Af hverju eru íþróttir kynjaskiptar?

  Er kynjaskipting í íþróttum ekki tímaskekkja?  Á öldum áður - lengst af - kepptu einungis karlmenn í íþróttum.  Svo fóru konur að laumast til þátttöku.  Vildu leika sér eins og karlarnir.  Engum datt í hug að þær gætu leikið sér með körlunum.  Þess í stað voru stofnuð kvennalið.  Þeim fjölgaði hratt.  Núna eru þau næstum því jafn mörg og karlalið.  

  Konur leika sér við konur og menn með mönnum.  Á mörgum öðrum sviðum hafa konur sótt inn í áður lokuð karlavé.  Dyr hafa verið opnaðar og konur gengið inn. Meira að segja hjá Frímúrareglunni.  Líka á allskonar vinnustöðum.  Í dag starfa konur í lögreglunni,  keyra strætisvagna og vörubíla,  stýra flugvélum,  borgum og eru prestar, biskupar og forsetar.  Klósettin í Verslunarskólanum eru ekki lengur kynjaskipt.  Ekki einu sinni pissuskálarnar.

  Íþróttaheimurinn situr eftir í þessari eðlilegu þróun.  Afleiðingarnar eru ýmis leiðindi og vandræðamál.  Til að mynda mátti mesti fótboltasnillingurinn,  stelpa,  í Vestmannaeyjum ekki keppa með strákunum þegar á reyndi.  Í Ólympíuleikum í útlöndum eru stöðugt og vaxandi vandamál að fjöldi keppenda er intersex.  Þeir einstaklingar eru á milli þess að vera karlar og konur.  Þar að auki fjölgar í heiminum einstaklingum sem skipta alveg um kyn með aðgerð.

  Burt séð frá því þá er kynjaskipting í íþróttum kjánaleg.  Jafn kjánaleg og ef keppnisliðum í íþróttum væri skipt í örvhenta og rétthenta.  Eða útskeifa og innskeifa.    

   

   


mbl.is Sérfræðingarnir að éta sokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Íþróttir eru kynskiptar vegna þess að konur standast ekki samkeppni við karla á svo mörgum sviðum og það stafar af því að karlar fóru svo vel með konur sínar á lengstum hluta af þróunarsögunni.

Þær urðu því mun minni, léttari, fallegri, þolinmóðari og betur búnar hæfileikum til að hjúkra maka sínum slösuðum til að koma honum aftur til veiða svo að fjölskylda hennar dræpist ekki úr hor.  

Hrólfur Þ Hraundal, 24.8.2016 kl. 07:02

2 Smámynd: Jens Guð

Hrólfur,  það er margt til í þessu hjá þér varðandi hvernig hlutirnir voru og hvernig þeir þróuðust. Nú eru aðstæður aðrar;  veiðimannasamfélög hafa vikið fyrir tölvuvinnu, ferðamannaþjónustu, fasteignasölu og viðskiptum með verðbréf.  Þróunin verður þannig að kynjaskipting fjarar út á mun fleiri sviðum en þeim sem ég tel upp í færslunni.  Bara tímaspursmál hvað verður næst í röðinni.  

Jens Guð, 24.8.2016 kl. 10:00

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Auðvita taka konur við æ fleiri verkum af karlmönnum, eins og tildæmis flutningabíla akstur.  Fyrir 1960 var það ekkert sjálfgefið að konur væru flutningabílstjórar þar sem á þeim tímum þurftu bílstjórarnir að ferma og afhlaða bílinn og setja undir keðjur á vetrum og moka, en líka skipta um hjól og gera við sprungin dekk.  Á fjallvegi voru þeir einir og urðu að bjarga sér sjálfir.

Í dag er þessu verulega öðruvísi farið þar sem latir karlmenn hafa þróað flutningabíla og samskipta tæki  svo vel að meira að segja komur geta auðveldlega verið flutningabílstjórar.  

Hrólfur Þ Hraundal, 24.8.2016 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband