamlega!

L. (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 22:56

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jens hahahahaha

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2016 kl. 23:13

6 identicon

Kannski er munurinn (galli? ) að viss hluti fólks vill tengja lýðræði við frönsku byltinguna, þá fólk sem bjó við þá "kosti" að hanga í snörunni fyrir að stela brauði, til þess eins að brauðfæða/bjarga fjölskyldu sinni.

Eða þá að fólk bendli fornu grísku "lýðræði" sem fyrirmynd að nútímalýðræði?

Jú, það virðist reyndar vera raunin.

Lýðræðið hefur átt sér afturhvarf til fornaldar

Jafnrétti kynja hefur ekki breytt neinu þar um.

Kannski er þróun lýðræðis bendluð við kvenfrelsi og þar með ávöxtun forns grísks elítu lýðræðis, sem bannaði konum og þrælum frá því að greiða atkvæði?

Er svokallað "lýðræði" eitthvað betra með viðurkenndri þátttöku og meðvitaðri þátttöku kvenna í ævagamalli spillingarbæli karla?

Er jafnrétti allra eða einskorðað við einhvern?

Og ef það er einskorðað, hvernig í ósköpum á að verða friður á jörð?

L. (IP-tala skráð) 6.4.2016 kl. 00:19

7 identicon

Góður og kaldhæðnislegur húmor þetta hjá þér Jens, en líka mjög viðeigandi í þeirri kaldhæðni og hroka sem Framsóknarflokkurinn sýnir þjóðinni og ekki hvað síst samstarfsflokki sínum í ríkisstjórn. Spuninn sem þjóðrekinn fyrrum forsætisráðherra spann út og suður í gær var spuni sem eingöngu helsærður og algjörlega trausti rúinn maður gat spunnið. Maðurinn virtist viti sínu fjær og það meira en nokkru sinni fyrr, þó að oft hafi það staðið tæpt. Þjóðin spyr sig hvað vel gefnir menn eins og t.d. Karl Garðarsson og Willum Þór eru eiginlega að gera inn í þessum gjörspillta stjórnmálaflokki sem Framsóknarflokkurinn er. Og hvað ætli verði nú t.d. um aumingja kaupfélagsguttann úr Skagafirði sem hefur eingöngu þrifist í faðmi hins þjóðrekna fyrrum forsætisráðherra ? Ætli hann setjist að í indlandi og biðji þar um pólitískt hæli ? 

Stefán (IP-tala skráð) 6.4.2016 kl. 08:13

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það sást langar leiðir í sjónvarpinu í gær að Karl var öskureiður við yfirmann sinn.  Ég er samt meira hissa á hinum grandvara og heiðarlega Frosta að taka þátt í þessari vitleysu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2016 kl. 09:30

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kaupfélagsstjórin er kóngulóin sem er að hanna þetta allt sama, líka að kokma staðgengli forsætisráðherrans á koppinn.  Láttu þér ekki detta annað í hug en hann sé með allta putana í þessari fléttu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2016 kl. 09:31

10 identicon

Frosti er alveg íhann  frosti hjá flokknum, algjör klaki og ætti að hafa vit á því að velja sér annan farveg. Sigmundur Davíð hefur skilið flokkaflakkarann Ásmund Daða eftir á flæðiskeri og hann hefur enga burði til að tala sig út úr allri lyginni. Ásmundur Daði ætti líka að hafa vit á því að finna sér annan farveg í lífinu en þennan rotna fúla drullupoll sem Framsóknarflokkurinn er. Hinsvegar á utanríkisráðherra heima þarna áfram, enda mun hann aldrei finna sér annan farveg í lífinu blessaður fyrrum KS-guttinn. 

Stefán (IP-tala skráð) 6.4.2016 kl. 13:00

11 identicon

Leiðrétting: Þingflokksformaðurinn á flæðiskerinu heitir réttilega Ásmundur Einar Daðason.

Stefán (IP-tala skráð) 6.4.2016 kl. 13:02

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sennilega rétt hjá  þér Frosti er í frosti, ef til vill skammast hann sín of mikið núna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2016 kl. 13:12

13 identicon

Já, klárlega hefur Frosti nóg vit til þess að skammast sín ofan í ra ... en hann sér vonandi ljósið aftur þó að hann sé botnfrosinn í myrkraveröld núna.  Var að lesa það að Anna Sigurlaug hefði fyrir nokkru keypt geymferð af Richard Branson hjá Virgin. Það kalla ég að hafa vaðið fyrir neðan sig og segir manni að hún hafi átt von á því að þurfa einn daginn að senda Sigmund Davíð út í geym hið bráðasta ... og ef ekki núna, þá ...

Stefán (IP-tala skráð) 6.4.2016 kl. 14:14

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahaha

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2016 kl. 16:04

15 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  vissulega er nafnið Sigurður Ingi hljómfagurt.

Jens Guð, 6.4.2016 kl. 17:26

16 Smámynd: Jens Guð

Wilhelm, Guðmundssynir bregðast ekki.

Jens Guð, 6.4.2016 kl. 17:26

17 Smámynd: Jens Guð

L,  takk fyrir þínar áhugaverðu vangaveltur.

Jens Guð, 6.4.2016 kl. 17:27

18 Smámynd: Jens Guð

Stefán (#7),  SDG hefur játað að hafa tapað áttum í óðagoti.  Hann notaði orðið óðagot.  Það er kannski stigsmunur en ekki eðlismunur á því og að hafa virst viti sínu fjær,  sem þú orðar svo.   

Jens Guð, 6.4.2016 kl. 18:24

19 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  sem Skagfirðingur þekki ég skagfirska efnahagssvæðið og veit að Þórólfur ræður öllu sem hann vill ráða.  

Jens Guð, 6.4.2016 kl. 18:34

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jens, ég er ansi hrædd um að svo sé. Skuggastjórnandi er það kallað. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2016 kl. 18:42

21 Smámynd: Jens Guð

Stefán (#10),  þetta er fín greining hjá þér.

Jens Guð, 7.4.2016 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.