4.6.2016 | 19:31
Framsóknarflokkurinn slær í gegn
Framsóknarflokkurinn er á fljúgandi siglingu síðustu vikurnar, samkvæmt skoðanakönnunum. Flokkurinn var svo gott sem að þurrkast út á síðustu dögum heilögum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Framsóknarsólin var við það að hníga til viðar. Þá brá svo við að guttinn hvarf úr sviðsljósinu. Hann sagði af sér sem forsætisráðherra. Þess í stað flatmagaði hann í sólinni í Flórída.
Við brotthlaup Sigmundar Davíðs brá svo við að viðsnúningur varð á fylgi flokksins. Framsóknarsólin reis á ný. Bratt. Arftakinn á stóli forsætisráðherra, Sigurður Ingi, fangaði hug og hjörtu landsmanna með skeleggri útlistun á fjármálum forvera síns: Það er flókið að eiga peninga á Íslandi. Gríðarlega flókið. Peningarnir verða þó að vera einhversstaðar. Til þess eru skattaskjól. Ekki geta þeir verið hvergi.
Á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina hótar Sigmundur Davíð því að snúa aftur - þrátt fyrir að vera talinn geðbilaður - að eigin sögn. Það er ekki nýlunda þegar um framsóknamenn er að ræða. Þetta hefur fylgt flokknum frá dögum Jónasar frá Hriflu, eins og SDG bendir réttilega á.
Í ræðu sinni minnti strákurinn á að þegar hann laug í sjónvarpsviðtali á dögunum þá hafi það verið vegna þess að hann var plataður. Gabbið var skipulagt af vondum mönnum sem árás á Framsóknarflokkinn. Zika-veirunni, Panama-skjölunum og gróðurhúsaáhrifum er beint gegn Framsóknarflokknum. Þetta er hræðilegt. Flokkurinn sætir einelti. Vælubíllinn er kominn í áskrift.
Viðreisn og Framsókn auka fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Spil og leikir, Vísindi og fræði | Breytt 5.6.2016 kl. 21:05 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 1028
- Frá upphafi: 4111553
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Er ekki líklegt að kjósendur séu loksins að sjá í gegnum umsátur íslenska göturæsablaðamannsins í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu, sem að göturæsablaðamaðurinn er að reina að segja kjósendum að hafi ekki verið sviðsett.
Ég segi bara, kantu annan göturæsablaðamaður?
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 4.6.2016 kl. 19:40
Jóhann, það blasir við að SDG var veiddur í gildru við Tjarnargötu.
Jens Guð, 4.6.2016 kl. 19:54
Nú hefur þú greinilega gleymt að láta Þórólf ritskoða bloggið áður en þú ýttir á enter!!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 4.6.2016 kl. 21:08
Sigurður I B, mikið rétt. Ég gleymdi því. Er ég þó fæddur og uppalinn í Skagafirði, vöggu Þórólfs-ríkis.
Jens Guð, 4.6.2016 kl. 21:16
Ég myndi frekar segja að ástæðan fyrir því að fylgi framsóknar hefur batnað hafi lítið með Sigmund og hans frí að gera, ég held að ástæðan tengist frekar því að nú eru þessi fjölmiðlar sem eru búnir að vera hamast í framsókn og Sigmundi frá því að þessi ríkisstjórn var stofnuð eru of uppteknir við skítkast á Davíð og að tilbiðja Guðna vegna forseta kosninganna.
Halldór (IP-tala skráð) 4.6.2016 kl. 21:44
Halldór, ertu ekki að vanmeta persónulegar vinsældir Sigurðar Inga?
Jens Guð, 4.6.2016 kl. 22:00
Á meðan Jóka og Grímur stjórnuðu var talað um að það tæki áratugi að ná uppi sama lífsstíl á Íslandi og hafði verið á árinu 2007. Eitt er víst að fátt gladdi Jóku og Grím meira en hrakspár og stuðningsmenn þeirra héldu vart vatni yfir innlendum og erlendum heimsendaspámönnum sem spáðu þjóðargjaldþroti, stóru bólu og svartadauða sem biði Íslands og molbúanna sem þar byggju, allt vegna þess að þar var allt ömurlegt og glatað. Jóka og Grímur, ásamt fjöldanum öllum af háskólamenntuðum sérfræðingum og sérvitringum veltu sér upp úr skít eftirhrunsáranna og sögðu svo "sjáið hvað við höfum tekið vel til eftir auðvaldssvínin" og almenningur í landinu sá ekkert nema skítug svín í forarpytti.
Þremur árum eftir að Jóka og Grímur höfðu verið afsett eru lífskjör á Íslandi ein þau bestu í heimi, atvinnuþátttaka meiri en þekkist í nokkru öðru landi í heiminum, kaupmáttur launa aldrei hærri, krónan styrkist og verðbólga í lágmarki, seðlabankinn við það að sprengja utan af sér húsnæðið vegna óskuldsetts gjaldeyrisforða.
Vesalings aumingja ræfils pakkið sem hélt að vinstri-fábjánarnir væru að bjarga þjóðinni og þurfa svo að upplifa það að það voru framsókn og sjallar sem redduðu málunum.
Bjarni (IP-tala skráð) 4.6.2016 kl. 23:43
Redduðu framsókn og sjallar ferðamönnum til Íslands Bjarni? Ekki náttúran, er hún þá bara aukaatriði per se?
Jónas Ómar Snorrason, 5.6.2016 kl. 09:56
Mikið er nú gott að vita að alls sem misferst á Íslandi í dag er óheiðarlegum fjölmiðlum og blaðamönnum að kenna. Það ætti að vera auðelt að kippa því í liðinn, banna þetta lið bara og fá aðra, þóknanlegri til að skrifa söguna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2016 kl. 10:30
Eina vitið sem kemur fram að ofanverðu er frá Bjarna, Halldóri og Jóhanni.
Elle_, 5.6.2016 kl. 12:39
Bjarni, meira að segja makríllinn samfagnar.
Jens Guð, 5.6.2016 kl. 12:59
Ferðamenn og makríll!?
Þeim verður seint ofaukið vitleysingunum í hagfræðinni.
Þegar Jóka og Grímur stjórnuðu var allt ríkiapparatið eins og rottur að leita að nýjum stofnum til að skattleggja og hvar væri hægt að skera niður án þess að það hefði áhrif á þeirra eigið rassgat. Nú er rifist um hvar eigi að minnka skatta og í hvað eigi að eyða peningunum.
Vinstri vitleysingarnir fengu sinn tíma og sitt tækifæri og útkomann var að það skeit uppá bak í öllu því sem það kom nálægt. Ferðamenn og makríll hefur ekkert með það að gera, heldur hugarfar frelsis gegn hugarfari helsis.
Bjarni (IP-tala skráð) 5.6.2016 kl. 14:10
Jónas Ómar, þeir komu eldgosinu í Eyjafjallajökli af stað. Betri túristaauglýsingu hefur Ísland ekki fengið í heimspressunni.
Jens Guð, 5.6.2016 kl. 15:02
Ásthildur, mér skilst að einhverjir séu þegar byrjaðir að skrá söguna til að halda til haga ofsóknum og einelti fjölmiðla.
Jens Guð, 5.6.2016 kl. 15:04
Hverjir ætli það séu sem þér "skilst" að séu farnir að skrá söguna? Jens, get ég bent á gögn sem Gustaf Skúlason kom fram með í sinni síðu? Þú getur ekki neitað lygunum sem koma þar fram.
Vil líka taka fram að ég er ósammála að allir vinstri minn séu óhæfir eins og kemur fram að ofanverðu.
Elle_, 5.6.2016 kl. 16:49
Jamm Jens, ég held að sú skráning þurfið að vara í Gagn og gaman stíl svo sumir meðtaki inntakið. Því mér sýnist sumir séu bæði blindir og heyrnarlausir á skynsemi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2016 kl. 18:06
Nú eru þeir farnir að tala um skynsemi sem hafa í áratugi sýnt og sannað að þeir þekkja það hugtak eingöngu af afspurn.
Bjarni (IP-tala skráð) 5.6.2016 kl. 19:21
Já Ásthildur hafði engin efni á þessu og væri prófandi fyrir hana að hætta brenglunum. Svo braut Sigmundur engin lög.
Elle_, 5.6.2016 kl. 19:59
Elle_ (#10), takk fyrir að greina umræðuna svona klárt og kvitt fyrir fávísan almenning.
Jens Guð, 5.6.2016 kl. 20:10
Bjarni (#12), á Landspítalnum vita menn ekkert hvað þeir eiga að gera við allan peninginn. Hvorki ferðamenn né makríll hafa neitt með það vandamál að gera. Svo mikið er rétt hjá þér.
Jens Guð, 5.6.2016 kl. 20:16
Það var MINN dómur að ekkert af viti væri í pistlinum og fá fáum sem skrifuðu. Þar með var ég ekki að dæma fyrir hinn almenna mann sem guði sé lof er ekki eins fávís og þið Ásthildur virðist trúa, miðað við brenglanir (og kannski viljandi ósannindi) ykkar.
Elle_, 5.6.2016 kl. 20:17
Og ég var ekki að dæma skrif Sigurðar, svo það komi fram, þar sem ég vissi ekki hvað hann meinti.
Elle_, 5.6.2016 kl. 20:29
Elle_ (#15), ég neita engum lygum sem koma fram á síðu Gústafs Skúlasonar.
Jens Guð, 5.6.2016 kl. 21:46
Ásthildur Cesil (#16), skrásetningin er í Gagn og gaman stílnum.
Jens Guð, 5.6.2016 kl. 21:48
Bjarni (#17), það er betra að þekkja skynsemi af afspurn en ekki. Ekki satt? Eða ekki?
Jens Guð, 5.6.2016 kl. 21:52
Elle_ (#18), Sigmundur brýtur aldrei lög. Það er löglegt að skrökva þegar menn eru leiddir í gildru.
Jens Guð, 5.6.2016 kl. 21:54
Elle_ (#21), fer ég rangt með að Framsóknarflokkurinn sé á fljúgandi siglingu? Ef svo er þá skal ég glaðastur allra draga það til baka.
Jens Guð, 5.6.2016 kl. 21:57
Elle_ (#22), það veit aldrei neinn hvað Sigurður meinar.
Jens Guð, 5.6.2016 kl. 21:58
GRÍN! Komment Sigurðar I B eru alltaf skemmtileg og sérlega velkomin!
Jens Guð, 5.6.2016 kl. 21:59
Jens hverju laug Sigmundur? Svo veit ég ekkert um fljúgandi siglingu Framsóknar.
Elle_, 5.6.2016 kl. 22:39
Sigmundur var leiddur í gildru í viðtali,,,,,,,,Gildra er teygjanlegt hugtak
Sigmundur plataði ekki neitt í vitalinu..........að plata er teygjanlegt hugtak
Sigmundur fór frá sem forsætisráðherra...........að fara frá er teygjanlegt hugtak
Framsóknarflokkurinn.........það er teygjanlegt hugtak
Margrét (IP-tala skráð) 6.6.2016 kl. 02:42
Framsóknarflokkurinn er ekkert annað en vandamál í íslensku þjóðfélagi og hefur alltaf verið. Það að SDG skuli vera staðinn að lygum aftur og aftur er bara svo samgróið framsóknarmönnum í sögunni að það er ekki nema eðlilegt í þeirra hugum. framsóknarmenn þekkja ekki heiðarleg vinnubrögð og það er því eðlilegt að Sigurður Ingi skuli styðja lygalaup sem formann. Ég held að þing og samkomur hjá flokknum séu ekkert annað en úldnar ormagryfjur.
Stefán (IP-tala skráð) 6.6.2016 kl. 08:28
Eftir því sem Styrmir telur, þá hefur komið fram þegjandi samkomulag hjá framsóknarmönnum að enginn bjóði sig fram gegn Sigmundi í formanninn, og hann samþykki að kosningarverði í haust. Þetta getur orðið fróðlegt. Svo er spurning hvort framsóknarmennirnir í hans eigin kjördæmi láta þetta gott heita. Eða hvort hann flytur sig á annan stað í annað eyðibýli? Góð Margrét
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.6.2016 kl. 08:47
Já er Styrmir Gunnarsson farinn að stjórna Framsóknarflokknum, ég held að hann ætti að halda sig við að reina að leiðrétta afglöp og skilningsleysi elsku Sjallana sína.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 6.6.2016 kl. 13:04
Hvað meinarðu Elle- mínn- minn, veit ekki hvort þú ert karl eða kona, með að ég hafi ekki efni á að tala svona? : Já Ásthildur hafði engin efni á þessu og væri prófandi fyrir hana að hætta brenglunum. Svo braut Sigmundur engin lög.
Að hann hafi ekki brotið lög er ef til vill satt, en það er hægt að gana fram af fólki með öðrum hætti, eins og að ljúga í beinni útsendingu og væla svo um hvað allir eru vondir við hann og Framsóknarflokksins.
Þú hefur algjörlega sjálf ásamt nokkrum öðrum kvensum komið þér í þá aðstöðu að fólk eiginlega brosir þegar þið tjáið ykkur hér á ýmsum bloggum sem kjánar. En það er bara ykkar mál. Verði ykkur að góðu, sagan mun segja aðra sögu. En þið eruð reyndar algjörar dúllur, eða á ég ef til vill að segja Dúllurassar
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.6.2016 kl. 16:22
Merkilegt með sumt fólk, skítafýlan ekki bara eltir það heldur umlykur það hvar sem það kemur og er.
Bjarni (IP-tala skráð) 6.6.2016 kl. 18:47
Elle_ (#30), þú ert að biðja mig um framhaldsbók í 5 bindum. Tékkaðu á myndbandinu hér fyrir ofan. Efra myndbandinu. Nei, annars, það er neðra myndbandið. Hvert er svar hans við sölu á hlut upp á 1 dollar?
Jens Guð, 6.6.2016 kl. 20:31
Margrét, þetta er rétt hjá þér.
Jens Guð, 6.6.2016 kl. 20:31
Stefán, það er ýmislegt til í þessu.
Jens Guð, 6.6.2016 kl. 20:32
Ásthildur Cesil, á miðstjórnarfundinum ku hafa myndast leiðtogadýrkun sem á sér ekki hliðstæðu nema í Norður-Kóreu og hjá bandarískum sjónvarpspredikurum á Jesú-stöðvum.
Jens Guð, 6.6.2016 kl. 20:37
Jóhann, einhver verður að stjórna Framsóknarflokknum. Ekki gerir hann það sjálfur.
Jens Guð, 6.6.2016 kl. 20:38
Ásthildur Cesil (# 35), ég styð skilgreininguna dúllurassar.
Jens Guð, 6.6.2016 kl. 20:40
Bjarni (# 36), orðbragð þitt og ritstíll eru hrópandi einkenni manns í ójafnvægi. Góðu fréttirnar eru þær að nú er sumar og sól. Útivera getur slegið á einkennin. Góður göngutúr úti í náttúrinni. Leggjast niður léttklæddur og leyfa sólinni að sleikja sig. Sannaðu til. Lífið er yndislegt, ef þú vilt.
Jens Guð, 6.6.2016 kl. 20:48
Jamm þetta eru sko dúllurassar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.6.2016 kl. 22:01
Ég er í ágætu jafnvægi Jens, i svo góðu jafnvægi að ég þarf ekki klapp á rassinn frá einhverri tík frá Ísafirði, en þú Jens, ertu dúllurass?
Bjarni (IP-tala skráð) 7.6.2016 kl. 13:27
Bjarni þú mátt vera dúlla við sleppum rassinum. Og ég ætla bara að segja að tíkur svo og aðrar dýrategundir standa mörgum manninum langt um frama bæði í umgengni og góðum siðum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2016 kl. 14:22
Jens Guð, ert þú að ýja að því að Styrmir Gunnarsson sé að stjórna Framsóknarflokknum? Gaman væri að fá að vita hvaðan þu hefur fengið þessar heimildir.
Ekki lítur það vel út þegar fólk eru með persónulegar árásir eins og Bjarni gerði, en það er ekkert betra þegar fólk leggst í sömu aðferðir eins og Jens og Ásthildur.
Ég man ekki eftir að Jens væri í persónulegum árásum í sínum pistlum og athugsemdum til þessa. Ég les yfirleitt alla pistlana sem Jens skrifar og hlusta á hann og Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu þegar Jens er þar af því að það er upplýsandi, interesant og án persónulegra árása og nú er ég svolítið vonbrigðin.
Hvað finst ykkur?
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 8.6.2016 kl. 17:25
Bjarni (#45), ég er dúllurass. Ekki spurning.
Jens Guð, 8.6.2016 kl. 19:34
Jóhann (#47), fyrir það fyrsta er þessi bloggsíða fyrst og síðast vettvangur gamansemi, galsafenginnar umræðu og sprells af öllu tagi. Það má ekki taka hátíðlega neitt sem hér stendur. Ég bulla heilu ósköpin og flakka á milli satíru (kaldhæðni), útúrsnúninga, viljandi misskilnings og einhvers sem á að vera góðlátlegt grín.
Í öðru lagi þá skal ekki vanmeta Styrmi. Áhrif hans hafa verið gríðarlega mikil og spor hans í stjórnmálasöguna eru mun dýpri en nokkur veit. Hann vinnur ekki fyrir opnum tjöldum. Hann vinnur á bak við tjöldin. Hann hefur upp á eigin spýtur myndað ríkisstjórn. Enginn vissi af því á sínum tíma. Í öðrum tilfellum hefur hann átt þátt í myndun ríkisstjórna og ýmsu öðru í framvindu stjórnmála. Hann var með njósnara (á launum) í innsta hring Alþýðubandalagsins. Enn í dag hefur njósnarinn ekki verið afhjúpaður. Hann var virkur í undirbúningi málaferla Jóns Geralds gegn Baugsfeðgum. Þáttur hans átti hvergi að koma fram. Tölvupósti sem upplýsti hans þátt var stolið og glefsur úr honum birtar í Fréttablaðinu. Í einum póstinum biður Styrmir að sínum fingraförum verið eytt eytt úr póstum, svo sem þar sem hann vísar Jóni Gerald á lögfræðinginn Jón Steinar. Segir hann vera "innvígðan og innmúraðan".
Nú segir Styrmir frá viðkvæmum innanhúsmálum í Framsóknarflokknum sem enginn annar segir frá. Hann er með eyru í innsta hrings flokksins. Hann plantar fræjum. Á uppreisn Höskuldar og félaga er ekki minnst. Atburðarrásin er hönnuð án hans.
Jens Guð, 8.6.2016 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.