Sá svalasti

  Enski gítarleikarinn Keith Richards er einn svalasti töffari rokksögunnar.  Það eru ekki meðmæli út af fyrir sig.  Þannig lagað.  En í tilfelli Keiths er það heillandi. Þegar ég sé forsíðuviðtal við hann í poppblöðum þá kaupi ég þau. Vitandi um að góðan  skemmtilestur er að ræða. Gullmolarnir velta upp úr honum. Óviljandi ekki síður en viljandi. Hann lætur allt flakka.  Hvort heldur sem er um félaga sína í Rolling Stones,  aðra tónlistarmenn eða sjálfan sig.  Stundum reynir hann klaufalega að fegra sinn hlut.  Jafnan leiðréttir hann það síðar.  Dæmi:  Það rataði í heimsfréttir er hann slasaðist við að klifra í tré fyrir nokkrum árum.  

  Til að byrja með sagðist hann hafa dottið niður úr trénu.  Svo fór að hann dró það að hluta til baka.  Sagðist hafa í raun flækst í lággróðri,  runnaþyrpingu,  fælst, lent í áflogum við hríslurnar og slasast.  Hann snöggreiddist.  Barðirst um á hæl og hnakka með þeim afleiðingum að bein brákuðust. Hann skammaðist sín svo mikið fyrir að hafa farið halloka í áflogum við trérunna að fyrstu viðbrögð voru að segjast hafa dottið úr tré.  

  Eins þegar hann missti út úr sér að hafa tekið öskuna af föður sínum í nefið. Blaðafulltrúar Rolling Stones kepptust í kjölfarið við að upplýsa að þar hafi verið um óhappaverk að ræða en ekki ásetning.  Kauði missti öskuna fyrir klaufaskap ofan í síðasta kókaín-skemmtinn sem hann átti þann daginn.  Það var ekki hægt að greina öskuna frá kókaíninu undir þeim kringumstæðum.  Ekki var um annað að ræða en sniffa öskuna með.  Síðar upplýsti Keith að einungis hluti öskunnar hafi blandast kókinu. Hann hafi þess vegna aldrei tekið alla öskuna af pabba sínum í nefið.  

  Til eru ótal brandarar um Keith.  Einn slíkur hermir að einungis kakkalakkar og hann lifi af kjarnorkuárás.  Er þá vísað til lífernis hans sem dópista og drykkjubolta.  Neyslufélagar hans hafa fallið frá hver á fætur öðrum.  En Keith er alltaf sprækur. Miðað við allt og alla ber hann aldur vel.  Að vísu er andlitið rúnum rist og fingurnir orðnir hnúóðttir og snúnir eins og roð í hundskjafti.

  Í gær hlustaði ég á síðustu sólóplötu kappans. Hún er nokkuð góð og skemmtileg.  Þar krákar hann sitthvort lagið eftir jamaísku reggí-stjörnuna Gregory Isaacs (Love Overdue) og bandaríska þjóðlaga-blúsistann Leadbelly (Goodnight Irene).  Virkilega flott. Frumsömdu lögin eru líka alveg ljómandi flott.

keith unglingur 

Keith akeith bkeith ckeith dkeith ekeith fkeith g


mbl.is Klæðist gjarnan fötum eiginkonunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli Eric og Arnar Jónsson leikari séu eitthvað skyldir?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.4.2016 kl. 07:11

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Eric Clapton hefur breytt svo oft um stíl að hann líkist ansi mörgum.  Á myndinni er vissulega svipur með honum og Arnari Jónssyni.

Wilhelm Emilsson, 15.4.2016 kl. 07:49

3 identicon

Meistari KEEF ! Eitt flottasta tónskáld rokksins og einn áhrifamesti og svalasti gítarleikari sögunnar, númer fjögur á lista Rolling Stone. Á klárlega fleiri líf en tíu kettir. Sem ungabarn árið 1944 fór mamma hans út í gönguferð með snáðann í barnavagi. Á meðan gerðu hersveitir Hitlers sprenguárásir á hverfið og gott ef ein sprengjan lenti ekki í vöggu litla snáðans. Litla dúllan blómstraði svo næstu árin og söng m.a. sinni engilfögru röddu í barnakór við krýningu Elísabetar englandsdrottningar. Svo gerðist hann skáti sem leiddi gamlar konur út og suður yfir stórhættulegar götur í London og var gerður að foringja í sinni skátasveit. Þrettan ára gamall var hann í útilegu með sinni sveit og af góðmennsku einni saman nestaði hann sig og hópinn vel af áfengi svo að úr varð mikil unglingadrykkja sem orsakaði það að foringinn var rekiin heim með skömm. Það var nú bara gott því að nú tók gítarinn öll völd á heimilinu. Árið 1965 fékk okkar maður mikið rafmagnsstuð þar sem hann stóð í sakleysi sínu á sviði með Rolling Stons og spilaði lagið The Last Time. Bláir og hvítir blossar stóðu út úr gítarnum og strengirnir brunnu upp. Sagt var að KEEF hefði litið út eins og broddgöltur um stund og það rauk úr honum, en svo kveikti hann sér í rettu og náði í annan gítar. Árið 1969 var okkar maður að keyra um Sussex hérað með Anitu Pallenberg, þáverandi unnustu sinni. Þau óku um á stórum Marcedes Benz á miklum hraða þegar bremsurnar gáfu sig að sögn KEFF og bíllinn endasentist stjórnlaus um grænar grundir og skurði. Svo velti KEFF kagganum í annað sinn ofan í skurð með ungan son sinn með sér. Árið 1971 var skrautlegt hjá okkar manni við upptökur á meistaraverkinu Exile On Main Street í Frakklandi. KEEF lognaðist stundum út af í heroinvímu og eitt sinn var honum kipt upp úr stól sem var í ljósum logum eftir sígarettuíkveikju. Árið 1973 kveikti KEEF í húsi sína með sígarettu, en fann svo út úr því að mús hefði átt við rafmagnssnúrur og kveikt í, en slökkviliðið var á annari skoðun. Þakið fuðraði af húsinu, en fjölskyldan bjargaðist og það fyrsta sem okkar maður gerði þegar hann komst út brennandi var að kveikja sér í rettu. Árið 1988 var KEFF að klifra í miklum bókaskáp símum og var að leita að bók um Leonardo Da Vinci. Honum skrikaði fótur og bókaskápurinn féll yfir hann svo hann rotaðist, en okkar maður komst svo undan skápnum með réttu bókina. Árið 2006 féll KEEF svo 40 fet niður úr úr kókostré á FIJI eyjum og stórskaddaðist á höfði. Tréð tók að minnka og minnka eftir því sem hann tjáði sig um þetta við fleiri blaðamenn og var orðið að 7 feta stubbi eða jafnvel runna þegar okkar maður var útskrifaður af sjúkrahúsnu.   

Stefán Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.4.2016 kl. 09:58

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þessar myndir ættu að duga til að vara (hræða) unga fólkið við að byrja að reykja, dópa eða drekka!!

Sigurður I B Guðmundsson, 15.4.2016 kl. 17:26

5 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  mér skilst að þeir veiði lax saman ásumrin.  

Jens Guð, 15.4.2016 kl. 19:28

6 Smámynd: Jens Guð

Wilhelm,  satt segir þú.  Á tímabili reyndi hann að vera alveg eins og Hendrix.

Jens Guð, 15.4.2016 kl. 19:33

7 Smámynd: Jens Guð

Stefán, takk fyrir fróðleiksmolana.

Jens Guð, 15.4.2016 kl. 19:34

8 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  þetta er góð uppástunga.  Hann er - hvað útlit varðar - gangandi forvörn gegn vímuefnum og tóbaki.  

Jens Guð, 15.4.2016 kl. 19:39

9 Smámynd: Jens Guð

Ég má til með að bæta við frásögn Íslendings sem vann á hóteli í London.  Þar gistu Rolling Stones nóttina fyrir hljómleika þar í borg.  Flestir fóru í háttinn frekar snemma. En það kom símtal frá herbergi Keiths. Hann bað um að aftur yrði fyllt á miní-barinn.  Það var gert. Skömmu síðar hringdi Keith aftur með sömu bón.  Þetta endurtók sig alla nóttina alveg þangað til hljómsveitin yfirgaf hótelið um morguninn.  Tvívegis var Keith spurður að því hvort að hann vildi ekki frekar stóra vínflösku fremur en sturta stöðugt í sig úr smáflöskunum á miní-barnum. Nei,  hann sagðist ætla að fara að sofa hvað úr hverju.  Sem aldrei varð og að öllum líkindum spilaði Keith ósofinn á hljómleikunum.   

Jens Guð, 15.4.2016 kl. 19:52

10 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sæll, Jens. Á tímabíli leit Clapton út eins og Árni frændi minn :)

Góð saga af Keith Richards og miní-barnum. 

Wilhelm Emilsson, 15.4.2016 kl. 21:34

11 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Clapton er hugsanlega aðeins líkari bassaleikar Hendrix Noel Redding en Hendrix sjálfum þarna. Það er nokkuð ljóst að báðir Bretarnir voru að reyna að líkjast Hendrix.

Wilhelm Emilsson, 15.4.2016 kl. 21:37

12 Smámynd: Jens Guð

Wilhelm,  þetta er alveg rétt hjá þér.

Jens Guð, 15.4.2016 kl. 22:14

13 Smámynd: Jens Guð

Ég bæti við annarri sögu:  Seint á áttunda áratugnum héldu Rolling Stones hljómleika í Gautaborg.  Þarlendir ljósmyndarar vöktuðu hótelið sem hljómsveitin gisti á - ásamt heitum íslenskum og sænskum aðdáendum. Fátt bar til tíðinda um nóttina annað en af og til brá fyrir skuggamynd á gluggatjöldum herbergis Keiths.  Þar sást hann teyga af stút úr flösku af og til alla nóttina. Mig minnir að einhver hafi komist að því daginn eftir að ruslafatan í herberginu hafi um morguninn verið full af tómum whisky-flöskum.  

Jens Guð, 15.4.2016 kl. 22:31

14 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þetta er áreiðanlega rétt. Ég las í einni ævisögu um Keith Richards að um leið og hann hafi hætti í heróini hafi hann gerst alkóhólisti. En þrátt fyrir alla sína disfúnksjón er hann ansi fúnksjónal fíkill. Líf hans minnir mig pínulítið á klassíska íslenska módelið af mönnum sem drukku mikið en stóða alltaf, eða oftast, sína plikt.

Wilhelm Emilsson, 16.4.2016 kl. 05:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband