Hvar er dýrast að búa?

  Hvar er dýrast að dvelja þegar allur helsti kostnaður við það er tekinn saman?  Við erum að tala um húsaleigukostnað,  verðlag á veitingastöðum,  verð í stórmörkuðum,  kaupmátt innfæddra og eitthvað svoleiðis.  Netmiðillinn Numbeo þykir vera sá marktækasti í heiminum þegar kemur að samanburði á þessu.  Á hálfs árs fresti tekur hann saman lista yfir þetta.  Nú hefur birt lista yfir dvalarkostnað í borgum heimsins.  

  Hann spannar 372 borgir í hinum ýmsu löndum.  Eðlilega hrúga sig saman á listann borgir í sama landinu.  Hér hef ég aðeins dýrustu borg hvers lands:

1.  Hamilton,  Bermuda

2.  Zurich,  Sviss

3.  Luanda,  Angóla

4.  Tromsö,  Noregi

5.  Tokyo,  Japan

6.  Reykjavík,  Íslandi

7.  New York,  Bandaríkjunum

8.  Kaupmannahöfn,  Danmörku

9.  Singapore,  Singapore

10. Perth,  Ástralíu

11. Kuweit,  Kuweit

12. Hamilton,  Nýja-Sjálandi

13. Stokkhólm,  Svíþjóð

14. London,  Englandi

15. París,  Frakklandi 

16. Dublin, Írlandi

17. Turku,  Finnlandi

18. Busan,  Suður-Kóreu

19. Linz,  Austurríki

20. Tel Aviv,  Ísrael

  Kostnaður á Bermúda er um það bil 36% hærri en á Íslandi.  Þó að kostnaður í Reykjavík og New York sé nánast sá sami þá er kaupmáttur launa Reykvíkinga aðeins 86% af kaupmætti New York búa.  

  Lægstur er kostnaður á Indlandi.  Þar er kaupmáttur launa lítill.  Sama á við um Úkraínu þar sem kostnaður er næst lægstur og Moldova sem vermir 3ja neðsta sætið. 

  Með því að smella á kortið má betur sjá hvar ódýrast er að hreiðra um sig í sumarfríinu.

map-view-cost-of-living


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jens.

Numbeo hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér.

Ég hef ferðast svolítið og get vottað lágar tölur í S-A. Asiu.

Taiwan sker sig úr að mörgu leiti. Þeir hafa betri heilbrigðisþjónustu en við og stands framar okkur á mörgum sviðum.

Kína er umhugsunarvert því Peking er orðin svo miklu hærri en hún var.

Ekki þarf samt að fara langt í ódýrari svæði.

Kveðja,

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 2.7.2016 kl. 21:31

2 identicon

Sæll Jens, ég fór einmitt á vefinn og bar saman Reykjavík og Tromsö. Niðurstaðan á Numbeo er að kaupmáttur í Reykjavík er tæpum 14 prósentum minni en í Tromsö þegar miðað er við að leigt sé sambærileg íbúð á báðum stöðum.

Megin ástastæðan er launamunur og verð á fötum og raftækjum.

Meðallaun Tromsö-búa eru eftir skatta 374.524 kr en í Reykjavík 288.625 kr. Verðmunur á fötum er á bilinu tæplega 50% uppí 85% lægra í Tromsö en í Reykjavík.

Sammála þér, þessi vefur er einmitt stórskemmtilegur til að bera saman lönd og borgir :).

Óðinn (IP-tala skráð) 2.7.2016 kl. 23:07

3 Smámynd: Jens Guð

Guðmundur,  takk fyrir fróðleiksmolana.

Jens Guð, 2.7.2016 kl. 23:16

4 Smámynd: Jens Guð

Óðinn,  takk fyrir áhugaverðar ábendingar. 

Jens Guð, 2.7.2016 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband