Heitir drykkir heilsuskaðandi

  Læknavísindum fleygir fram.  Stöðugt er verið að rannsaka hitt og þetta sem snýr að heilsu okkar.  Út um allan heim eru rannsóknir í gangi.  Margar þeirra leiða til óvæntrar niðurstöðu og auka skilning okkar á líkamsstarfseminni.  Löngum hefur legið fyrir að kaffidrykkja eykur líkur á krabbameini í vélinda.  Fyrir vikið hefur kaffi verið á lista Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar WHO yfir krabbameinsvalda.  Ný rannsókn leiðir í ljós sannleikann.

  Kaffið er í sjálfu sér saklaust.  Það er heilsudyrkkur fremur en eitthvað annað.  Hressir og kætir.  Vandamálið liggur í hita drykksins.  Skiptir þá engu máli hvort að drukkið er sjóðandi heitt kaffi,  te eða súkkulaði.  Nauðsynlegt er að leyfa drykknum að kólna dálítið áður en hann er þambaður.  Ekki er mælt sérlega með því að kæla hann með mjólk.  Hún er fyrir kálfa.

kaffi           


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.