"Mestu" söngvararnir

  Fyrir tveimur árum birti ég lista yfir ţá söngvara sem hafa breiđast raddsviđ.  Ţađ var mćlt út af VVN Music (Vintage Vinyl News). Sigurvegarinn reyndist vera Axl Rose,  söngvari Guns N´ Roses.  Gallinn viđ listann var ađ hann spannađi einungis allra ţekktustu söngvara rokksins.  Nú hefur listinn veriđ uppfćrđur međ ennţá fleiri söngvurum,  samkvćmt réttmćtum ábendingum lesenda.  Betur sjá augu en eyru.  

  Stóru tíđindin eru ţau ađ viđ uppfćrsluna "hrapar" Axl niđur í 5. sćtiđ.  Nýr sigurvegari er Mike Patton,  ţekktastur sem söngvari Faith no More og nćst ţekktastur sem söngvari Fantomas og gestasöngvari Bjarkar (m.a. á plötunni  Medula).  Ađ öđru leyti er listinn svona:

1  Mike Patton:  6 áttundir og 1/2 nóta (Eb1 - E7)

2  Corey Taylor (Slipknot):  5 áttundir og 5,1/2 nóta (Eb1 - C7)

3  Diamanda Galás (hefur sungiđ í fjölda ţekktra kvikmynda;  allt frá Natural Born Killers til Dracula):  5 áttundir og 4,1/2 nóta  (F2 - C#8)

4  David Lee Roth (Van Halen):  5 áttundir og 3 nótur  (E1 - A6)

5  Axl Rose:  5 áttundir og 2,1/2 nóta  (F1 - Bb6)

6  Rody Walker (Protest the Hero):  5 áttundir og 2 nótur  (G1 - B6)

7  Nína Hagen:  5 áttundir og 1 nóta  (G#1 - Bb6)

8  Ville Valo (HIM):  5 áttundir og 1/2 nóta  (C1 - C#6)

9 - 10  Roger Waters (Pink Floyd):  4 áttundir og 6 og hálf nóta  (B1 - Bb6)

9 - 10  Mariah Carey:  4 áttundir og 6 og 1/2 nóta  (G#2 - G7)

  Til samanburđar má geta ađ ýmsir ţekktir söngvarar eru međ raddsviđ sem nćr "ađeins" eina eđa tvćr áttundir.  Ţeirra á međal er Avi Kaplan forsöngvari bandaríska sönghópsins Pentatonix,  Skin (Skunk Anansie) og Taylor Swift.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband