Litríkt samfélag

kína hlaðborðtían

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Eitt af mörgu skemmtilegu við fjölmenningu er gott úrval fjölbreytilegra veitingastaða.  Vissulega er alltaf gaman að snæða á veitingastöðum sem selja kæsta skötu, kjötsúpu og plokkfisk. Mörgum þótti góð tilbreyting þegar bættust við matsölustaðir sem seldu þýskar kjötsamlokur (hamborgara), ítalskar fátæklinga-flatbökur með matarafgöngum og arabískar pítur.

  Á allra síðustu áratugum hafa bæst við allra handa asískir matsölustaðir.  Þar á meðal kínverskir, thailenskir, víetnamskir og filippseyskir.  Líka mið-austurlenskir kebab-staðir,  svo fátt eitt sé nefnt.  

  Einn margra Asíustaða er á Grensásvegi.  Hann heitir Tían.  Þar er boðið upp á klassískt kínverkst hlaðborð á 1790 kr. í hádeginu. Einnig er hægt að velja tvo rétti úr borði á 1590 kr. eða þrjá á 1690.  

  Allt starfsfólk er af asískum uppruna.  Það talar íslensku og er alveg sjálfbjarga.  Á öllum borðum er plaststandur með fallegri litprentaðri auglýsingu.  Þar segir:

Eftirrétt eftir matinn

Kínverskt djúpsteiktar bannani með ís

  Þetta er skemmtilega krúttlegt. 

  Íslenska býður upp á margt broslegt.  Til dæmis að taka orðatiltækið um að setja kíkinn fyrir blinda augað.  Það er ljóðræn myndlíking;  lýsir þeim sem veit af broti en ákveður að þykjast ekki vita af því.

  Rammíslensk þingkona tók snúning á þessu orðatiltæki í útvarpsviðtali í vikunni.  Þar sakaði hún seðlabankastjóra um að hafa látið hjá líða að stöðva saknæmt athæfi þáverandi ráðherra.  Hann setti höndina fyrir blinda augað,  sagði hún.

kínaborð  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Glæsilegt og girnilegt að sjá. Þarf að kíkja á þetta við tækifæri. Takk fyrir að vera duglegur að benda á, Jens.

Már Elíson, 20.8.2016 kl. 17:52

2 Smámynd: Jens Guð

Takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 21.8.2016 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.