Ný íslensk kvikmynd - mikil tilhlökkun

  Um nćstu helgi hefjast sýningar á splunkunýrri íslenskri kvikmynd. Hún heitir "Can´t Walk Away".  Sýningarstađurinn er Egilshöll Sambíó.  Ţetta er heimildarmynd um einn ástsćlasta tónlistarmann ţjóđarinnar í hálfa öld,  Herbert Guđmundsson.

  Hebbi, eins og hann er jafnan kallađur, á ađ baki skrautlegan tónlistarferil og ennţá skrautlegra lífshlaup ţar fyrir utan.  Fljótlega eftir fermingu var hann farinn ađ syngja međ áberandi hljómsveitum.  Raddsviđiđ er breitt.  Litbrigđi söngraddarinnar svipar til Johns Lennons en Hebbi varđ einnig ţekktur fyrir ađ afgreiđs Led Zeppelin-lög alveg eins og Robert Plant.  

  Ţekktustu hljómsveitir Hebba á áttunda áratugnum voru Tilvera, Eik og Pelican.  Á fyrri hluta níunda áratugarins söng hann vinsćlt lag, "Megi sá draumur rćtast", međ hljómsveit sinni Kan.  1985 kom út 3ja sólóplatan,  "Dawn of the Human Revolation".  Hún inniheldur lagiđ "Can´t Walk Away".  Ţađ sló ţvílíkt í gegn.  Allar götur síđan er ţađ einkennislag níunda áratugarins, ţess tímabils sem kallađ er 80´s. 

  Fram til ţessa dags hafa komiđ út vinsćlar plötur og smellir frá Hebba.  Nćgir ađ nefna "Hollywood", "Svarađu kallinu",  "Time", "Eilíf ás" og "Sumariđ er stutt". 

  Í einkalífinu hafa skipst á skin og skúrir:  Ástarsambönd og hjónabönd hafa brotlent; eiturlyfjaneysla, fangelsun, gjaldţrot, atvinnuleysi, róttćk trúskipti, ísbúđarekstur, harđvítugar nágrannaerjur og ţannig mćtti áfram telja.

can't walk away

 

 

 

 

 

 

...


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.