8.5.2016 | 22:08
Snjall leikur
Eins og ég var búinn að geta mér til um á Fésbók þá kynnti Davíð Oddsson í morgun þá ákvörðun sína að bjóða engan annan en sjálfan sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta þótti mér líklegra en að Dorrit Moussaieff myndi segja af sér.
Framboð DOddssonar er ekki mikil tíðindi út af fyrir sig. Þetta hefur legið í loftinu. Fjölmiðlar og fleiri hafa efnt til skoðanakannana um frambjóðandann. Þær sýna að hann geti léttilega fengið rauðvínsfylgi (12 - 18%). Þegar kvótakóngarnir leggja í auglýsingapúkkið hækkar styrkleikinn.
Það þarf ekki mikið meira til að sigra þegar á annan tug manna og kvenna er í framboði.
Stóra fréttin við framboð DOddssonar er hvar hann tilkynnti tíðindin. Það var í miðjum höfuðstöðvum aðal óvinarins: Baugsstofnandans Jóns Ásgeirs (og frú). Sá átti banka sem DOddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, snéri niður haustið 2008. Jón Ásgeir kallaði það stærsta bankarán Íslandssögunnar. Áður og eftir höfðu þeir eldað saman grátt silfur. Þar á meðal samdi DOddsson á Alþingi sérstakt fjölmiðlafrumvarp til þess að knésetja fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs. Allt var lagt undir. Sú atlaga mistókst. Eins og gengur.
Í miðju stríði DOddssonar við Baugsfeðga sakaði hann þá opinberlega um að hafa reynt að múta sér með 300 milljónum kr. beint í vasann. Og það úti í London sem gerir glæpinn alvarlegri. Þrátt fyrir að hafa sturtað í sig vænum skerf af gerjuðum vínberjum (svæfandi og róandi) þá hélt mútutilboðið vöku fyrir honum alla nóttina - ásamt köldum svita og heitum á víxl.
Mútutilboðið taldi hann - réttilega - vera augljóst merki um það hversu hættulegir glæpamenn væru þar á ferð. Það var augljóst.
Þegar Baugsfeðgar keyptu fjölmiðlarisann sem nú kallast 365 þá lýsti DOddsson því sem verslun með þýfi. Nú liggur ljóst fyrir að eigendur 365 eiga marga peninga í skattaskjólum erlendis. Eru í hópi þeirra sem tæmdu gjaldeyrisforðann sem DOddsson átti lögum samkvæmd að passa upp á vel og vandlega í Seðlabankanum. En tókst ekki. Aflandseyjaliðið náði öllum gjaldeyrinum úr skúmaskotum Seðlabankans og faldi á Tortóla.
Eftir hart og illvígt stríð DOddssonar og Jón Ásgeirs til margra áratuga bankar sá fyrrnefndi upp á hjá þeim síðarnefnda og spyr eins og í laginu Ævintýri: "Má, má, má, má ég koma innfyrir?". Svarið er: "Blessaður vertu ef þú hagar þér einu sinni eins og maður."
Þetta er snjall leikur hjá DOddssyni. Hann slær vopnin úr höndum óvinarins með þessari vinabeiðni. Fjölmiðlaveldið - sem hefði að öðrum kosti tekið upp harða baráttu gegn forsetaframboði hans - er nú sem leir í höndum hans. Þar á bæ er mönnum stórlega létt. Það er spennufall. Friður ríkir yfir vötnum. Allir eru vinir. Stríðið er búið. Fyrrum óvinir éta úr lófa Dabba kóngs.
Gamli maðurinn kann þetta.
Athyglisvert að Davíð bjóði sig fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Spaugilegt, Spil og leikir, Viðskipti og fjármál | Breytt 30.5.2016 kl. 05:41 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 1026
- Frá upphafi: 4111551
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 862
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Znilldargreind greiníng, ammælizkútur...
Steingrímur Helgason, 8.5.2016 kl. 23:20
Verður Jón Ásgeir Jóhannesson kosningastjóri Davíðs Oddssonar og 365 miðlar bakhjarl ?? Verður Mikael Torfason kosningastjóri Andra Snæs ? Mun Ólafur Ragnar gefast upp ? Tæplega, en þetta er í meira lagi ruglingslegt og undarlegt allt saman. Ég held mig nú bara við Guðna Th Jóhannesson, ekkert rugl þar.
Stefán (IP-tala skráð) 9.5.2016 kl. 08:17
Zteingrímur, takk fyrir það.
Jens Guð, 9.5.2016 kl. 12:15
Stefán, þetta eru trúverðugar tilgátur. ÓRG er þegar búinn að lýsa yfir uppgjöf. DOddsson mælist með 3,1% fylgi í könnun MMR. 365 miðlar þurfa að spýta í lófana til að laga töluna fyrir sinn nýjasta skjólstæðing.
Jens Guð, 9.5.2016 kl. 12:18
Bíð spenntur eftir framhaldi af þessari frábæru söguskýringu!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 9.5.2016 kl. 13:28
Skyldi Davíð vita að nú vantar formann í Samfylkinguna?
Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.5.2016 kl. 15:42
Sigurður I B, ég líka.
Jens Guð, 9.5.2016 kl. 19:51
Steindór, það vantar líka aðalritara hjá Sameinuðu þjóðunum. Og Lions-félagi Grímseyjar.
Jens Guð, 9.5.2016 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.