Barnabrúðir, barnaníð

jll og frú

  Vorið 1958 var bandarískur rokkari,  píanóleikarinn og söngvarinn Jerry Lee Lewis,  vinsælasti skemmtikraftur heims.  Plötur hans seldust í hærra upplagi en plötur Elvis Presleys,  sem var á hátindi frægðar.  Þá gerðist það að breskir fjölmiðlar uppgötvuðu að eiginkona hans var aðeins 13 ára og þar að auki náfrænka hans.

  Eðlilega varð allt brjálað í Evrópu út af þessu.  Jerry Lee var úthrópaður barnaníðingur.  Í Biblíubeltinu í Bandaríkjum Norður-Ameríku var þetta ekkert mál.  Þetta þótti eðlilegt og þykir enn víða í Bandaríkjunum.  Líka í Massachusetts,  New York og víðar nyrðra.  Giftingaaldurinn er 12 samkvæmt lögum. Mun algengara er þó að brúðirnar séu 13 ára.  Það er mjög mikill þroskamunur á 12 ára og 13 ára börnum.  Brúðgumarnir eru svo gott sem alltaf miklu eldri.  Um það bil tvöfalt eldri eða meir.  

  Jerry Lee var tíu árum eldri en frænkan.  Ferill hans tók dýfu og náði aldrei almennilegu flugi á ný.  Hjónabandið varði í nokkur ár. Að því loknu upplýsti konan að hann hafi átt það til að fá skapofsaköst og verið vondur við hana.          

giftingaraldur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Spurning hvort Múhameð hafi slegið hér öll met með því að giftast átta ára gamalli stúlku og hefja fyrstu samfarir við hana níu ára, eða er nokkuð sem hnekkir þeim upplýsingum?

Geta þá múslimar tekið hann sér til fyrirmyndar, eins og Jesús hvatti lærisveina sína til að líkja eftir sér?

Hvaða áhrif hefur islamstrú á siðferði?

Jón Valur Jensson, 22.8.2016 kl. 14:10

2 Smámynd: Jens Guð

Enginn má fremja barnaníð,  burt séð frá trú eða litarhætti, kynferði eða músíksmekk.

Jens Guð, 22.8.2016 kl. 16:21

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einmitt, en það væri fróðlegt að vita, hvað múslimar segja um þetta!

Og hvað voru þeir að lögfesta Tyrkirnir nýlega?

Páll Vilhjálmsson, 15. ágúst 2016:

Tyrkland löggildir barnaníð - múslímskur ósiður

Jón Valur Jensson, 22.8.2016 kl. 17:56

4 identicon

JVJ er nú að kasta steinum úr glerhúsi, kaþólska kirkjan hefur verið stærsti barnaníðingshringur í heimi.
Trúarbrögðin eru okkar mesta plága.

DoctorE (IP-tala skráð) 23.8.2016 kl. 08:46

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gervidoktornum* líðst enn að skrifa í skjóli nafnleysis, jafnvel þegar hann skrifar með sínum níðska og fordómafulla hætti.

Hann virðist engan veginn skilja, hvað felst í orðinu "barnaníðingshringur", en það er hans vandamál.

Kaþólska kirkjan hefur í meira en áratug beitt sér mjög meðvitað og eindregið gegn möguleikanum á barnaníði meðal starfsmanna hennar, m.a. með vandaðri síu gagnvart því hverjir komast að sem nýnemar í prestaskóla hennar. En í 1200 milljóna manna samfélagi er vitaskuld auðvelt að ímynda sér, að enn finnist barnaníðingar, úr því að þeir hafa einnig fundizt í íslenzku Þjóðkirkjunni og jafnvel í mjög litlum sértrúarsöfnuðum, auk ýmissa félaga og stofnana landsins, jafnvel í þeim sem eiga að starfa beinlínis að því að bera umhyggju fyrir velferð barna. Þarf ég að nefna nöfn slíkra stofnana og heimila?

* Hann er hvorki læknir né með doktorsgráðu.

 

Jón Valur Jensson, 24.8.2016 kl. 17:23

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

GerviDoctorE hefur marg sýnt það að hann hefur ekki þekkingu á hinum akademísku kröfum um rannsókn og framsetningu á niðurstöðum eins og háskólasamfélagið í hinni lýðfrjálsu veröld hefur markað sér. Þannig hefur hann opinberað sig sem gervidoktor og telji hann sig doktor eftir sem áður, þá hefur hann að líkindum fengið doktorsskírteini sitt óvart þegar hann hellti úr morgunkornspakkningu í súpuskálina sína einhvern morguninn.

Ég tek undir það sem Jón Valur skrifaði hér að ofan.

Vitanlega er ´það þannig að kaþólska kirkjan hefur ekki stundað barnaníð. Það hafa einstaka glæpamenn úr röðum starfsmanna kirkjunnar framið því miður. Það gera þeir á eigin forsendum en ekki vegna trúarsannfæringar sinnar eða hollustu við Ritninguna og vígsluheit sín. Svo mikið er víst. Þekkt er að barnaníðingar sækja í störf sem veita þeim þokkalegan aðgang að varnarlausum einstaklingum.  Við þessu getur engin kirkja verið fullkomlega örugg gegn fyrirfram, nema af veikum mætti reynt að fyrirbyggja að hleypa ekki í starf þeim sem líklegir eru til að vera úr þessum röðum glæpamanna eins og Jón Valur nefnir. 

Spurningin er hvort DoctorE líti á lögregluna á Íslandi sem barnaníðingshring, eða leikskólana, en þaðan hafa hér á landi borist upplýsingar um ótal níðinga á þeim vettvangi. Það marga að þeir toppa kirkjudeildir í hlutfalli.

Þá var gerð fyrir þó nokkrum árum rannsókn á því hversu margir barnaníðingar væru í trúfélögum heimsins miðað við hglutfall starfsmanna við söfnuði og kom í ljós að hlutfallið var áþekkt hvort sem um var að ræða hvítasunnusöfnuði, lútyherska eða kaþólska, sem og allar aðrar deildir trúfélaga af öllum trúfélögum.

Þetta kann að sýna að það er ákveðinn hlutfallslegur hópur sem er að níðast á börnum. Það þarf vitanlega að leita allra leiða til þess að stemma stigu við þeirri óhæfu og sakfella slíka glæpamenn að hegningarlögum sem slíka glæpi fremja.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.8.2016 kl. 19:36

7 identicon

Afneitun ykkar og hræsni er alger. :)

DoctorE (IP-tala skráð) 25.8.2016 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.