Slagorð skiptir sköpum

donald-trump-hillary-clinton

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Slagorð er hverjum frambjóðanda öflugt hjálpartæki í kosningabaráttunni.  Einkum og sér í lagi ef slagorðið er gott.  Gott slagorð þarf að hljóma trúverðugt,  hvetjandi og innihalda boðskap sem allir geta tekið undir.  Æskilegt er að það sé stuðlað, lipurt og ekki lengra en fjögur orð.  Fimm í mesta lagi.  Skilyrði er að erfitt sé að snúa út úr því.

  Eitt besta slagorðið í dag er "Make America Great Again".  Það uppfyllir öll skilyrðin.  Hefur áreiðanlega hjálpað heilmikið til í kosningabaráttu appelsínugula ljúflingsins Dóna Trumps til embættis forseta Bandaríkja Norður-Ameríku.

  Af minnistæðum klaufalegum slagorðum er "Leiftursókn gegn verðbólgu".  Þetta var slagorð Sjálfstæðisflokksins í kosningum 1979.  Það skorti flest skilyrði góðs slagorðs.  Svo fór að í umræðunni var því snúið upp í "Leifursókn gegn lífskjörum".  Vegna stuðla hljómaði það eðlilegra en jafnframt neikvæðara.  Orðið leiftursókn var sótt í smiðju þýska nasistaflokksins (blitzkrieg) og hafði þar af leiðandi neikvæða áru.  Næsta víst er að slagorðið átti sinn þátt í því að Sjálfstæðisflokkurinn beið afhroð í kosningunum.

  Þessa dagana er nýjasta súpergrúppan,  Prophets of Rage,  á hljómleikaferð um Kanada og heimalandið,  Bandaríkin.  Yfirskrift ferðarinnar er "Make America Great Again".  Skemmtileg tilviljun.  Ferðin er ekki til stuðnings Dóna Trumps.  Rokkarar eru framboði hans andsnúnir,  almennt.  

  Prophets of Rage samanstendur af liðsmönnum hljómsveitanna Public Enemy,  Rage Against the Machine og Cypress Hill.  Nirvana/Foo Fighters Íslandsvinurinn Dave Ghrol á það til að troða upp með þeim.  Þá er gaman.

             


mbl.is Clinton nýtur stuðnings 51% kjósenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ekki má gleyma "Báknið burt"! sem breyttist í "Báknið kjurt"!! Allt í boði "FLOKKSINS"!!

Sigurður I B Guðmundsson, 26.8.2016 kl. 15:32

2 Smámynd: Jens Guð

Gott dæmi.

Jens Guð, 27.8.2016 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband