Hvatt til sniðgöngu

SS í járnumSS liðar handteknir 

 

 

 

 

 

 

 

  Þegar fólki mislíkar við skoðanir,  framkomu eða aðgerðir annarra er sniðganga algeng viðbrögð.  Viðskiptabann af einhverju tagi.  Útfærslan fer eftir því hvort að óánægjan beinist gegn einstaklingum,  fyrirtækjum,  félagasamtökum,  þjóðum eða öðrum.  

  Reynslan hefur sýnt að í flestum tilfellum skilar viðskiptabann engum árangri.  Oft þvert á móti.  Til að mynda kemur viðskiptabann Íslands á Rússa ekki niður á Rússum.  Þess í stað kemur það aðeins niður á Íslendingum sjálfum.  Við töpum tugmilljörðum króna á þessu kjánalega viðskiptabanni.  Þökk sé Gunnari Braga Sveinssyni.

  Íslendingar eru sérlega klaufskir í þessum efnum.  Fyrir nokkrum árum var skipulagt sniðugt viðskiptabann á íslensk olíufélög vegna verðsamráðs þeirra.  Sniðganga átti eitt tiltekið olíufélag í viku,  annað vikuna þar á eftir og þannig koll af kolli.  Sömuleiðis átti að sniðganga algjörlega kaup á öðrum vörum en bensíni á bensínstöðvum.  Þetta misheppnaðist gjörsamlega.  Engin breyting varð á verslun við olíufélögin - þrátt fyrir hávært stríðsöskur og stórkallalegar yfirlýsingar á Fésbók og í bloggheimum.

  Rétt er að halda til haga að viðskiptabann á S-Afríku virkaði og braut á bak aftur aðskilnaðarstefnu þáverandi stjórnvalda.  Sömuleiðis eru viðskiptaþvinganir á Ísrael að bíta.

  Víkur þá sögu að hvalveiðum Færeyinga. Þeir náðu 48 marsvínum í Hvannasundi í dag.  Það er fyrsta uppskera sumarsins í ár.  Í fyrrasumar voru 500 liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Sea Shepherd staðsettir í Færeyjum.  Þeir reyndu með ráðum og dáðum að hindra hvalveiðar Færeyinga.  Framganga þeirra varð háðungarför.  Allt klúðraðist sem gat klúðrast. Færeyska lögreglan tók SS-liðana föstum tökum.  Járnaði,  fjarlægði af vettvangi og gerði dýran búnað þeirra upptækan.  Allt frá bátum til rándýrra kvikmyndatökuvéla.  Að auki voru SS-liðarnir dregnir fyrir dómara og sektaðir persónulega hver og einn um hundruð þúsunda króna + greiðslu á málskostnaði sem nam ennþá hærri upphæð.  Síðan var þeim sparkað úr landi með skít og skömm og fá ekki að koma til Færeyja aftur næstu ár.

  Í stuttu máli þá rassskelltu Færeyingar SS-liða svo rækilega að þeir hafa ekki látið sjá sig í Færeyjum í ár.  Hinsvegar hafa þeir farið hamförum á Fésbók og Tísti í dag.  Þar fer fremstur í flokki forsprakkinn,  Páll Watson. Nú hvetur hann heimsbyggðina til sniðgöngu á færeyskum laxi.  Hann segir laxinn vera alinn við vond skilyrði í kvíum í færeyskum fjörðum.  Hann fái hvergi um frjálst höfuð strokið.  Um sé að ræða gróft dýraníð af verstu tegund. Páll skorar á heimsbyggðina við kaup á sushi að spyrja hátt og snjallt í matvöruverslunum og á veitingastöðum hvort að laxinn sé Færeyskur. Ef svarið sé "já" þá skuli samstundis lýsa yfir vanþóknun,  góla um dýraníð og yfirgefa staðinn með formælingar á vör.

ss fáni          


mbl.is Veiddu 50 grindhvali í Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á áttunda áratug síðustu aldar var til ríki í sunnanverðri Afríku sem hét Rhodesia. Var það stofnað af hvítum landnemum þegar breska nýlenduveldið liðaðist í sundur.

Þetta ríki var mikill þyrnir í augum margra, einkum vinstri manna.

Einu viðskipti okkar við þetta ríki munu hafa falist í kaupum á svokölluðum Outspan appelsínum sem mér þótti sérstaklega gómsætar.

Hófust nú mikil mótmæli gegn tilveru þessa ríkis og þess krafist að öllum viðskiptum við það yrði hætt. Ef ég man rétt þá þótti "Outspan appelsínur" hálfgert skammaryrði og neysla þeirra illt athæfi.

Ekki veit hvort það var þessum aðgerðum að þakka, en hin "hvíta" stjórn hrökklaðist frá og við völdum tóku innfæddir menn undir stjórn Roberts Mugabe.

Eftir stjórnarskiptin dvínaði fljótt áhuginn á þessu Afríkuríki og ekki minnist ég þess síðan að hafa séð Outspan appelsínur, en Robert Mugabe er enn þar við völd: Zimbabwe 'shut down' over economic collapse

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 6.7.2016 kl. 23:22

2 Smámynd: Jens Guð

Nú langar mig í appelsínu.  Outspan.  

Jens Guð, 7.7.2016 kl. 10:15

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Meiriháttar góður pistill og ég er svo innilega sammála hverju orði.  Sérstaklega þó kaflanum um "viðskiptabannið" á Rússa, sem bitnaði eingöngu á okkur Íslendingum.  Þetta er eingöngu tilkomið vegna Ráðuneytisstjórans í Utanríkisráðuneytinu og þjónkunnar hans við ESB ætli Gunnar Bragi hafi ekki bara gert það sem ráðuneytisstjórinn sagði honum að gera.  Ég vona að Lilja Alfreðsdóttir sé með aðeins meira bein í nefinu. 

Jóhann Elíasson, 7.7.2016 kl. 10:36

4 identicon

Sem betur fer er Gunnar Bragi farinn úr Utanríkisráðuneytinu, en það ráðuneyti mældist með versta starfsanda allra ráðuneyta um daginn. Í nýrri könnun um fylgi flokka mælist Framsóknarflokkurinn með helmingi minna fylgi en í síðustu könnun, enda ætti Framsóknarflokkurinn ekki að vera til nema í Skagafirði.  

Stefán (IP-tala skráð) 7.7.2016 kl. 12:52

5 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  takk fyrir það.

Jens Guð, 7.7.2016 kl. 19:17

6 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  er hann ekki fyrst og síðast til í Skagafirði?

Jens Guð, 7.7.2016 kl. 19:18

7 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Er það ekki einmitt það sem Útvarp Saga verður fyrir þessa dagana???

Sigurður I B Guðmundsson, 8.7.2016 kl. 09:19

8 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  góð ábending. Ég ætti að skrifa núna um helgina bloggfærslu um Útvarp Sögu.  Það eru margir fletir á því máli sem ástæða er til að velta upp.   

Jens Guð, 8.7.2016 kl. 18:16

9 identicon

Ég bjó um hríð með konu frá Zambíu. Hún sagði mér að Rhodesiu hafi verið skipt í tvö ríki. Syðra ríkið var áfram kallað Rhodesia, en nyrðra ríkið varð Zambia.

Árni Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.7.2016 kl. 22:50

10 identicon

Bara að Spuklera: afhverju hleypa ekki. Færeyingar (alveg óvart) 5-6 SS liðum inn í landið, og láta þá verða sér til Skammar? Við höfum Áramótaskaup, en Þau gætu haft Sumarskaup?

Árni Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.7.2016 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.