"Mestu" söngvararnir

  Fyrir tveimur árum birti ég lista yfir þá söngvara sem hafa breiðast raddsvið.  Það var mælt út af VVN Music (Vintage Vinyl News). Sigurvegarinn reyndist vera Axl Rose,  söngvari Guns N´ Roses.  Gallinn við listann var að hann spannaði einungis allra þekktustu söngvara rokksins.  Nú hefur listinn verið uppfærður með ennþá fleiri söngvurum,  samkvæmt réttmætum ábendingum lesenda.  Betur sjá augu en eyru.  

  Stóru tíðindin eru þau að við uppfærsluna "hrapar" Axl niður í 5. sætið.  Nýr sigurvegari er Mike Patton,  þekktastur sem söngvari Faith no More og næst þekktastur sem söngvari Fantomas og gestasöngvari Bjarkar (m.a. á plötunni  Medula).  Að öðru leyti er listinn svona:

1  Mike Patton:  6 áttundir og 1/2 nóta (Eb1 - E7)

2  Corey Taylor (Slipknot):  5 áttundir og 5,1/2 nóta (Eb1 - C7)

3  Diamanda Galás (hefur sungið í fjölda þekktra kvikmynda;  allt frá Natural Born Killers til Dracula):  5 áttundir og 4,1/2 nóta  (F2 - C#8)

4  David Lee Roth (Van Halen):  5 áttundir og 3 nótur  (E1 - A6)

5  Axl Rose:  5 áttundir og 2,1/2 nóta  (F1 - Bb6)

6  Rody Walker (Protest the Hero):  5 áttundir og 2 nótur  (G1 - B6)

7  Nína Hagen:  5 áttundir og 1 nóta  (G#1 - Bb6)

8  Ville Valo (HIM):  5 áttundir og 1/2 nóta  (C1 - C#6)

9 - 10  Roger Waters (Pink Floyd):  4 áttundir og 6 og hálf nóta  (B1 - Bb6)

9 - 10  Mariah Carey:  4 áttundir og 6 og 1/2 nóta  (G#2 - G7)

  Til samanburðar má geta að ýmsir þekktir söngvarar eru með raddsvið sem nær "aðeins" eina eða tvær áttundir.  Þeirra á meðal er Avi Kaplan forsöngvari bandaríska sönghópsins Pentatonix,  Skin (Skunk Anansie) og Taylor Swift.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband