Missti af Herjólfi

  Þeir kalla ekki allt og alla ömmu sína í Vestmannaeyjum.  Enda yrði það fljótlega ruglingslegt.  Vestamannaeyingar eru harðgerðir afkomendur víkinga og þræla.  Í gærkvöldi bar svo við að lögreglumaður Eyjanna missti - fyrir hlálegan misskilning - af fari með bátnum Herjólfi.  Hann gerði sér þá lítið fyrir og synti frá Eyjum til lands.  Lagði af stað laust fyrir miðnætti og náði landi við Landeyjahöfn um hálf sjö í morgun.   

  Þegar þangað var komið uppgötvaðist að hann hafði sparað sér 1320 króna fargjald.  

 


mbl.is Synti 11 km leið frá Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvað hefði gerst ef hann hefði misst af flugi!!

Sigurður I B Guðmundsson, 5.8.2016 kl. 17:55

2 Smámynd: Már Elíson

Hann hefði verið jafnlengi að synda...og sparað jafnmikið, eða því sem nemur flugfarseðlinum. (?)

Már Elíson, 5.8.2016 kl. 20:32

3 identicon

Mér fannst það helvíti hart,

en hún djúpt mig snart,

ég engu um það kenni,

en sá gállinn var á'enni,

að hún fór Rod...Stewart!frown

Karl konunnar sem fór ekki til Eyja! (IP-tala skráð) 6.8.2016 kl. 07:36

4 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I B,  góður! tongue-out  

Jens Guð, 6.8.2016 kl. 12:09

5 Smámynd: Jens Guð

Már,  þá hefði sparast 15 þúsund kall.

Jens Guð, 6.8.2016 kl. 12:09

6 Smámynd: Jens Guð

Sveitti bóndin,  það er út af svona sem kennarar krefjast hærri launa.  

Jens Guð, 6.8.2016 kl. 12:12

7 Smámynd: Jens Guð

Karl konunnar...,  takk fyrir skemmtilega limru.  

Jens Guð, 6.8.2016 kl. 12:12

8 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Heill og sæll Jens.

Jón Kristinn Þórsson, júdómaður með meiru er ekki lögga í Eyjum, í það minnsta ekki að staðaldri. Það að flimtra með afrek sem enginn hefur, mér vitanlega framkvæmt, finnst mér ekki fyndið fyrir 5.

Góða helgi

Sindri Karl Sigurðsson, 6.8.2016 kl. 23:26

9 Smámynd: Jens Guð

  Sindri Karl,  það á ekki að flimtra með nokkurn hlut.  

Jens Guð, 7.8.2016 kl. 03:49

10 identicon

Og hafi nú enginn framkvæmt [svo!] Landeyjasund, að sögn Sindra, þá hefur meint lögga ekki gert það heldur. Þar með er allt tal um meint afrek meintrar löggu bull og því hið besta mái að „flimtra“ um það.

Tobbi (IP-tala skráð) 11.8.2016 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.