Matvöruverslun án afgreiðslufólks

síld í amsterdam

 

 

 

 

 

 

 

 

  Í Amsterdam er margt að sjá.  Hægt er að læra af sumu.  Til að mynda eru síldarflök seld í vögnum samskonar pylsuvögnum.  Kosturinn við síldarvagna er að þar þarf ekki pott til að hita mat í né rafmagn. Síldarflakið er þverskorið í hæfilega munnbita.  Það er ýmist afgreitt lagt á bréf eða í pylsubrauði.  Sósur,  laukur,  súrsaðar gúrkur og eitthvað fleira er hægt að sulla á.  Þetta er eðlilega vinsælt. Síld er holl.  Pylsan ekki.

  Í Amsterdam rakst ég inn í matvöruverslun án sjáanlegrar afgreiðslumanneskju. Ekkert annað starfsfólk sást heldur. Þó má ætla að einhverjir vinni á lager og við eftirlit.  Viðskiptavinir afgreiða sig sjálfir.  Skanna vörurnar inn og borga með korti. 

  Klárlega er töluverður launasparnaður við þetta fyrirkomulag.  Spurning hvernig svona verslun er varin gegn þjófnaði.  Það hljóta að vera öflugar þjófavarnir við útganginn.  Ef þetta gefst vel þá er næsta víst að þetta breiðist út um allan heim.  Hver verður fyrstur til að innleiða þetta á Íslandi?  Ekki Kaupfélag Skagfirðinga.     

  Í S-Kóreu er annar háttur hafður á.  Þar er matvöruverslun ósköp hefðbundin á að líta.  Þegar betur er að gáð þá eru engar vörur í hillum. Þess í stað eru myndir af vörunum.  Viðskiptavinurinn ýtir á myndir af þeim vörum sem hann vill kaupa.  Samstundis smalast vörurnar saman inni á lager.  Síðan koma þær á færibandi í poka eða pokum fram á afgreiðsluborðið.  Þarna er rýrnun vegna þjófnaðar 0%.  Hér er ljósmynd úr þannig búð:

s-kóresk matvöruverslun           


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband