2.10.2016 | 16:15
Hvað nú?
Enn einu sinni hafa skoðanakannanir rangt fyrir sér. Ekki bara þessar þar sem þátttakendur velja sig sjálfir í úrtak. Líka alvöru skoðanakannanir unnar af fagfólki. Þær sýndu að stuðningur Framsóknarmanna við formennsku Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar var yfirgnæfandi. Nánast allir þeirra vildu ólmir framlengja formennsku hans. Þeir vildu ekkert með Sigurð Inga hafa.
Þegar til alvörunnar kom á flokksþingi um helgina skipti liðið um skoðun um leið og það skipti um nærbuxur. Sigurður Ingi er nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins. Sigmundi var hent í ruslið. Illa farið með góðan dreng. Þegar hann kemst í geðshræringu þá tapar hann niður enskukunnáttu. Nú um stund kann hann ekkert tungumál. Er tregt tungu að hræra.
Hvað veldur því að Framsóknarmenn ákveða að slá hann í andlitið með blautri skúringatusku? Bregða fyrir hann fæti á ögurstundu?
Líklegast er að skoðanakannanir hafi mælt stöðuna rétt á þeim tímapunkti. Skekkjumörkin liggja í atburðum helgarinnar. Fyrir það fyrsta lagðist illa í mannskapinn þegar í ljós kom að Sigmundur ætlaði sér að messa yfir flokksmönnum í heilan klukkutíma en útiloka Sigurð Inga frá því að ávarpa fundarmenn. Seint og síðar meir - eftir kurr, jaml, japl og fuður - náðist sátt um að Sigurður Ingi fengi að láta heyra í sér í hámark korter.
Í öðru lagi magnaðist óánægjan þegar í ljós kom að Sigmundur Davíð lét slökkva á beinni útsendingu frá fundinum strax eftir sína ræðu. Rétt áður en Sigurður fékk að taka til máls.
Í þriðja lagi er næsta víst að einhverjir hafi skipt um skoðun undir ræðum keppinautanna. Fundargestir hafi áttað sig á því hvor er líklegri til að afla betur í komandi alþingiskosningum.
Hvað nú? Fall Sigmundar er hátt. Á vormánuðum var hann forsætisráðherra Íslands, formaður Framsóknarflokksins og safnaði notuðum flugeldaprikum. Á nýársdagsmorgun 2017 gengur hnípinn drengur um götur og safnar flugeldaprikum. Hann er ekki forsætisráðherra. Hann er ekki formaður Framsóknarflokksins. Hann er lúser. Gefum honum tilfinningalegt svigrúm til að sleikja sárin og ná áttum. Fleira nær framhaldslífi en útbrunnin flugeldaprik. Kannski. Kannski ekki.
Svekktur yfir niðurstöðu kosninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spil og leikir | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Heilbrigðismál, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:05 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
- Furðulegur hundur: Sigurður I B (#7), ég hlakka til. jensgud 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Meira á morgun!!!!! sigurdurig 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 33
- Sl. sólarhring: 262
- Sl. viku: 1408
- Frá upphafi: 4118935
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 1081
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Nú er hafin undirskriftasöfnun meðal "Simmunga" að Simmi Ungi bjóði fram klofið....
Hvenær ætli Sigmundur Davíð fylgifiskum hans, skilji það að þessum kafla í lífi hans sem stjórnmálamaður er liðinn...
Vona bara að hann bjóði fram klofið......
Guðmundur Óli (IP-tala skráð) 2.10.2016 kl. 18:46
Guðmundur Óli, hann á öruggt þingsæti sem frambjóðandi og fulltrúi hrörlegs eyðibýlis á Norð-Austurlandi. Spurning hvort að hann sættir sig við að vera óbreyttur kotbóndi án alvöru forráða. Vera rúinn trausti, trúverðugleika og stuðningi flokksfélaga. Útsdkúfaður. Hvað gera kotbændur á eyðibýli þá?
Jens Guð, 2.10.2016 kl. 20:01
Skoðanakönnuin var gerð áður en átök urðu á þinginu sjálfur og áður en Ásmundur Einar Daðason var búinn að fá upp í kok og hélt ræðu, sem enginn hafði búist við og hefði ekki verið flutt nema vegna þess að Sigmundur Davíð kláraði endanlega öll þau tækifæri sem hann hafði fengið til að láta sér segjast.
Ómar Ragnarsson, 2.10.2016 kl. 22:53
Ómar, takk fyrir góðar ábendingar.
Jens Guð, 4.10.2016 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.