9.6.2016 | 20:04
Poppstjarna krefst ritskoðunar
Bandaríski rokksöngvarinn Axl Rose hefur alltaf verið upptekinn af útliti sinu. Það er ekkert nema jákvætt. Í upphafi söngferils notaði hann andlitsfarða, varalit, augnskugga, eyeliner og þess háttar. Jafnframt lét hann blása hárið og túpera. Til spari voru stundum liðir settir í rauðan makkann. Þetta var myndarlegur gutti sem tók sig vel út á ljósmyndum teknum af fagmönnum og dreift til fjölmiðla.
Axl er þekktastur sem framvörður hljómsveitarinnar Guns N´ Roses. Hann er líka söngvari áströlsku hljómsveitarinnar AC/DC.
Eiturlyfjaneysla, skapofsaköst, andlegir erfiðleikar og ýmis fleiri vandræði hafa hrjáð stráksa. Hann er viðkvæmur fyrir öllum öldrunareinkennum. Enginn má vita að hann er tannlaus (með gervigóm). Enginn má vita að hann er hálf sköllóttur (með hárlengjur). Verra gengur að fela ásækni aukakílóa. Að vísu má gera lítið úr þeim á ljósmyndastofu fagmanna. Myndavélar óvandaðra hljómleikagesta leyna hinsvegar engu. Það angrar Axl. Ennþá fremur angrar hann að ósvífnir "húmoristar" gera sér að leik að bæta inn á myndirnar neikvæðum textum sem snúa út úr söngtextum Axl. Nú hefur hann farið formlega fram á það við samfélagsmiðilinn google.com að tilteknar ljósmyndir verði fjarlægðar úr gagnagrunni hans þannig að ekki verði hægt að "gúggla" þær.
Sýnum Axl samstöðu. Ekki gerir Google það. Birtum hvergi og aldrei af honum ljótu myndirnar. Bara þær sem eru hér fyrir ofan.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Lífstíll, Útvarp | Breytt 10.6.2016 kl. 08:32 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
- Furðulegur hundur: Sigurður I B (#7), ég hlakka til. jensgud 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Meira á morgun!!!!! sigurdurig 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 33
- Sl. sólarhring: 273
- Sl. viku: 1408
- Frá upphafi: 4118935
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 1081
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Hann er harður og fallegur eins og demantur.Mis stór demantur að vísu.
Elías Rúnar Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.6.2016 kl. 20:30
Það þarf að slípa hann til öðru hverju.
Elías Rúnar Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.6.2016 kl. 20:31
GNR varð þvílíkt risadæmi að erfitt verður að slípa Axl. Hann kemst upp með margt. Fyrir mörgum árum skrapp ég til Stokkhólms í Svíþjóð þegar GNR voru þar með hljómleika. Það var uppselt á þá löngu áður en mig bar að garði. Að hljómleikum loknum ætlaði Axl í partý með stelpum sem tóku þátt í fegurðarsamkeppni í Svíþjóð. Fyrir misskilning hélt hann að það væri á hótelinu sem hljómsveitin dvaldi á. Þegar stelpan í innritunarborðinu kannaðist ekki við partýið þá tók hann skapofsakast. Réðist á hana með barsmíðum. Dyravörður brá við eldsnöggt og felldi hann í gólfið. Þá beit hann í fót dyravarðarins. Tókst ekki betur til en svo að gervigómurinn hrökk út á gólf. Fyrir tilviljun var lögregluþjónn staddur í anddyrinu. Hann járnaði Axl þegar í stað og færði á löggustöð. Daginn eftir var Axl bókaður á hljómleika í Danmörku (að mig minnir á Hróarskeldu). Sænska lögreglan vildi ekki setja strik í þann reikning. Né heldur mata fjölmiðla á ástandinu. Löggan laumaði Axl bakdyramegin út í þyrlu síðar um nóttina. Honum var flogið til Danmerkur í skjóli nætur. Áður var honum þó gert að borga dömunni á innritunarborðinu og dyraverðinum skaðabætur. Upphæðin var - að mér fannst - alltof lág. Mig minnir 500 eða 600 þúsund kall.
Jens Guð, 9.6.2016 kl. 21:08
Frægðin hefur augljóslega stigið þessu kappa of mikið til höfuðs.
Stefán (IP-tala skráð) 10.6.2016 kl. 08:12
Stefán, heldur betur.
Jens Guð, 10.6.2016 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.