Afa- og ömmudagurinn

 Víða í hinum siðmenntaða heimi er afa- og ömmudagurinn haldinn hátíðlegur með lúðrablæstri og söng.  Gallinn er sá að dagsetningin er ekki samræmd á milli landa.  Sumstaðar er afadagurinn haldinn á einum degi en ömmudagurinn á einhverjum allt öðrum degi.  Annars staðar er þetta einn og sami dagurinn.  Það er heppilegra.  Þá er ekki verið að gera upp á milli - með tilheyrandi leiðindum.  Þetta á að vera skemmtilegt.

  Vestur-Íslendingar í Kanada halda upp á afa- og ömmudaginn (Grandparents' Day) með pomp og prakt annan sunnudag í september.  Aðrir Kanadabúar gera það einnig.  Þetta er formlegur opinber hátíðisdagur.

  Sunnar í Ameríku halda Kanar daginn hátíðlegan á næsta sunnudegi á eftir frídegi verkamanna.  Hann er fyrsta mánudag í september.  Fyrir bragðið lendir bandaríski afa- og ömmudagurinn á sömu dagsetningu og sá kanadíski.  Þannig var það til að mynda í gær.  

  Er ekki tilvalið að einhver íslenskur þingmaður taki upp á sína arma baráttu fyrir því að lögfesta í sessi afa- og ömmudaginn?  Sporna þannig gegn hraðri þróun í þá átt að gamla fólkið gleymist.  Ég legg til að við fylgjum dagsetningu Vestur-Íslendinga.  Það gera Eistar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ekki spurning kýla á þetta!!

Sigurður I B Guðmundsson, 12.9.2016 kl. 11:20

2 identicon

Er ekki frídagur verslunarmanna fyrsti mánudagur í ágúst.

Halldór D.Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.9.2016 kl. 11:29

3 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  takk fyrir stuðninginn!

Jens Guð, 12.9.2016 kl. 12:13

4 Smámynd: Jens Guð

Halldór,  jú,  en ég vísaði til frídags verkamanna í Bandaríkjunum.  Ekki verslunarmanna.  

Jens Guð, 12.9.2016 kl. 12:15

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Snilldarhugmynd og löngu tímabær. Tek heilshugar undir þetta og styð af fullri hörku, ef á þarf að halda.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 12.9.2016 kl. 19:59

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já, víða í hinum siðmenntaða heimi er ýmislegt siðmenntað gert. Sem nær því miður ekki svo auðveldlega jákvæðum viðbrögðum, netheimanna jarðtengingu, né samþykki frímúraranna alsráðandi, dómarastýrandi, kúgandi, siðblindu og gamaldags hér á Íslandi. 

Þetta finnst mér góð hugmynd hjá þér Jens. Og kannski finnst mér það vegna þess að ég er sjálf frekar gamaldags kerling :) Er alls ekki viss um að mér hefði fundist þetta merkileg hugmynd þegar ég var á mínum vegvilluráfandi unglingsárum.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.9.2016 kl. 23:16

7 Smámynd: Jens Guð

Halldór,  takk fyrir stuðninginn!

Jens Guð, 13.9.2016 kl. 08:22

8 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður,  þetta er kannski verkefni fyrir Gráa herinn fremur en ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna?

Jens Guð, 13.9.2016 kl. 08:30

9 identicon

Sæll Jens. Hvernig er tékkað á því í Kanada að fólk sem tekur þátt í að "halda upp á þetta með pomp og prakt" sé nú örugglega afar og ömmur? Hvað ef barnlaust eldra fólk svindlar sér með?

Ingibjörg (IP-tala skráð) 13.9.2016 kl. 21:01

10 Smámynd: Jens Guð

Ingibjörg,  oft fara hátíðarhöldin fram í heimahúsi þar sem stórfjölskyldan kemur saman og allir þekkjast.  En það eru líka skemmtanir,  svo sem í sunnudagaskólum og víðar,  þar sem börn syngja og/eða dansa á sviði fyrir gamla fólkið.  Ég hef ekki heyrt af neinum vandræðum varðandi þetta.  Ekki fremur en að hérlendis eru stundum foreldraskemmtanir í barnaskólum og barnahópar heimsækja elliheimili til að syngja fyrir vistmenn.    

Jens Guð, 14.9.2016 kl. 05:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband