Gullkorn

  Í athugasemdakerfi www.dv.is fór og fer fram áhugaverð umræða um kurteisi, siðvenjur, menningarmun, uppeldi og allskonar í þeim dúr.  Í sumum menningarsvæðum heilsast fólk með handabandi.  Í öðrum heilsast fólk með faðmlagi. Í enn öðrum heilsast fólk með kossi á munn.  Líka eru til samfélög þar sem fólk heilsast með því að nudda saman nefjum.  

  Hvenær og hvar er við hæfi að fólk frá öðrum menningarsvæðum taki þátt í framandi siðvenjum?  Hvenær og hvar er ókurteisi að sniðganga siðvenjur annarra?

  Eiríkur Stefánsson er alltaf hreinn og beinn. Hann hvetur til kurteisi og á þetta kröftuga innlegg í umræðuna:

  "Fíflin ykkar,  við eigum að virða kurteislega kveðju og uppeldi fólks."  

 

Eiríkur Stefáns í kommentakerfinu    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ekki hef ég nennt á DV.is í langan tíma, enda var allt sem ég sá þar seinast þegar ég tékkaði nær því að vera hreinn skáldskapur en dellan sem býðst hér á MBL.
Kommentakerfið þar er hinsvegar, og ég veit að þetta er verðskuldað, þekkt fyrir innhiladslausan dónaskap.
Og ekki einu sinni í bundnu máli.
Einu sinni nennti ég að fylgjast með mönnum ausa fúkyrðum hver yfir annan.  Það hét að fara á rúntinn.  Þá ók maður löturhægt niður laugarveg, og fylgdist með þegar þeir ruddu út af skemmtistöðunum.
Þá var stuð.  Fúkyrði, högg og spörk fengu að fljúga, í algjörlega handahófskenndum hlutföllum.
Kommentakerfin eru ekki með þennan sama "hands on" fílíng.  Manni finnst maður aldrei maður sé í einhverju safarí.
Fólk bara ybbar sig með orðum.  Engum er sparkað niður tröppurnar fyrir framan stjórnarráðið meðan drykkjudauður.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.9.2016 kl. 21:12

2 Smámynd: Jens Guð

Ásgrímur,  takk fyrir þessar áhugaverðu vangaveltur.  

Jens Guð, 28.9.2016 kl. 08:59

3 identicon

Er þetta Eiki skítafýla frá Fáskrúðsfirði?

Gunnar Þorsteinsson (IP-tala skráð) 3.10.2016 kl. 00:53

4 Smámynd: Jens Guð

Gunnar,  Eiríkur er góður náungi.  Hann var verkalýsðforingi á Austurlandi.  Meira veit ég ekki. 

Jens Guð, 7.10.2016 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband