Heitt íste

  Ég kom við í kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur.  Þangað kom líka par sem talaði - að ég held - frönsku áður en það fór að skoða matseðilinn.  Svo pantaði það sér drykki í hálfgerðum tungumálaörðugleikum.  Strákurinn spurði á bjagaðri ensku hvort að hægt væri að fá heitt íste (Ice Tea).  Þetta hljómar eins og mótsögn.  Ég er ekki nógu mikill heimsborgari né vel að mér í tedrykkju til að átta mig á því hvort að tedrykkjufólk tekur almennt svona til orða.

íste 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íste getur verið mjög gott. Það gæti verið gaman að sitja yfir slíkum tebolla með meistara Gunnari Waage og ræða nýrasista og framsóknargrey.

Stefán (IP-tala skráð) 27.7.2016 kl. 15:18

2 Smámynd: Jens Guð

Ískalt íste með ísmolum getur verið gott og svalandi í hitamollu.  Spurning hvort að heitt te geti kallast íste.  

Jens Guð, 27.7.2016 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband