Ofbeldið heldur áfram

  Það er svakalegt að fylgjast með því hvernig ráðist er á heiðursmanninn Dóna Trump þessa dagana.  Maðurinn hefur unnið sér fátt til saka umfram sterka löngun til að verða forseti Bandaríkja Norður-Ameriku og eitthvað svoleiðis.  Nú hefur hljómsveitin U2 bæst í hóp ofsækjenda ljúflingsins.  Þessi frægasta hljómsveit heims er á hljómleikaferð um Bandaríkin.  Þar er spjótum beint að heiðursmanninum afar gróflega.  Hvað eru þessir írsku Jesú-guðspjallaguttar að skipta sér af forsetakosningum handan við sjó og land?  

  Það er annað með stórleikarann Robert De Niro.  Hann má skipta sér af.  Hann er sveitungi Dóna.  En mætti vera orðvarari.  Það er ekki til fyrirmyndar að segjast langa til að kýla prúðmennið í andlitið.  Bara óuppalinn götustrákaskríll segir svoleiðis.  

  Smella hér

  


mbl.is „Grípa í píkuna á þeim“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Eftir því var tekið að í heimildarmynd sem sýnd var ´RÚV var myndbrot frá borg sem Trump var sagður búinn að eyðileggja vegna tómra spilavíta. Búið var að fjarlægja öll kennileiti um Trump í borginni en samt ekki alveg. Þar náðið einungis að fjarlægja fyrsta stafinn í nafninu svo eftir stóð" Rump"

Jósef Smári Ásmundsson, 8.10.2016 kl. 15:54

2 identicon

Dónald sem komst inn  í klíku,

var kunnur af athæfi slíku,

ef vífunum leiddist,

og að vel veiddist,

þá vild‘ann grípa í ....

-spil! embarassed

Þjóðólfur í Neðra-Skarði (IP-tala skráð) 8.10.2016 kl. 15:56

3 Smámynd: Jens Guð

Jósef Smári,  þetta hefur verið hin fróðlegasta mynd.

Jens Guð, 8.10.2016 kl. 16:08

4 Smámynd: Jens Guð

Þjóðólfur,  takk fyrir skemmtilega limru!

Jens Guð, 8.10.2016 kl. 16:09

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens. Þessi Dónald Trömp er kannski bara Dónald Prump? Bara loftfyllt prumpublaðra, eins og þær prumpublöðrur sem börnin nota til hláturframkallandi skemmtunar á stólsetum?

Mér er nú farið að sýnast þessi Dóna-prump-gæi ekki vera mikið meira en samkvæmispumpublöðru-aðhlátursefni. Hlátur er út af fyrir sig afskaplega mikilvægur á lífsins vegum, til að létta lundina.

En það þarf víst að vera eitthvert alvöru og ábyrgðarinnar vitrænt samhengi í yfirstjórnsýslu heims-samvinnunnar. Eða hvað?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.10.2016 kl. 17:10

6 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður, Dóni Trump segist vera svo gott sem búinn að venja sig af því að fara í tungusleik við konur að þeim óvörum. Því hafi þó verið frekar sjaldan illa tekið. Þökk sé frægð hans, að hans sögn. Jafnfram fullyrðir hann að þessa dagana geri hann lítið af því að káfa á kyndfærum ókunnugra kvenna, sem var kækur hjá honum á árum áður.  

Jens Guð, 8.10.2016 kl. 17:57

7 identicon

Kæri Jens

Einsog þú veist þá má góða fólkið alltaf lemja vondu karlana.

Þegar Bruce Willis sem góði kallinn sparkar í punginn á vonda kallinum þá fyllast allir gleði.   

Þegar Bruce Willis sem vondi kallinn sparkar í punginn á góða kallinum fá allir illt í magann.

Sem betur fer er ég góður gæi og allir sem ráðast á mig eru þess vegna vondir og eiga skilið að fá einn á kjaftinn.

Þannig að vondu karlarnir Davíð Oddsson og Sigmund Davíð eiga níð og spark í punginn frá góða fólkinu alltaf skilið.

Auðvitað er það leiðinlegt fyrir fjölskyldur þeirra en þetta er jú þeim sjálfum að kenna.

Richard Ulfarsson (IP-tala skráð) 8.10.2016 kl. 19:52

8 Smámynd: Jens Guð

Richard,  ofbeldi er sjaldnast til eftirbreytni.  

Jens Guð, 8.10.2016 kl. 20:49

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens. Tek 100% undir orð þín, að ofbeldi er sjaldnast til eftirbreytni.

Í hverskonar tilfellum sumum finnst ofbeldi réttlætanlegt, skil ég alls ekki. Enda er ég enginn háskólaður né menntaður ofbeldisfræðingur. Ég er þeirrar gerðar persóna, að ég gæfi frekar lífið mitt hér á jörðinni eftir, heldur en að verjast með ofbeldi gegn nokkrum einstaklingi.

Reyndar finnst mér, að vel íhuguðu máli, að ofbeldi sé ALDREI til eftirbreytni. Hvorki gagnvart mönnum né skepnum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.10.2016 kl. 22:37

10 identicon

Þegar stigið er inní ofbeldi til að stöðva það þarf oft að beita ofbeldi.

Halldór Heiðar Agnarsson (IP-tala skráð) 8.10.2016 kl. 22:49

11 identicon

Þegar stigið er inní ofbeldi til að stöðva það þarf því miður oft að beita ofbeldi.

Halldór Heiðar Agnarsson (IP-tala skráð) 8.10.2016 kl. 22:52

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór Heiðar. Þá drepur "vitra" drápsfólkið bara alla þá, sem ekki eru "vitrir" og ekki hlýða heimsveldis-ofbeldi ránsbankanna?

Eru þá ekki allir sáttir, bættir, og ánægðir, eins og eftir seinni heimsstyrjöldina?

Það verður víst að stöðva ofbeldi með ofbeldi, segja bankastjórnanna "vitringarnir"?

Og þegar ofbeldið, og afleiðingar hörmunga ofbeldisins eru óafsakanlega skelfilegar, þá segja bankastjórnsýslu-ræningjar heimsins, að nú dugi ekkert annað en ofbeldi, til að stöðva ofbeldið?

Ef einhver skilur tilgang ofbeldis, þá ætti sá hinn sami að fá það pláss á geðsjúkrahúsinu, sem Hitler var svikinn um vistun og lækningu á, c.a. á miðri síðustu öld.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.10.2016 kl. 23:54

13 identicon

Ég held að Bóner ætti bara að halda kjafti.  Hundleiðinlegur frá fyrst tíð, hylur sig manngæskuklæðum en hugsar eingöngu um sitt eigið háruga írska rassgat.

immalimm (IP-tala skráð) 9.10.2016 kl. 12:05

14 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður (#9), ég tek undir þín orð.

Jens Guð, 9.10.2016 kl. 16:27

15 Smámynd: Jens Guð

Halldór Heiðar, þegar ráðist er með ofbeldi gegn einhverjum og sá ver sig með því að verjast af hörku er hann ekki að beita ofbeldi. Hann er að verjast.  Hinsvegar ef árásaraðilinn er yfirbugaður og honum misþyrmt í þeim aðstæðum þá erum við að tala um ofbeldi.  Það liggja fyrir nokkrir dómar um slíkt hérlendis.  Eitt málið var þannig að um miðja nótt um helgi var hörgull á leigubílum.  Ofurölvi maður náði að semja við tvo stráka á bíl að skutla sér upp í Breiðholt fyrir tiltekna upphæð.  Á Miklubraut á móts við Skógarhlíð var bíllinn stöðvaður og piltarnir réðust á farþegann til að ræna hann. Sá tók því óstinnt upp. Lúbarði drengina í köku.  Slasaði þá svo illa að þeir kærðu hann.   

Jens Guð, 9.10.2016 kl. 16:42

16 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens. Það er nefnilega ekki hægt að tala um sjálfsvörn gegn valdníðslu/kerfissvikanna-ofbeldi, með því að segja að sjálfsvörnin sé ofbeldi. Og mikið finnst mér þú vera vel  gerður og gáfaður einstaklingur Jens.

Sjálfsvörn stoppar við skilgreiningarmörkin á sjálfsvörn og ofbeldi.

Hvað, þegar Heimsvalds stjórnsýslan beitir skepnulegu ofbeldi, og fær grænt ljós á slíkt skepnulegt reglurugls-lagamanna-dómara-ofbeldi frá sjálfu miðstýringar-Heimsstjórnarveldinu? Frá Páfaklerkanna skattrænandi stríðs-Vatíkaninu frímúraða?

Ja, þá er víst jarðarplánetu-heimsvoðinn tortímandi líklega á næstu "grösum", hjá fjölmiðlahönnunar-Gróuleiti flökkusögu-fjölmiðlanna meðvirku, mafíustýrðu og tortímandi.

Valdagræðgin frjálsa, sjúklega og vonda drepur allt, sem talist getur heilbrigt og gott fyrir friðinn og kærleikann á móðurjörðinni. Og drepur þar með móðurjörðina.

Sumir fræðinga-postular sumra Háskóla heimsins segja að það borgi sig að drepa Móðurjörðina?

Sitt sýnist vonandi hverjum fyrir sig, um og slík Há-skóluð fáfræðiviðhorf.

Brjóstvitið er eini raunverulega trausti sannleikur hvers og eins.

Brjóstvitið friðsamlega, og meðfylgjandi viskan, er almáttugu leiðbeinendanna þakkarverða gjöf, til hvers og eins hér á jörðinni.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.10.2016 kl. 22:20

17 identicon

Post-pussy analysis: Trump talked about women almost as crudely as Bill Clinton treated them

http://www.naturalnews.com/055575_Donald_Trump_hot_mic_mistreating_women.html

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 9.10.2016 kl. 23:52

18 Smámynd: Jens Guð

Immalimm,  hann er ágætur söngvari.

Jens Guð, 10.10.2016 kl. 12:15

19 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður (#16),  enn og aftur bestu þakkir fyrir þínar skemmtilegu vangaveltur.

Jens Guð, 10.10.2016 kl. 12:16

20 Smámynd: Jens Guð

Helgi,  þeir eru fjörlegir þarna vestra

Jens Guð, 10.10.2016 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.