Gargandi snilld! Allt á sama stað.

  Í stærri bæjarfélögum og borgum eru götur og hverfi skipulögð af yfirvöldum.  Sum hverfi eru skilgreind íbúðarhverfi.  Önnur iðnaðarhverfi.  Enn önnur verslunarhverfi.  og svo framvegis.  Í einhverjum tilfellum er þess gætt að atvinnusvæði séu blönduð.  Fjöldi veitingahúsa er takmarkaður ásamt fjölda hótela,  skemmtistaða,  verslana og íbúðarhúsa.

  Eðlilega leitar starfsemi á heppilegustu staðsetningu.  Einkar vel hefur tekist með það í Flatahrauni 5 í Hafnarfirði.  Í sama húsi eru hlið við hlið bjórkráin Ölstofa Hafnarfjarðar og Útfararstofa Hafnarfjarðar.  Hagkvæmara getur það ekki verið.  Í sama húsi er matsölustaðurinn Burger-inn.  Ekki nóg með það.  Þessi snilldar samsetning leiddi rökrétt til þess að Félag aldraðra í Hafnarfirði er flutt í næsta hús við hliðina,  Flatahraun 3.  

göngugrindbjór aburger


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sem sagt allt þrautskipulagt cool Svona eiga sýslumenn að vera.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.8.2016 kl. 14:27

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ÞETTA ER FLOTT !! FARA Á BARINN - DREPAST- ÚTFARASTOFAN Í SAMA HÚSI- ÆTTINGJAR- EKKERT VESEN- BARA MÆTA Í ÚTFÖRINA MEÐ VASAKLÚTINN ! SEM FÆST ÖRUGGLEGA Í SAMA HÚSI ! HAFNFIRÐINGAR ERU GAMALL BÆR SEM KANN ÞETTA !! :)

Erla Magna Alexandersdóttir, 14.8.2016 kl. 20:51

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehe já þetta kallast nú að vera með allt á hreinu 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.8.2016 kl. 21:40

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er sama verð á kvenkjöts og karlmannskjöts hamborgurum? Bara að passa að það sé jafnrétti í þessu, eins og öllu öðru.

Ekki þarf að leggja á flutningskostnað á kjötinu, eða hvað?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 15.8.2016 kl. 02:13

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvar ætli hakkavélin sé staðsett?

Halldór Egill Guðnason, 15.8.2016 kl. 03:18

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Konurnar í kringum mig elda bara feitt með sósu handa mér, en sjálfar borða þær bara nammi, enda sætar, en mitt nammi er súr hvalur. 

Hrólfur Þ Hraundal, 15.8.2016 kl. 11:43

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hann er góður, líka harðfiskur, fékk til dæmis um daginn lúðurikling sem ég hef ekki séð í áraraðir.  Og svo blessuð skatan.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.8.2016 kl. 13:55

8 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  svo sannarlega!

Jens Guð, 16.8.2016 kl. 05:48

9 Smámynd: Jens Guð

Erla Magna,  þeir kunna þetta upp á 10!

Jens Guð, 16.8.2016 kl. 05:49

10 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  góður!

Jens Guð, 16.8.2016 kl. 05:49

11 Smámynd: Jens Guð

Halldór Egill,  góð spurning!

Jens Guð, 16.8.2016 kl. 05:50

12 Smámynd: Jens Guð

Hrólfur,  þar er ég sammála.  Fátt betra.  Nema skatan, eins og Ásthildur nefnir.

Jens Guð, 16.8.2016 kl. 05:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.