Enn bćtir í eineltiđ

  Fyrir löngu síđan hóf ljúflingurinn Dóni Trump kosningabaráttu.  Hann dreymir um ađ verđa forseti Bandaríkja Norđur-Ameríku.  Ţađ er fallegur ásetningur.  Verra er ađ frá fyrsta degi hefur vont fólk rekiđ í hann hrútshorn.  Menn dylgja,  menn bera hann út,  menn hćđa hann.  Góđmenniđ sćtir grófu einelti.

  Tónlistarmenn eru áberandi í ofsóknunum.  Ţeir hafa betri tćkifćri til ađ láta rödd sína heyrast en leikskólakennarar.  Ekki ađeins hafa ţeir hljóđnema uppi á sviđi heldur bergmála fjölmiđlar rödd ţeirra út um allt.  

  Vinsćlasta pönksveit heims, Green Day, var ađ hefja hljómleikaferđ.  Á sviđinu gerđi söngvarinn sér lítiđ fyrir og formćlti Dóna.  Jafnframt snéri hann einum söngtexta yfir á hann.  Nokkrum dögum áđur hallmćlti Bruce Springsteen honum í spjalli viđ Rolling Stone tímaritiđ.  Söluhćsta tónlistarblađ heims.  Kallađi hann fávita.  Honum er kennt um ađ hafa rekiđ í gjaldţrot náungann sem gaf Brúsa fyrsta gítarinn.  Áreiđanlega óhappaverk eđa misskilningur.  Ţannig er ţađ međ alla sem lenda í gjaldţroti eftir viđskipti viđ Dóna.      

  Međal annarra sem sparka í prúđmenniđ eru Cher, Ellie Goulding, Madonna, Waka Flocka Flame, Shakira, Young Jeezy, Miley Cyrus, Young Thug, Moby, Morrissay, Henry Rollins, Angel Hazel, Roger Waters (Pink Floyd), Bono (U2), Wyclef (Fugees), Vivian Campbell (Def Leppard9, Corey Tailor (Slipknot), Ricky Martin, Demi Lovato, David Crospy, Father John Misty, hljómsveitin Wavves, Katy Perry og ţúsund til viđbótar.   

  Fjöldi tónlistarmanna hefur meinađ piltinum ađ spila tónlist ţeirra á kosningafundum.  Má ţar nefna Neil Young, Steven Tyler (Aerosmith), R.E.M., The Rolling Stones, Twisted Sister, Adele, Elton John, Luciano Pavarotti og eftirlifandi liđsmenn Queen.  Til viđbótar hefur tengdasonur Kára Stefánssonar bannađ Dóna ađ nota tónlist föđur síns, George Harrison.   

  Til ađ bćta gráu ofan á svart hefur frjálshyggjurokkarinn Mojo Nixon samiđ níđsöng um strákinn.  Ţađ er eins og ţetta liđ sé ađ ganga af göflunum.


mbl.is Hljóđnemi Trumps til vandrćđa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Ţú gćtir nú bođiđ honum ađ nota "Ţorraţrćlinn" fyrir dágóđa summu!!!

Sigurđur I B Guđmundsson, 1.10.2016 kl. 16:44

2 identicon

ég sel ţetta ekki dýrara en ég keypti ţađ,en mer kćmi ţetta ekkert a óvart

https://www.youtube.com/watch?v=fqFp_PKjKhA

Helgi Armannsson (IP-tala skráđ) 2.10.2016 kl. 06:05

3 identicon

Ted Nugent mun styđja hann ...

Matthías (IP-tala skráđ) 2.10.2016 kl. 08:46

4 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B, góđ hugmynd.  Hann borgar nefnilega helklings pening fyrir notkun á lögum.

Jens Guđ, 2.10.2016 kl. 13:24

5 Smámynd: Jens Guđ

Helgi,  allskonar kosningasvindl er alvanalegt í Ameríku.  Spurningin er jafnan hversu stórtćkt ţađ verđur hverju sinni.  

Jens Guđ, 2.10.2016 kl. 13:29

6 Smámynd: Jens Guđ

Matthías,  um helmingur bandarískra kjósenda styđur hann.  Ţeirra á međal ýmsir í skemmtiiđnađinum og Ku Klux Klan.  Líka útlendingar á borđ viđ Putin og Kim Jong-un.  

Jens Guđ, 2.10.2016 kl. 13:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.