Af hverju eru keppendur á Ólympíuleikunum með rauða bletti?

rauðblettir arauðblettir brauðblettir c

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Margir hafa tekið eftir því að bandarískir keppendur á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu eru með dökkrauða hringlaga bletti.  Sumir á öxlunum.  Aðrir á bakinu.  Þessu svipar til pepperóni á pizzu.  Hvað veldur?  Er þetta afleiðing neyslu tiltekinna örvandi efna?  Löglegra eða ólöglegra?  Hið rétta er að þetta er fylgifiskur kínverskrar aðferðar sem byggir á svokölluðum orkupunktum (acupuncture);  sömu punktum og kínverska nálastungan gengur út á.

  Þetta er þannig að glerkrukkum er komið fyrir á orkupunktunum.  Kveikt er á kerti á botni þeirra (sem snýr upp).  Við það myndast þrýstingur sem býr til sogblett á húðinni.  Þetta á að virkja og jafna orkuflæði líkamans.  Það er eins og við manninn mælt: Mestu vesalingar verða skyndilega þvílíkir orkuboltar að þeir vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum. blettir      

 

 


mbl.is Allir að gefa henni illt auga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Eru þetta ekki sogblettir!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 9.8.2016 kl. 22:46

2 Smámynd: Jens Guð

Þetta eru í raun sogblettir.

Jens Guð, 10.8.2016 kl. 09:35

3 identicon

Þetta er nú meira ruglið/kuklið :D

DoctorE (IP-tala skráð) 10.8.2016 kl. 12:51

4 Smámynd: Jens Guð

Sælir eru trúgjarnir...

Jens Guð, 10.8.2016 kl. 17:55

5 identicon

Það er nú ekki eins og þetta sé eitthvað nýtt. https://en.wikipedia.org/wiki/Cupping_therapy

Tobbi (IP-tala skráð) 10.8.2016 kl. 20:55

6 Smámynd: Jens Guð

Tobbi,  þetta kukl er aldagamalt,  rétt eins og svarti galdur, heilun, stjörnuspá og sálarþvottur.  Hinsvegar er nýlunda að bandarískir keppendur á Ólympíuleikum ófatlaðra flaggi svona.  Fram til þessa hafa þeir látið nægja að auka sigurlíkur með því að laumast með kanínufót svo lítið beri á.  

Jens Guð, 11.8.2016 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband